Hugur - 01.06.2009, Síða 119
Óttafrjálslyndi og óttinn við frjálslyndið
117
og truflandi hún sé.35 En h'kt og Shklar bendir á þá „tölum við í kringum grimmd-
ina vegna þess að okkur langar ekki að ræða hana“; það sé örðugt ,að þola‘
grimmdina og hún haldi alltaf áfram að vera nokkuð ,ómeðfærileg‘.36
Shklar bætir við að grimmdin leggi fyrir okkur hinar allra erfiðustu spurningar
og fái okkur til að rannsaka hugarfylgsni sem við myndum helst aldrei vilja kynn-
ast. Ennfremur geti of mikil áhersla á grimmd sem slíka haft lamandi áhrif á
siðferðilega breytni og pólitískar aðgerðir. I raun eigi óttinn og hryflingurinn sem
tengjast sjálfri hugmyndinni um grimmd vanda til að skapa mannfyrirlitningu og
vonleysi sem eru h'klegri til að ýta undir grimmdina þegar til lengri tíma er litið,
frekar en að uppræta hana. En við verðum að hafa í huga það sem Shklar segir
undir lokin í bók sinni Ordinary Vices: „þetta hefur verið sýnisferð um ráðvillurnar,
ekki leiðarvísir fyrir hina ráðvilltu. Kaflarnir í þessari bók hafa verið rannsóknir á
erfiðleikunum sem að okkur steðja, og þeim er ekki haldið saman af ósfltinni rök-
færslu sem færist í átt að tilætluðu markmiði sinu.“37 Shklar skilur því öll vanda-
máfln eftir óleyst þegar hún lýkur þessari mjög svo yfirgripsmiklu rannsókn sinni
á grimmd og löstum mannsins.38
4. Mótsögnin blómstrar: gagnrýni Johns Kekes á
óttafrjálslyndisstefnuna
Þrátt fyrir fullyrðingar Shklar um hið mikla kraftleysi sem grípur um sig gagnvart
grimmdinni þá hefur nálgun hennar á frjálslyndisstefnu notið mikillar hylli, sér-
staklega þegar Richard Rorty setur hana fram í sínum mikla æsingastil. Jafnvel
gagnrýnendur þeirra hafa aldrei svo mikið sem dregið í efa andstöðuna við
grimmd, sem er óttafrjálslyndisstefnunni svo kær. En hverjum dytti svo sem í hug
að mæla með grimmd?391 grein sinni „Cruelty and Liberalism“ ræðst John Kekes
á Shklar og Rorty einmitt á þessum háskalega vettvangi, þ.e. hann tekst á við
umfjöllun þeirra um sambandið á milli grimmdar og frjálslyndra stjórnmála.
Hann gagnrýnir þau þá þrjá vegu:
(1) Skilgreiningin á frjálslyndisstefnu sem andstöðu við grimmd er einfalt
„slagorð [...] einbert orðagjálfur sem stenst ekki einu sinni minniháttar véfeng-
ingar.“ Kekes heldur áfram: „Hvers vegna er grimmd það versta sem við gerumst
sek um? Hví ekki þjóðarmorð, hryðjuverk, svik, misnotkun, niðurlæging, hrotta-
35 Sbr. Philip Hallie, The Paradox of Cruelty.
36 OV, s. 44.
37 OV, s. 226.
38 Sbr. Giorgio Baruchello, „On Cruelty - Grirnmdin", en þar er að finna gagnort yfirlit yfir
það hvernig grimmd hefur verið skilin í sögu vestrænnar heimspeki.
39 Enginn hugsuður frjálslyndisstefnunnar heíur nokkru sinni lofsamað grimmdina og af þeim
hugsuðum sem ekki aðhyllast frjálslyndisstefnu eru afar fáir sem hafa gert það. Ef við
lítum á nokkra mikilvæga stjórnspekinga þá varði Machiavelli grimmd sem hluta af íyrir-
myndarstjórnun furstadæmisins; Sade og Nietzsche tignuðu grimmdina sem hæfileika sem
yfirburðamaðurinn hefði til að bera, en greinarmunurinn á honum og manni alþýðunnar á
að gera honum kleift að stefna miskunnarlaust að því markmiði sínu að staðfesta sjálfan sig
í fagurfræðilegum skilningi.