Hugur - 01.06.2009, Side 169

Hugur - 01.06.2009, Side 169
Útdráttur úr Ritgerð um manneðlið 167 byrjar á stolti [pride\ og blygðun [humility\.s Hann segir að hlutirnir sem vekja þessar geðshræringar séu mjög margir og að því er virðist mjög ólíkir hver öðrum. Stolt eða sjálfsálit kann að stafa af eiginleikum hugans: kímnigáfu [wit\, hyggjuviti [good-sense], lærdómi, hugrekki, heiðarleika; af eiginleikum líkamans: fegurð, afli, fimi, góðum limaburði [good mien\, leikni í dansi, reiðmennsku, skylmingum; af ytri kostum: landi, fjölskyldu, börnum, ættingjum, auðæfum, húsum, görðum, hrossum, hundum, fötum. Síðan kannar hann hvað það er sem allir þessir hlutir eiga sameiginlegt og veldur því að þeir hafa áhrif á tilfinningalífið. Kenning hans nær einnig til ástar og haturs og annarra tilfinninga [affections\. Þar sem ekki væri hægt að gera þessar spurningar, enda þótt forvitnilegar séu, skiljanlegar án þess að skrifa langt mál sleppum við þeim hér. Það kemur sér kannski betur fyrir lesandann að fræðast um það sem höfundur okkar segir um frjálsan vilja. Hann hefur lagt grunninn að kenningu sinni með því sem hann sagði um orsök og afleiðingu, eins og útskýrt var hér að framan. „Það er almennt viðurkennt að gerningar efnishluta séu nauðsynlegir og að í miðlun hreyfingar þeirra, í aðdrætti þeirra og gagnkvæmri samloðun, sé ekki minnsti vott- ur af hvikulleika [indifference\ eða frelsi." ... „Hvaðeina sem er því að þessu leyti sambærilegt við efnið hlýtur að teljast nauðsynlegt. Til þess að við getum vitað hvort þetta eigi við um athafnir hugans getum við rannsakað efnið og athugað á hverju hugmyndin um nauðsyn í gerningum þess byggist og hvers vegna við ályktum að einn efnishlutur sé óbrigðul orsök annars eða ein athöfn óbrigðul or- sök annarrar." „Það hefur þegar komið fram að í engu einstöku tilviki geta skilningarvit okkar eða rökvit fundið hin endanlegu tengsl nokkurs fyrirbæris og að við getum aldrei komist svo langt inn í kjarna og samsetningu efnishluta að við skiljum [perceive] lögmálið sem gagnkvæm áhrif þeirra byggjast á. Það er stöðug fylgni þeirra ein sem við höföm kynni af, og það er frá hinni stöðugu fylgni sem nauðsynin stafar þegar hugurinn er ákveðinn að fara frá einu fyrirbæri til þess sem venjulega er því samfara og álykta um tilvist annars af tilvist hins. Hér eru þá tvö atriði sem við eigum að telja ómissandi fyrir nauðsyn, þ.e.a.s. stöðug fylgni og ályktun hugans, og hvar sem við finnum þetta tvennt hljótum við að viðurkenna nauðsyn." Nú er ekkert augljósara en hin stöðuga fylgni einstakra athafna og einstakra hvata. Séu ekki allar athafnir stöðugt samfara viðeigandi hvötum þeirra þá er þessi óvissa ekkert meiri en sjá má dag hvern í gerningum efnisins þar sem afleiðingin er oft breytileg og óviss vegna blöndunar og óvissu um orsakirnar. Tvö grömm af ópíum munu drepa mann sem er ekki vanur því þó að tvö grömm af rabarbara muni ekki ætíð örva hægðir hans. A svipaðan hátt mun óttinn við dauðann ætíð láta mann taka á sig tuttugu skrefa krók þótt hann muni ekki ætíð koma honum til fremja illvirki. Og eins og oft er stöðug fylgni milli athafna viljans og hvata þeirra þannig er ályktunin frá annarri til hinnar oft jafn örugg og nokkur rökleiðsla um efnishluti, og það er alltaf ályktun í hlutfalli við stöðugleika fylgninnar. A þessu byggjast trú 5 Þótt ,humility‘ sé yfirleitt þýtt með ,auðmýkt‘ nær ,blygðun‘ betur því sem Mume á við. (Sbr. Siðferði og mannlegt eðli eftir Pál S. Árdal (bls. 57)).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.