Hugur - 01.06.2009, Side 128
126
Róbert Jack
sjálfsins.2 í því sambandi fjallar hann um rit þriggja bandarískra sálfræðinga sem
hann kynnir m.a. með þessum orðum:
Þetta eru alþýðleg yfirlitsrit, samin fyrir upplýsta lesendur fremur en
fræðinga. Þrátt fyrir að hér sé ekki um frumleg fræðirit að ræða, í hefð-
bundinni merkingu, þá greina þau frá niðurstöðum fræðilegra rannsókna
og draga hagnýtar ályktanir af þeim. Þetta eru þó — sem betur fer — ekki
„sjálfshjálparrit" í hinum forheimskandi ameríska stíl. Oll fjalla þau um
sjálfið og þroskakosti þess og öll láta í té íhugunarverð ráð um uppeldi og
menntun.3
Rétt er að taka fram að Kristján fjallar ekki í þessari grein skipulega um sjálfs-
hjálparrit, heldur skýtur hér inn fullyrðingu um þau. Það hlýtur þó að vekja áhuga-
fólk um sjálfshjálparrit til umhugsunar þegar fræðimaður á borð við Kristján tjáir
sig um slík rit, þótt í lidu sé og þótt það valdi manni óneitanlega nokkrum heila-
brotum hvað hann á hér við. Hvers konar rit hefur Kristján í huga? Hvað er svona
forheimskandi við þessi rit? Og hver er hinn ameríski stíll? Ekkert af þessu út-
skýrir hann beinum orðum, þótt ég reyni að ráða í það.
Varðandi hvernig rit er um að ræða má fá vísbendingu í ofangreindri tilvitnun,
en Kristján virðist álíta að fólk geti talið ritin þrjú sem hann fjallar um til sjálfs-
hjálparrita því þau greini frá fræðilegum rannsóknum og dragi hagnýtar ályktanir
af þeim. Nú hef ég ekki lesið þessi rit en ef marka má grein Kristjáns eru þau í
fræðilegri kantinum miðað við það sem mér virðist oftast kallað „sjálfshjálparrit".
Þetta á einnig við um annað tveggja rita sem Kristján hefur gagnrýnt annars staðar
og kallar sjálfshjálparrit, þ.e. rit Daniels Goleman, EmotionalIntelligence, en hitt
ritið er What WouldAristotle Do? eftir Elliot Cohen.4
Ef við gluggum aftur í orð Kristjáns hér að ofan telur hann a.m.k. einhver sjálfs-
hjálparrit vera í „forheimskandi amerískum stiT. Óljóst er hvernig má skilja þetta,
því mér vitanlega er ekki til neinn séramerískur stíll á þessu sviði. Raunar eiga
sjálfshjálparrit uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna og því virðast allir stílar
amerískir með einum eða öðrum hætti. Kannski lýsir þetta orðalag Kristjáns ekki
öðru en pirringi yfir ritum eins og þeirra Golemans og Cohens. Eins og full-
yrðingin er sett fram hér, án útskýringar á þessari takmörkun um amerískan stíl,
virkar hún þó eins og almennt diss á sjálfshjálparrit.
Þá er að skoða í hverju Kristján telur þessa forheimskun felast. Þannig væri hægt
að rannsaka orð hans um sjálfshjálparrit eins og textabrot eftir fornan heimspek-
ing, þ.e. skoða allar mögulegar túlkanir út frá takmörkuðu textasamhengi. Ég hef
hins vegar reynt þetta, mér til lítt aukins skilnings á Kristjáni og ritrýni Hugar til
mikillar armæðu, og læt það því ógert hér, en sný mér heldur að hinum ritunum
tveimur eftir Goleman og Cohen í leit að útskýringu á forheimskun sjálfshjálpar-
rita.
2 Kristján Kristjánsson (20073:131).
3 Kristján Kristjánsson (20073:123).
4 Kristján Kristjánsson (2005: 680).