Hugur - 01.06.2009, Page 127
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 125-143
Róbert Jack
Rökskortur og villuótti
Um þá íþrótt að dissa sjálfshjálparrit
Hvernig má fordæma heila bókmenntagrein? Væntanlega með því að finna stórar
veilur í grunnforsendum hennar. Gallar í einstökum ritum eða hugmyndum sem
fyrirfinnast innan greinarinnar nægja ekki, enda væri þá ekkert fræðasvið óhult.
Ekki hefur verið mikið fj allað í fræðilegum textum um sjálfshjálparrit, en þessi
grein fjallar um fordæmingu fjögurra höfunda á þeim. Eg byrja á að skoða hvað
íslenski heimspekingurinn Kristján Kristjánsson hefur um málið að segja, þá kem-
ur röðin að þremur Bandaríkjamönnum, blaðamanninum Steve Salerno, bók-
menntafræðingnum Stewart Justman og síðast sálfræðingnum Daniel Gilbert. Eg
skoða inntakið í gagnrýni þeirra og hvaða rökum þeir beita. Loks vík ég stuttlega
að hugsanlegri ástæðu fyrir vanda fræðimannsins við að nálgast sjálfshjálparrit og
að almennu gildi sjálfshjálparrita.
Ekki hafa höfundarnir fjórir alveg sömu hugmynd um hvað sjálfshjálparrit eru,
en ég reyni að segja í fáum orðum frá hugmynd hvers um sig. Þótt skilgreining
sjálfshjálparrita sé ekki markmið þessarar greinar heldur umfjöllun um hvernig
gagnrýnin er, má þó segja að þegar talað sé um sjálfshjálparrit sé oftast átt við rit
í þeirri hefð sem hófst fyrir alvöru með bókum frá Dale Carnegie (How to Win
Friends andInfluence People, 1936) og Napoleon Hill (Ihink and Grow Rich, 1937).1
I þessum bókum og öðrum sem fylgt hafa í kjölfarið er lögð áhersla á hagnýt ráð
og leiðbeiningar um hvernig breyta má lífi sínu til hins betra, verða vinsæll, ríkur
og hamingjusamur, svo eitthvað sé nefnt.
I. Rökskortur
Forheimskandi sjálfshjálparrit?
Meginviðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar í greininni „Menntun, sjálfsþroski og
sjálfshvörf' er afar áhugavert efni sem hann kallar sjálfshvörf, þ.e. róttæk umskipti
1 Islensk þýðing á bók Carnegies kallast Vinsœldir og áhrif.