Hugur - 01.06.2009, Side 152
150
Gabriel Malenfant
spurningin: hvernig má setja fram fyrirbærafræðilega lýsingu á því sem öll þessi
augnablik, abir þessir „samfundir augliti til auglitis", eiga sameiginlegt, úr því að
þessir fundir eru svo ólíkir innbyrðis, þ.e. jafn uppfuUir af því sem sérstaða Hins,
sem stendur andspænis mér, felst í? Levinas svarar því til að í grundvallaratriðum
séu þessi vandkvæði einmitt merki um óendanleikann — sönnun þess að hin
mannveran kemur inn í mig fyrir tilstilli augnaráðs síns, raddar og snertingar - og
ég hverf b'ka til hennar en verð þó aldrei fær um að „þekkja“ hana fullkomlega. Að
loka Hinn inni í hugtakakví, innan greinargerðar sem umlykur hann, er einmitt
það sem valdbeiting gegn honum er fólgin í. Levinas vill lýsa þessum augnablikum
samfundarins, sem einkenna mannverur, án þess að notast við „nafnorðastiT [nom-
inatif (samnöfn með öllum sínum ólíku skírskotunum, t.d. „einstaklingur“, „sjálfs-
vera“, „gerandi“ o.s.frv.), og fyrir vikið verður textinn erfiðari aflestrar en clla. Gér-
ard Bensussan tilfærir eftirfarandi kafla eftir Proust sem leiðir á magnaðan hátt
fram hið torskilda fyrirbæri sem Levinas vill brjóta til mergjar:
Undir rósrauðum blæ þessarar ásjónu skynjaði ég botnlaust dýpi þeirra
kvölda, þegar Albertine var mér enn ókunn, hverfa í hlé eins og svelgur.
Vissulega gat ég tekið Albertine í fang mér, haldið höfði hennar í hönd-
um mér; ég gat snortið hana og látið hendur mínar leika um hana, en, rétt
eins og ég héldi á steinvölu sem geymdi með sér seltuna úr úthöfum
ómunatíðar eða geislann frá stjörnu, skynjaði ég að ég hreyfði aðeins við
lokuðu yfirborði veru sem gekk innra með sér að óendanleikanum.12
IV. Ómunatíðin og upphafsleysið
Þessi tilvitnun í Proust er einkar gott dæmi um óendanleikann sem Hinn býr yfir,
samkvæmt Levinas, vegna þess að í henni er talað um það sem Lévinas nefnir
„ómunatíðina“. Hann heldur því fram að hin siðfræðilegu tengsl séu „ómunaleg“
og „upphafslaus" (eða „an-arkísk“ [an-archique\). Skýrum ögn nánar hvað hann á
við.Máhð snýst ekki um að skilja upphafsleysið sem anarkíu í póbtískum skilningi
heldur bókstaflegum: an-arché, „án upphafs eða grundvallar". Með öðrum orðum
ganga hin siðfræðilegu tengsl ekki út frá einmana einstaklingi heldur fæðast þau
þvert á móti af grunntengslunum sjábum, og án þessara tengsla kæmi spurningin
um hið góða ekki upp.13 Oendanleiki merkingarinnar sem hinn býr yfir á sér
þannig hbðstæðu innan siðfræðilegu tengslanna sjálfra.
Rétt er að bæta því við að ástæða þess að Levinas talar um þessi tengsl sem
„upprunalausan" grunn sjálfsveruleika einstakbnga sem verða hvor á vegi annars
er sú að tengsl eru ekki raunveruleg í eiginlegum skilningi verufræðinnar. Eins og
fram hefúr komið fer siðfræðin á undan verufræðinni, enda leikur hún hér hlutverk
12 Marcel Proust, Á la recherché du temps perdu, París, Pléiade, III, bls. 386. Hér vitnað eftir
Gérard Bensussan, Ethique et expérience: Levinas politique, Strasbourg, Éditions de La
Phocide, bls. 12.
13 „Anarkískt séð er nándin tengsl við eitthvað einstakt án milligöngu nokkurs konar megin-
reglu eða hugsjónar" (Levinas, Autrement quetre, bls. 156).