Hugur - 01.06.2009, Side 114
HUGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 112-124
Giorgio Baruchello
Öttafrjálslyndi og
óttinn við frjálslyndið
7. Hugfrjó endurtúlkun áfrjálslyndisstefnu:
Richard Rorty og Judith Shklar
Þegar heimspekingar skilja frjálslyndisstefnu sem andstöðu við grimmd gengur
hún undir heitinu „óttafrjálslyndisstefna". Kunnasti málsvari hennar er bandaríski
heimspekingurinn og bókmenntarýnirinn Richard Rorty, en samkvæmt honum
aðhyllast þeir frjálslyndisstefnu „sem telja grimmd vera það versta sem hægt sé að
ástunda.“’ Reyndar á þetta nýja afkvæmi hinnar stóru og margbreytilegu frjáls-
lyndisíjölskyldu rætur sínar að rekja til Judith Shklar, en hún er siðfræðingur og
stjórnspekingur sem ekki hefur borið jafn mikið á og Rorty.1 2
Shklar skilgreinir grimmd sem það „þegar veikari einstaklingi er vísvitandi vald-
ið líkamlegum sársauka til að orsaka angist og ótta.“3 Slík líkamsmeiðing sé
„hryllileg" og hún veki „manni strax viðbjóð af því hún sé ,ljót‘ og vegna þess að
hún ,afskræmi persónu mannsins‘.“4 Þar að auki þrífist grimmd á ótta og „ótti
tortími frelsinu" en frelsi sé auðvitað kjarni og grundvöllur frjálslyndishefðarinnar.5
Þess vegna sé það alger misbresmr fyrir veru sem er trú sinni sannfæringu í sið-
ferðilegum og pófitískum efnum að hegða sér grimmúðlega. Þar sem grimmd sé
svo ógeðfelld og frelsiseyðandi geri hún ósvikið samh'fi samhuglægra vera nánast
óhugsandi, hvort sem það er í einkalífinu eða hinu opinbera lífi.6 Grimmd eigi
upptök sín í einhvers konar siðferðisbresti persónunnar og geti verið grundvöllur
1 Richard Rorty, Contingency, Irony, and Solidarity (skammstafað CIS héðan í frá), s. xv-xvi.
2 Finna má beinar tilvísanir í Shklar í CIS, s. 89 9n og s. 146 6n.
3 Shklar, Ordinary Vices (skammstafað OFhéðan í frá), s. 8.
4 OV, s, 9.
5 OV, s. 2.
6 I „The Liberalism of Fear“ setur Judith Shklar fram nákvæmari skilgreiningu á grimmd (í
N. Rosenbaum (ritstj.), Liberalism andthe MoralLife, s. 29: „[Gjrimmd er það þegar veikari
einstaklingi eða hóp er vísvitandi valdið líkamlegum, en einnig tilfinningalegum, sársauka