Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Side 9
FORMALAR
ÁVARP FORMANNS VFÍ
Á árinu 2003 urðu formannsskipti hjá VFÍ er Hákon Ólafsson lét af
störfum, en hann hafði gegnt formennsku farsællega undanfarin
fjögur ár. I stefnulýsingu minni lét ég koma fram að helstu áherslu-
atriði mín yrðu:
1. Stefnumótun VFÍ til framtíðar og samvinna eða sameining við
önnur félög
2. Útgáfumál með Árbók, Verktækni, 10 ára ritröð, vefsíðu og nýjan
bækling
3. Kynningarstarf með ráðstefnum, vettvangsferðum, málþingum og samlokufundum
4. Húsnæðismálin, sem komið verði í enn betra horf
5. Menntunarmál verkfræðinga og samvinna við Verkfræðideild HI
6. Félagafjölgun til að renna enn styrkari stoðum undir félagið
7. Efla fagdeildir, svæðisfélög og áhugahópa
8. Auka félagslíf innan VFÍ
Á árinu fóru fram viðræður milli SV, TFÍ og VFÍ um aukið samstarf, hugsanlega sam-
einingu eða stofnun sérstakra regnhlífarsamtaka tæknimenntaðra manna. Sameiginleg
nefnd allra aðila fjallaði um málið og voru þrír frá hverju félagi. Öllum sem til þekkja er
ljós sú hagræðing og efling sem þegar hefur náðst fram með aukinni samvinnu félaganna
undanfarin ár. Flestum blandast ekki hugur um\það að hægt er að ná ennþá meiri ár-
angri, bæði í hagræðingu og einnig í að ná fram ennþá sterkari heild út á við.
Árshátíð VFI var að venju haldin fyrsta laugardag í febrúar 2003 og var vel sótt og
skemmtileg. Hátíðarræðuna flutti Ólína Þorvarðardóttir, en veislustjóri var Inga
Hersteinsdóttir. Þrír verkfræðingar voru sæmdir heiðursmerki félagsins, þeir Helgi
Hallgrímsson vegamálastjóri, Bragi Þorsteinsson byggingarverkfræðingur og Ágúst
Valfells efnaverkfræðingur.
I tengslum yið stjórnarkosningu VFI í mars var gerð skoðanakönnun meðal félagsmanna
þar sem 15,8% félagsmanna tók þátt. Niðurstöður voru um margt athyglisverðar og
samkvæmt könnuninni á félagið að leggja megináherslu á eflingu faglegs starfs. Almenn
ánægja var meðal þátttakenda með ráðstefnur og samlokufundi, Verktækni og Árbókina,
svo nokkuð sé nefnt, og einnig er vaxandi ánægja með starfsemi VFI almennt.
Snemma sumars var ég á ferð á Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum og notaði tækifærið í
leiðinni til þess að ræða við fulltrúa tæknifræðinga og verkfræðinga um það sem efst er
á baugi hjá þeim, viðhorf þeirra til félagsstarfsins og hvernig megi efla það. Voru
fundirnir ánægjulegir og umræður líflegar og sýndu í reynd áhuga heimamanna á auknu
samstarfi við móðurfélögin, TFÍ og VFI.
Félagsmál VFl/TFl
5