Hugur - 01.06.2009, Page 96
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 94-III
Henry Alexander Henrysson
Manndómur
Hugleiðingar um Jón Eiríksson og bakgrunn
náttúruréttarkennslu hans
I
Flestar þjóðir eiga glæsta fulltrúa, sannkallaða „vormenn“, sem í sögu þeirra eru
tákngervingar upplýsingartímabilsins. Island er ekkert sér á báti í því tilliti þrátt
fyrir þá hörmungatíma sem átjánda öldin var í sögu þjóðarinnar. Upphefð og ár-
angur upplýsingarmanna kom þó gjarnan fram í höfuðstað hjálendunnar, í Kaup-
mannahöfn. Jón Eiríksson (1728-1787) er einn þeirra Islendinga sem kemur fyrstur
upp í hugann, að öðrum ólöstuðum, þegar Upplýsingin og Island eru tekin fyrir.1
Frami Jóns skyggði á aðra samlanda hans, og menntun hans, samtvinnuð þeirri
hugsjón sem hann bar í brjósti um hag móðurjarðar sinnar, og raunar alls mann-
kyns, var þeirrar gerðar að lítið bar á þeim stöðnuðu hugmyndum sem átjánda
öldin reyndi einmitt að blása úr hugarheimi Vesturlanda.
Þó má segja að lífshlaup Jóns, frami og hugmyndaheimur sé afskaplega lítt
rannsakaður hluti af sögu íslands. Vera má að sú staðreynd að starfsferiU Jóns hafi
að mestu verið í Danmörku leiki þar viðamikið hlutverk, en ennþá eftirtektar-
verðari ætti sú staðreynd að vera, að ævi hans og störf prýða flest þau atvik og
efniviður sem helst gefa rannsóknarefnum bæði vigt og spennu.2 Menntun og
frama hlaut hann að eigin verðleikum, hann komst inn í innsta hring í hverjum
þeim hópi sem hann tengdist án erfiðis og ákafa, starfsævin var ósérhlífin, fjöl-
skyldulífið viðburðaríkt, og dauðinn voveiflegur. Líf hans var ekki hamingjuríkt í
1 Þó er eins líldegt að flestir eigi sér sinn upplýsingarmann; önnur nöfn sem menn gætu hróp-
að upp eru Hálfdan Einarsson, Hannes Finnsson, Skúli Magnússon, Eggert Ólafsson, Jón
Ólafsson Grunnvíkingur, Jón Þorláksson, Skúli Thorlacius, Magnús Stephensen o.fl.
2 Um þau atvik má m.a. lesa í Ævisögu Jóns Konferenzráðs Etríkssonar eftir Svein Pálsson,
prentuð í Merkir íslendingar, Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar (Reykjavík: Bókfells-
útgáfan, 1950).