Hugur - 01.06.2009, Page 191

Hugur - 01.06.2009, Page 191
Hlutar og heildir 189 fangi valds og þekkingar, greiningarinnar á ögunar- og stýringarsamfélaginu, auk þess að bókin er talin gallalausasta verk Foucaults? Þessar hugleiðingar vísa á helsta annmarka bókarinnar, það er að segja, ef hún ætlar að vera safn stika á ferli Foucaults þá vantar sárlega tiltekna kafla úr seinni verkum Foucaults sem hafa reynst hvað áhrifamestir í samtímanum, til dæmis lokakafla Sögu kynferðisins I sem fjallar um lífvald, og umræðuna um fagursiðferði sjálfsins, til dæmis greinina um þá tækni sem hefur sjálfið að viðfangi og heitir upp á ensku „Technologies of the Self‘. I þessu samhengi má þar að auki benda á að kaflarnir „Við hinir, vilctoríumenn" og „Bælingartilgátan" úr Sögu kynferðisins I eru það líkir að efni og inntaki að sleppa hefði mátt öðrum þeirra (án þess að það hefði komið niður á greinasafninu) og birta í staðinn einhver skrifa Foucaults um sjálfsveruna, sjálfstækn- ina eða lífvaldið. Eins og jafnan í þýðingaritröð Bók- menntafræðistofnunar er frágangur til fýrir- myndar - og það er sérstaklega vel til fundið að hafa verk Velázquez, Lagsmeyjarnar, á forsíðu bókarinnar í ljósi umræðu Foucault um það. Ljóst er að það er enginn hægðar- leikur að þýða Foucault, en það hefur tekist ágætlega til. Þýðingarnar endurspegla stíl Foucaults nokkuð vel, þær eru læsilegar og lausnirnar við að koma frumlegustu hugtökunum yfir á íslenskt mál eru jafnan góðar; en Garðar rekur lausnir nokkurra vandamála og vandkvæðin við yfirfærslu textans í innganginum. Inngangurinn er nokkuð ítarlegur og nær Garðar að vefja hina margslungnu þræði í höfundarverki Foucaults ágætlega saman, en ekki veit ég hvort það er „sérstök ástæða til að setja orðræðu- og ögunarkenningar Foucaults í samband við hugmyndir Juliu Kristevu" (36), eins og Garðar heldur fram. Að mínu viti hefði verið nær að skoða sérstaklega einhvern þeirra áhrifavalda á hugsun Foucaults sem nefndir eru í innganginum (20): Ef til vill þátt Marx, Nietzsches eða Heideggers (sem Foucault sagði að hefði legið til grundvallar allri hans hugsun)? Garðar leggur mikla áherslu á að útlista hugmyndir Foucaults um hugsunarkerfi og orðræðu í innganginum, það er að segja samspil épistém'e og tungumáls, og stöðu sjálfsverunnar gagnvart tákninu. Hann gerir hins vegar minna úr valdshugmyndum Foucaults og skoðar mestmegnis innfært eða „túlkað“ vald (29), sem vísar þó til tveggja ferla sem kristallast í Alsæisbyggingu Jer- emys Benthams: ögunar og stýringar. Það er mikilvægt að greining Foucaults á valdi er í raun þrískipt: hvernig valdið vinnur (hin- ir nákvæmu helgisiðir þess), hvar valdið er staðsett (pólitísk líkamstækni) og hvernig valdið virkar (smásæ líkamstækni valds).3 En það hefði vissulega verið fengur að ítarlegri greiningu á valdi í tengslum við sifjafræðina, eins og hún er notuð sem rannsóknartæki á valdaafstæðum innan sögulegrar framvindu. Steinar Örn Atlason 1 Sjá Hubert Dreyfus og Paul Rabinow, Michel Foucault. Beyond Strucuralism and Hermeneutics (Harvester Press: Brighton, 1982), og Gary Gutting, French Philosophy in the Tvientieth Century (Cambridge University Press: Cambridge, 2001). 2 Sbr. Lisa Downing, The Cambridge Intro- duction to Michel Foucault (Cambridge University Press: Cambridge, 2008), s. 12. 3 Dreyfus og Rabinow, Michel Foucault, s. 114.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.