Hugur - 01.06.2009, Side 161

Hugur - 01.06.2009, Side 161
Útdráttur úr Ritgerð um manneðlið 159 hann hr. Locke, Shaftesbury lávarð, dr. Mandeville, hr. Hutcheson og dr. Butler sem virðast allir, þótt þá greini á í mörgum atriðum, sammála um að byggja hinar vönduðu rannsóknir sínar á mannlegu eðli að öllu leyti á reynslu. Auk ánægjunnar að þekkja það sem stendur okkur næst má örugglega staðhæfa að næstum öll vísindin eru innifalin í vísindunum um mannlegt eðli og eru undir þeim komin. Eina markmið rökfræði er að útskýra lögmál og aðgerðir rökleiðslu- hœfileika okkar og eðli hugmynda okkar, siðfræði og gagnrýni gaumgæfa smekk okkar og viðhorfi og stjórnmálfialla um menn sem samfélagsverur og háða hver öðrum. Þess- ari ritgerð um mannlegt eðli virðist því ætlað að vera kerfisbundin kenning um vísindin. Höfundurinn hefur lokið því sem snertir rökfræði og lagt grunninn að hinum þáttunum í greinargerð sinni um tilfinningalífið \passions\.2 Hinn nafntogaði hr. Leibniz hefur sagt að það sé galli á hinum algengu rök- fræðikerfum að þau eru mjög margorð þegar þau útskýra aðgerðir skilningsins við myndun rökleiðslusannana en of stuttorð þegar þau fjalla um líkindi og vísbend- ingar sem líf og starf eru algerlega komin undir og eru leiðarljós okkar jafnvel í flestum heimspekilegum heilabrotum okkar. I þessari aðfinnslu tekur hann með Ritgerð um mannlegan skilning (Ihe Essay on Human Understandmg), Leitina að sannleikanum (Le Recherche de la Vérite) og Listina að hugsa (L’Artde Penser)? Höf- undur Ritgerðar um manneðlið virðist hafa vitað um þennan galla hjá þessum heimspekingum og hefur leitast við að bæta úr honum eftir fremsta megni. Þar sem bók hans hefur að geyma margar mjög nýjar og merkilegar vangaveltur er útilokað að gefa lesandanum rétta hugmynd um heildina. Við munum því aðallega halda okkur við útlistun hans á rökleiðslum okkar út frá orsök og afleiðingu.Takist okkur að gera lesandanum þetta skiljanlegt dugar það kannski sem sýnishorn af heildinni. Höfundur okkar byrjar með nokkrum skilgreiningum. Hann kallar skynjun [per- ception] hvaðeina sem getur verið til staðar í huganum hvort sem við notum skiln- ingarvitin eða erum í geðshræringu eða beitum hugsun og íhugun. Hann skiptir skynjunum okkar í tvær tegundir, þ.e.frumskynjanir [impressions] og hugmyndir [ideas\. Þegar við finnum til ástríðu eða geðshræringar af hvaða tæi sem er eða höfum ímyndirnar af ytri hlutum sem skilningarvitin miðla, þá er skynjun hugans það sem hann kallarfrumskynjun, en það er orð sem hann notar í nýrri merkingu. Þegar við íhugum einhverja geðshræringu eða hlut sem er ekki til staðar er þessi skynjun hugmynd. Frumskynjanir eru því hinar fjörlegu og sterku skynjanir okkar; hugmyndir eru hinar daufari og veikari. Þessi greinarmunur er augljós, eins augljós og greinarmunurinn á tilfinningu og hugsun. Fyrsta staðhæfingin sem hann setur fram er að allar hugmyndir okkar, eða daufu skynjanir, séu sprottnar af frumskynjunum okkar eða sterku skynjunum, og að við 2 Ritgerðin kom fyrst út í þremur bókum eða bindum: „Um skilningsgáfuna" (Of the Under- standing) og „Um tilfinningalífið“ (Of the Passions) 1739 og „Um siðferði og siðfræði" (Of Morals) 1740. 3 Þessi rit munu vera Ati Essay Concerning Human Vnderstanding eftir John Locke (1632-1704), De la recherche de la ve'rite' eftir Nicolas Malebranche (1638-1715) og La Logique, ou l’art de penser (oft kallað á ensku Port-RoyalLogic) eftir Antoine Arnauld (1612-94) og Pierre Nicole (1625-95).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.