Hugur - 01.06.2009, Page 121
Ottafrjálslyndi og óttinn við frjálslyndið
119
Þriðja gagnrýni Kekes er endurómur af gamalkunnri ásökun íhaldssinna í þá
veru að frjálslyndisstefnan gerist sek um óhóflega bjartsýni þegar hún leggur mat
á hæfileika mannkynsins. Með öðrum orðum minnir Kekes lesendur sína á að
aukið frelsi leiði ekki nauðsynlega til aukinnar góðmennsku eða velsældar. Það sé
nefnilega einungis fólk sem sé vel innrætt og vanið á góða siði sem einhverjar líkur
séu til að noti sitt aukna frelsi til góðs. En Kekes er einmitt ekki jafn tilbúinn og
Shklar eða Rorty að gefa sér þá djörfu forsendu að lungi mannkyns sé fremur vel
innrættur eða móttækilegur fyrir sómasamlegri þjálfun í siðferðilegri hegðun.
Gagnrýni Kekes á óttafrjálslyndisstefnu tengist víðtækari atlögu að hinum út-
breidda og gagnrýnilausa stuðningi sem frjálslynd pólitík nýtur almennt. Svo
virðist sem það hafi einfaldlega verið gengið að frjálslyndisstefnunni sem vísri, að
minnsta kosti þar til seint á ioda áratug síðustu aldar, og hún ekki talin þurfa að
gangast undir heildstætt endurmat eða nokkurs konar enduraðlögun í grund-
vallaruppbyggingu. Meirihluti stjórnspeki á síðasta þriðjungi 20stu aldar saman-
stóð af deilum á milli frjálslyndra aðila af tveimur óh'kum sauðahúsum. Það hefði
mátt halda að engin sjálfstæð stefna önnur en frjálslyndisstefna kæmi yfirhöfuð til
greina. I þessu einstrengingslega samhengi varði Kekes tíma sínum til mótunar á
afbrigði af íhaldsstefnu sem ætti að renna stoðum undir pólitískt líkan sem er
andsnúið frjálslyndisstefnu og byggir á hefðum, tortryggni í garð breytinga og
hóflegri útvíkkun borgaralegra réttinda. Þetta verkefni var samofið rannsóknum
Kekes á illsku í manneðlinu, sem hann telur að ógerlegt sé að uppræta. Frjáls-
lyndisstefnan felur í sér bjartsýna og oftar en ekki ógagnrýna mannfræði, en Kekes
vill aftur á móti ólmur sýna hversu vonlaus og illa innrætt manneskjan á vanda til
að vera. I þessum skilningi virðist sá illskiljanleiki grimmdarinnar sem Judith
Shklar sjálfri gremst eiga ýmislegt skylt, hugmyndafræðilega séð, við hið ívið
svartsýnna viðhorf Kekes til manneskjunnar og þess gagns sem hún kann að hafa
af auknu frelsi. Þess vegna hefði lærdómurinn sem draga má af viðhorfi hans getað
verið af öðrum toga en sá sem hún og Richard Rorty drógu.44
5. Mótsögn ífullum blóma:
eftirbreytnisverðar játningar Cesare Beccaria
Finna má gagnrýni á frjálslyndisstefnu sem er jafnvel enn djúpstæðari og bagalegri
í kunnasta verki eins mikilvægasta fulltrúa þessarar stóru og margbreytilegu
stjómmálaijölskyldu: Cesare Beccaria (1738-1794). Þrátt fyrir að bók Beccarias, Um
glæpi og refsingar, hafi verið ætlað að endurbæta hegningarlög á grundvelh frjáls-
lyndisstefnunnar, þá auðnaðist höfundinum að sjá fyrir sér hina „dökku“ hlið
hennar. Að hans mati var sú hlið kirfilega samtvinnuð hinni „skínandi“ hhð frjáls-
lyndisstefnunnar. Nánar tiltekið neitaði Beccaria því ekki að grimmd gæti þrifist
44 Ég ætla mér ekki, í þessari grein, að gera athugasemdir við eða leggja dóm á þann takmarkaða
árangur sem Kekes hefur hingað til náð með þessu verkefni sínu.