Hugur - 01.06.2009, Síða 167

Hugur - 01.06.2009, Síða 167
Útdráttur úr Ritgerð utn manneðlið 165 Spurningin er: Hvaða hugmynd tengist þessum orðum? Eigi allar hugmyndir okkar eða hugsanir rætur að rekja til frumskynjana hlýtur þetta afl annaðhvort að birtast skilningarvitum okkar eða innri tilfinningu. En því fer svo fjarri að nokkurt afi birtist skilningarvitunum í gerningum efnisins að fylgismenn Descartes hafa ekki hikað við að fullyrða að efnið sé gersneytt orku og að allir gerningar séu fram- kvæmdir einungis með orku hinnar æðstu veru. En spurningin kemur samt upp aftur: Hvaða hugmynd höfum við um orku eða afijafnvel hjá hinni æðstu verui Oll hugmynd okkar um Guð (samkvæmt þeim sem afneita meðfæddum hugmynd- um) er ekkert annað en samsetning þeirra hugmynda sem við fáum með því að velta fyrir okkur aðgerðum huga okkar. Hugir okkar veita okkur enga frekari hug- mynd um orku en efnið gerir. Þegar við íhugum vilja okkar fyrirfram, og ein- angrum hann frá reynslu, gætum við aldrei ályktað um neina afleiðingu afhonum. Og þegar við grípum til reynslunnar sýnir hún okkur einungis hluti sem eru sam- lægir, koma í röð og fýlgjast stöðugt að. Við höfum þá þegar á allt er litið annað- hvort alls enga hugmynd um afl og orku, og þessi orð eru merkingarlaus með öllu, eða þau geta ekki merkt neitt annað en þessa ákvörðun hugsunarinnar, sem fengin er með vana, að fara frá orsökinni til venjulegrar afleiðingar hennar. En hver sá sem vildi skilja þetta til hh'tar verður að lesa það sem höfundurinn sjálfur segir. Það nægir ef ég get fengið hina lærðu til að skilja að hér er um nokkurn vanda að ræða og að hver sem leysir vandann verður að segja eitthvað nýtt og óvenjulegt — eins nýtt og vandinn sjálfur er. Af öllu þvf sem sagt hefur verið mun lesandinn eiga hægt með að skilja að heimspekin sem þessi bók hefur að geyma er mjög efahyggjuleg og hefur tilhneig- ingu til að gefa okkur hugmynd um ófullkomleika og þröng takmörk skilnings- gáfunnar. Næstum því öll rökleiðsla er þar smættuð niður í reynslu, og trúin sem fylgir reynslunni er útskýrð sem ekkert annað en sérstök kennd eða fjörleg hugsun sem verður til fýrir vana. Og ekki er þetta allt. Þegar við trúum einhverju um ytri tilveru, eða teljum að hlutur sé til andartaki eftir að hann er ekki lengur skynjaður, er þessi trú ekkert annað en kennd af sama tæi. Höfundur okkar leggur áherslu á nokkur önnur efahyggjuleg efni, og ályktar yfirleitt að við tökum mark á hæfi- leikum okkar og beitum rökvitinu einungis vegna þess að við komumst ekki hjá því. Heimspekin gerði okkur að algerum efahyggjumönnum væri náttúran ekki ofjarl hennar. Eg ætla að ljúka rökfræði þessa höfundar með greinargerð um tvær skoðanir sem virðast sérkennandi fýrir hann sjálfan, eins og reyndar flestar skoðanir hans eru. Hann staðhæfir að sálin, að svo miklu leyti sem við getum hugsað okkur hana, sé ekkert annað en kerfi eða röð mismunandi skynjana: hita og kulda, ástar og reiði, hugsana og skynhrifa \sensations\, sem allar eru samtengdar en án fullkomins einfaldleika eða samsemdar. Descartes hélt því fram að hugsun væri innsta eðli hugans, ekki þessi eða hin hugsunin heldur hugsun yfirleitt. Þetta virðist algerlega óskiljanlegt þar eð allt sem er til er einstakt, og þess vegna hljóta það að vera hinar aðskiljanlegu skynjanir okkar sem mynda hugann. Eg segi mynda hugann, ekki tilheyra honum. Hugurinn er ekki verund [substance] sem skynjanir eru innbyggð- ar í. Sú skoðun er jafn óskiljanleg og sú cartesíska að hugsun eða skynjun almennt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.