Hugur - 01.06.2009, Page 164
162
David Hume
til hinnar, alltaf ályktað hiklaust að hin síðarnefnda mundi fara á skrið. Hugur
hans færi á undan sjóninni og mundi álykta í samræmi við reynslu hans í fortíðinni.
Af þessu leiðir þá að allar rökfærslur um orsök og afleiðingu byggjast á reynslu
og að öll reynslurök grundvallast á þeirri tilgátu að gangur náttúrunnar verði
áfram samur við sig. Við ályktum að líkar orsakir í líkum kringumstæðum muni
ætíð valda líkum afleiðingum. Það kann nú að vera ómaksins vert að velta því fyrir
sér hvað kemur okkur til að draga svona óendanlega mikilvæga ályktun.
Það er augljóst að Adam, þrátt fyrir alla sína þekkingu, hefði aldrei getað sannað
með rökleiðslu að gangur náttúrunnar hlyti að haldast óbreyttur og að framtíðin
hlyti að verða í samræmi við fortíðina. Það sem er mögulegt verður aldrei sannað
með rökleiðslu að sé rangt, og það er mögulegt að gangur náttúrunnar kunni að
breytast fyrst við getum hugsað okkur slíka breytingu. Eg vil meira að segja ganga
lengra og fullyrða að hann gæti ekki einusinni sannað með neinum sennilegum
rökum að framtíðin hlyti að verða í samræmi við fortíðina. Oll sennileg rök byggj-
ast á þeirri tilgátu að það sé samræmi milli framtíðar og fortíðar og geta því aldrei
sannað það. Þetta samræmi er staðreynd og ef verður að sanna það þá er ekki um
neina sönnun að ræða nema út frá reynslu. En reynsla okkar í fortíðinni getur ekki
sannað neitt um framtíðina nema gert sé ráð fyrir að þær líkist. Þetta er því atriði
þar sem alls ekki er um neina sönnun að ræða og við tökum sem gefið án sönnunar.
Það er vaninn einn sem fær okkur til að gera ráð fyrir að framtíðin verði í sam-
ræmi við fortíðina. Þegar ég sé biljarðkúlu hreyfast í átt til annarrar er hugur minn
undireins borinn af vana til venjulegrar afleiðingar og fer á undan sjóninni með
því að hugsa sér síðarnefndu kúluna á hreyfingu. Það er ekkert í þessum hlutum
skoðuðum út af fyrir sig og óháð reynslu sem fær mig til að draga slíka ályktun.
Og jafnvel eftir að ég hef haft reynslu af mörgum endurteknum afleiðingum af
þessu tæi þá er engin röksemdafærsla sem fær mig til að gera ráð fyrir að afleið-
ingin verði í samræmi við reynslu fortíðar. Öflin sem efnishlutir ganga fyrir eru
óþekkt með öllu. Við þekkjum aðeins skynjanlega eiginleika þeirra. Og hvaða
röklega ástæðu höfúm við til að halda að sömu öflin verði alltaf tengd sömu skynj-
anlegu eiginleikunum?
Það er því ekki rökvitið sem er leiðarvísir í h'finu heldur vaninn. Hann einn fær
hugann, í öllum tilvikum, til að gera ráð fyrir að framtíðin verði í samræmi við
fortíðina. Hversu auðvelt sem þetta skref kann að virðast gæti rökvitið aldrei um
alla eih'fð stigið það.
Þetta er mjög furðuleg uppgötvun en leiðir til annarra sem eru enn fúrðulegri.
Þegar e'g se' biljarðkúlu hreyfast í átt til annarrar er hugur minn undireins borinn af
vana til venjulegrar afleiðingar og fer á undan sjóninni með pví að hugsa se'r st'ðar-
nefndu kúluna á hreyfingu. En er þetta allt? Geri ég ekkert annað en hugsa mér
hreyfingu kúlunnar? Jú, vissulega. Ég trúi því líka að hún muni hreyfast. Hvað er
þá þessi tnfí Og hvernig er hún frábrugðin einberri hugsun [conception\ um eitt-
hvað? Hér er á ferðinni ný spurning sem heimspekingum hefúr ekki dottið í hug
eða þeir hugleitt.
Þegar sönnun með rökleiðslu sannfærir mig um einhverja fúhyrðingu fær það
mig ekkt aðeins til að hugsa mér staðhæfinguna heldur gerir mér líka ljóst að