Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 165
Útdráttur úr Ritgerð um manneðlið
163
útilokað er að hugsa sér eitthvað gagnstætt. Það sem er röksannanlega ósatt felur
í sér mótsögn, og það sem felur í sér mótsögn er ekki hægt að hugsa sér. En hvað
snertir staðreyndir yfirleitt, hversu sterk sem sönnunin kann að vera út frá reynslu,
þá get ég alltaf hugsað mér hið gagnstæða þótt ég geti ekki alltaf trúað því.Trúin
gerir því einhvern greinarmun á hugsuninni sem við föllumst á og þeirri sem við
föllumst ekki á.
Til að skýra þetta eru aðeins tvær tilgátur. Segja má að trú tengi einhverja nýja
hugmynd við þær sem við kunnum að hugsa okkur án þess að fallast á þær. En
þessi tilgáta er ósönn. Því að ífyrsta lagi er ekki hægt að leggja fram neina slíka
hugmynd. Þegar við einfaldlega hugsum okkur hlut hugsum við okkur hann frá
öllum hhðum. Við hugsum okkur hann eins og hann gæti verið til þótt við trúum
ekki að hann sé til. Trú okkar á tilvist hans mundi ekki leiða í ljós neina nýja
eiginleika. Við getum útmálað allan hlutinn í huganum án þess að trúa að hann
sé til. Við getum á vissan hátt sett hann okkur fyrir sjónir með öllum smáatriðum
stundar og staðar. Það er sjálfur hluturinn hugsaður eins og hann gæti verið til. Og
þegar við trúum því getum við ekki gert neitt meira.
I öðru lagi hefor hugurinn hæfileika til að tengja saman allar hugmyndir sem
fela ekki í sér mótsögn, og þar af leiðandi ef trú væri fólgin í einhverri hugmynd
sem við bætum við hugsunina eina þá væri það á valdi manns að trúa öllu sem
hann getur hugsað sér, með því að bæta þessari hugmynd við.
Þar sem trú felur því í sér hugsun og er samt eitthvað meira; og þar sem hún
bætir engri nýrri hugmynd við hugsunina þá leiðir af því að hún er öðruvísi háttur
að hugsa sér hlut - eitthvað sem tilfinningin getur greint og er ekki háð viljanum
eins og allar hugmyndir okkar eru. Hugurinn hleypur af vana frá hinum sýnilega
hlut, einni kúlu sem hreyfist í átt til annarrar, til hinnar venjulegu afleiðingar,
hreyfingar hjá síðarnefndu kúlunni. Hann hugsar sér ekki aðeins þessa hreyfingu
heldur kentiir einhvers sem er óh'kt draumórum ímyndunaraflsins í hugsuninni um
hana. Nærvera þessa sýnilega hlutar og stöðug fylgni þessarar sérstöku afleiðingar
gera hugmyndina ólíka fyrir tilfinninguna hinum sundurlausu hugmyndum sem
koma í hugann fyrirvaralaust. Þessi ályktun virðist dáhtið furðuleg, en við kom-
umst að henni með samfelldri röð staðhæfinga sem ekki verða dregnar í efa. Til
að auðvelda lesandanum að rifja upp endurtek ég þær í stuttu máli. Enga staðreynd
er hægt að sanna nema út frá orsök hennar eða afleiðingu. Ekki er hægt að vita að
eitt sé orsök annars nema með reynslu. Við getum ekki gefið neina röklega ástæðu
fyrir því að teygja inn í framtíðina reynslu okkar í fortíðinni, heldur ræðst það að
öllu leyti af vana þegar við hugsum okkur að afleiðingu leiði af venjulegri orsök
hennar. En við trúum því líka, sem og hugsum okkur það, að afleiðing fylgi. Þessi
trú tengir enga nýja hugmynd við hugsunina. Hún breytir aðeins hugsunar-
hættinum og skiptir máli fyrir tilfinninguna [feeling] eða afstöðuna [sentiment].
Trú stafar því einungis af vana þar sem um staðreyndir er að ræða og hún er hug-
mynd sem er hugsuð á sérstakan hátt.
Höfondur okkar útskýrir síðan háttinn eða tilfinninguna sem gerir trú frá-
brugðna sundurlausri hugsun. Hann virðist gera sér ljóst að það er útilokað að lýsa
með orðum tilfinningunni sem allir hljóta að vera sér meðvitandi um í eigin