Hugur - 01.06.2009, Page 146
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 144-156
Gabriel Malenfant
Inngangur að hugsun
Emmanuels Levinas1
Eftir að ég gerðist doktorsnemi við Háskóla íslands hef ég komist að raun um
hversu vinsæl frönsk samtímaheimspeki er hér á landi — hugsuðir á borð við Mer-
leau-Ponty, Sartre, Barthes, Derrida, Lyotard, Deleuze og Guattari, svo einhverjir
séu nefndir. Við þessa upptalningu má svo bæta Þjóðverjunum Husserl og Heid-
egger, og þar með er lýðum ljóst að fyrirbærafræðin, sem hugmyndastraumur og
aðferð innan heimspekinnar, fellur Islendingum lika vel í geð. En eitt stórt nafn
vantar á þessa svipmynd af viðtökusögu franskrar heimspeki og fyrirbærafræði á
íslandi: Emmanuel Levinas.
Enda þótt Levinas hafi ekki verið af frönsku bergi brotinn, heldur litháísku,
skrifaði hann á frönsku. Rit hans hafa þá sérstöðu að skírskota til gyðinglegrar
hefðar fremur en hinna hefðbundnu grísku róta heimspekinnar, þrátt fyrir einlæga
aðdáun Levinas á Grikkjum, einkum Platoni. Þar að auki er fyrirbærafræði hans
afar torkennileg og jafnvel ruglingsleg í augum þess sem stofnar til kynna við hana
undirbúningslaust. Engu að síður hlýtur Levinas að teljast einn mesti hugsuður á
franska tungu á tuttugustu öld, og af þeim sökum er mikilvægt að íslenskir heim-
spekingar fái færi á að kynnast honum á sínu tungumáli, rétt eins og raunin er í
þorra heimspekideilda í háskólum heimsins um þessar mundir. Reyndin er sú að
lestur á ritum Levinas er engan veginn bundinn við hinn frönskumælandi heim
og margir helstu Levinasfræðingar samtímans eru enskumælandi, svo sem John
Llewelyn, Bettina Bergo, Tina Chanter, Simon Critchley, Adriaan Peperzak og
Robert Bernasconi.
í grein þessari er ætlunin að veita knappa og almenna innsýn í heimspeki Emm-
anuels Levinas. Vitaskuld verða ekki öllum atriðum gerð fhll skil, en markmiðið
er að búa í haginn fyrir íslenska lesendur sem eru litt kunnugir sérstæðri aðferð
hugsuðarins og orðfæri hans, sem iðulega er tyrfið.
1 Bcstu þakkir fær Björn Þorsteinsson (Háskóla íslands) fyrir að leggja til að ég skrifaði
inngang að hugsun Levinas á íslensku, og Bettina Bergo (Université de Montréal) sem
gerði mér kleift að rannsaka og vinna með heimspeki Levinas og samtímaheimspeki af
gyðinglegum stofni. Þessi grein sækir margt til hennar.