Hugur - 01.06.2009, Síða 93
Hungursneyd,velmegun og siðferði
91
arinnar“ ástæða þess að þeir gefa ekkert og það virðist heldur ekki leiða til neinna
pólitískra aðgerða af hálfu stjórnarinnar.
Önnur betri ástæða fyrir því að gefa ekki fé til fólks sem býr við hungursneyð
er sú að þar til við finnum árangursríka aðferð til að stýra fólksfjölgun sé slík
aðstoð einungis til þess falhn að seinka því að menn verði hungurmorða. Ef við
björgum flóttamönnunum í Bengal núna þá muni aðrir, hugsanlega börn þessara
flóttamanna, þurfa að glíma við hungursneyð innan nokkurra ára. Þessu til stuðn-
ings má vitna í vel þekktar staðreyndir um fóllöfjöldasprenginguna og þá tiltölu-
lega takmörkuðu möguleika sem verið hafa fyrir hendi til að auka heimsfram-
leiðsluna.
Þetta atriði, líkt og hið fyrra, er röksemd gegn því að lina þær þjáningar sem eiga
sér stað núna vegna trúar á það sem gæti gerst í framtíðinni; það er óh'kt fyrra
atriðinu að því leyti að hægt er að færa mjög góðar sannanir til stuðnings þessari
trú um framtíðina. Eg mun ekki þalla um þær sannanir hér. Ég er sammála því að
jörðin getur ekki endalaust brauðfætt mannfjölda sem vex með sama hraða og
hann gerir nú. Þetta er að sjálfsögðu vandamál fyrir hvern þann sem telur mikil-
vægt að koma í veg fyrir hungursneyðir. En hér líkt og áður gæti maður fallist á
röksemdafærsluna án þess að komast að þeirri niðurstöðu að það leysi mann und-
an þeirri skyldu að bregðast við til að koma í veg fyrir hungursneyðir. Niðurstaðan
sem ætti að draga af þessu er sú að besta leiðin til að koma í veg fyrir hungurs-
neyðir til lengri tíma litið sé að hafa hemil á fólksfjölgun. Þá myndi það leiða af
þeirri niðurstöðu sem komist var að hér á undan að maður ætti að gera allt sem í
valdi manns stendur til að stuðla að því að fólksfjölgun verði takmörkuð (nema að
maður teldi að allar aðferðir við fólksfjöldastjórnun væru rangar í sjálfu sér, eða
hefðu tiltölulega slæmar afleiðingar í för með sér). Þar sem til eru stofnanir sem
vinna sérstaklega að fólksfjöldastjórnun myndi maður frekar styðja þær en hefð-
bundnari aðferðir við að koma í veg fyrir hungursneyðir.
Þriðja atriðið sem leiðir af áðurnefndri niðurstöðu snertir þá spurningu hversu
mikið við ættum að láta af hendi rakna. Einn möguleiki sem nú þegar hefúr verið
nefndur er að við ættum að gefa af fé okkar allt þar til við komumst á stig jaðar-
nytja, það er að segja, það stig þar sem ég myndi, með frekari fjárgjöfúm, valda
sjálfúm mér og mínum eins miklum þjáningum og ég kæmi í veg fyrir með fjár-
gjöfinni fram að því. I þessu fælist auðvitað að maður myndi setja sjálfan sig í
nánast sömu stöðu og flóttamaður frá Bengal. Munum eftir því að hér á undan
setti ég bæði fram stranga og hófsama útgáfú af þeirri meginreglu að við ættum
að koma í veg fyrir slæma atburði. Stranga útgáfan, sem krafðist þess af okkur að
við kæmum í veg fyrir slæma atburði nema við værum þar með að fórna einhverju
sem væri álíka siðferðilega mikilvægt, virðist krefjast þess af okkur að við förum
niður á stig jaðarnytja. Ég ætti einnig að taka það fram að mér virðist sem stranga
útgáfan sé hin rétta. Ég stakk upp á hófsamari útgáfúnni - að við ættum að koma
í veg fyrir slæma atburði allt þar til við þyrftum að fórna einhverju sem væri sið-
ferðilega mikilvægt - til þess eins að sýna fram á að jafnvel þótt við fylgdum aðeins
þessari óumdeilanlegu meginreglu þyrfti að koma til veigamikil breyting á því
hvernig við högum lífi okkar. Það kann að vera að það leiði ekki af hófsamari