Hugur - 01.06.2009, Page 181

Hugur - 01.06.2009, Page 181
Undir regnbogann 179 geta um þýdda stórvirkið Undur veraldar sem kom út árið 1945 og fjallaði meðal annars um ýmsar helstu og djúptækustu kenningar vísindanna á þeim tíma.16 A síðari hluta 20. aldar hafa skrif á íslensku um vísindaheimspeki, vísindasögu og önnur vísindafræði færst mjög í vöxt. Vonandi er á engan hallað með því að nefna sérstaklega til sögu þá Þorstein Gylfason, Pál Skúlason, Þorstein Vilhjálms- son, Einar H. Guðmundsson, Skúla Sigurðsson og Steindór J. Erlingsson.17 Is- lenskir fræðimenn hafa á þessu skeiði skrifað til að mynda um vísindi og samfélag, útleiðslu og aðleiðslu, um tilgangs- og þróunarskýringar, pósitífisma, Popper og Kuhn, kenningar Darwins og Einsteins og þar fram eftir götunum. Ymis þessara viðfangsefna eru einmitt nefnd í bók Erlendar. Einnig hefur komið út talsvert af þýðingum á íslensku um þessi efni, ekki síst í Lærdómsritum Bókmenntafe'lagsins, og er sumt af því talið í ritskrá í bókinni. Heildarmyndin Bókin Hvað eru vísindi? eftir Erlend Jónsson er afrakstur af starfi sem hefur tekið yfir langan tíma. Sumt af því sem þar er rætt hefur upphaflega komið fram á starfsævi höfundar. Hann hefur einkum lagt stund á rökfræði og vísindaheimspeki og ekki fer milli mála að hann er vel að sér um margt sem tengist viðfangsefninu. Hann er Hka bæði ritfær og glöggur, og framsetning öll er skýr þó að efnið sé stundum snúið. Helst má að því finna að stundum er textinn nokkuð þurr, til dæmis í köflum um rökfræði og líkindafræði. En hitt er ljóst að bókarhöfundur er að fjaUa um efni sem hafa verið honum hugleikin alla ævi, hann hefur velt þeim mikið fyrir sér og yfirleitt tekið vandaða og yfirvegaða afstöðu þegar því er að skipta. Þannig er bókin heimild um þá stöðugu sköpun sem fer fram í virkum og gagnrýnum huga og um vilja til að miðla innsýn og þekkingu til annarra. Því miður er þetta ekki alltaf metið sem skyldi í fræðasamfélaginu. Allir sem skrifa bækur eða greinar hafa leynt eða ljós einhvern tiltekinn og af- markaðan lesendahóp í huga. Þetta á ekki síst við þegar skrifað er á íslensku eins og hér er gert. Heiti bókarinnar gæti bent til þess að höfundur hugsi sér nokkuð víðan lesendahóp allra þeirra sem vilja kynna sér hvað vísindi eru. Hins vegar er bókin óneitanlega býsna tæknileg, til dæmis í notkun á táknmáli rökfræðinnar og raunar einnig á grundvallarhugtökum í heimspeki sem kunna að vera framandi leikmönnum. Bókin virðist þannig í raun vera ætluð heimspekinemum á háskóla- stigi og er ekkert við því að segja. Með því að skrifa á íslensku um svona efni er höfundurinn að færa það nær þessum mikilvæga lesendahóp. Hann auðveldar nemendum að ræða um efnið á móðurmáli sínu og tileinka sér það þannig enn betur en ella. En hér komum við að alvarlegum galla sem er á bókinni og dregur mjög úr notagildi hennar fyrir væntanlega lesendur. Hann er sá að hún er sem næst ótengd 16 Shapley o.fl., 1945. 17 Nokkur af helstu ritum þessara manna um þessi efni eru nefnd í heimildaskrá greinarinnar, en önnur er auðvelt að finna með hjálp Gegnis og annarra slíkra miðla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.