Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Blaðsíða 29
Sótt var um styrk úr Menningarsjóði til útgáfu bókarinnar. Styrkur, sem var brot af kostn-
aðaráætlun, var veittur nefndinni.
Bókin kom út í nóvember 2002. Hún er 10. bindi í ritröðinni Raftækniorðasafn, ef frá er
skilið Enskt-íslenskt, íslenskt-enskt raftækniorðasafn. Jafnframt er bókin 14. orðabók
Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga. Þrjár hinar fyrstu eru löngu uppseldar.
A fyrri hluta ársins komst formaður orðanefndarinnar í samband við áhugamanna-
samtök í Þýskalandi um þýska tungu þegar hann var beðinn um að gera grein fyrir starfi
Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga í tímariti, sem samtökin gefa út og víða berst. Fyrri
hluti greinar eftir formanninn birtist í tímariti samtakanna, Deutsche Sprachwelt, sem út
kom í desember 2002. Ritstjóri tímaritsins skrifaði lofsamlega um íðorðastarf á íslandi.
Fundir ORVFÍ á árinu 2002 urðu 31, þrátt fyrir 15 vikna langt sumarleyfi, hið lengsta í
fjölmörg ár. Meðalfundarsókn var 7,6 menn á fundi, sem er 69% félaga, að íslensku-
fræðingi meðtöldum. Um áramótin 2002/2003 hafði ORVFÍ þar með komið saman á 1005
fundum á 32 undanförnum árum, en fundargerðir hafa verið færðar reglulega.
Orðanefnd RVFI skipa rafmagnsverkfræðingarnir Bergur Jónsson formaður, Gísli
Júlíusson, Gunnar Amundason, Ivar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson, Sigurður
Briem, Sæmundur Óskarsson, Þorvarður Jónsson, og rafmagnstæknifræðingarnir
Guðmundur Guðmundsson og Hreinn Jónasson. Auk þess starfar Baldur Sigurðsson,
dósent við KHÍ, með nefndinni sem sérfræðingur og ráðgjafi um íslenskt mál.
Jafnræðisnefnd VFÍ
A síðasta ári skilaði jafnræðisnefnd VFI af sér tillögum sem kynntar voru á aðalfundi og
síðar samþykktar af stjórn og á félagsfundi 30. maí 2002. Ekki hefur tekist að fylgja eftir
tillögum nefnarinnar.
Stefna: Verkfræðingafélag Islands vill stuðla að framgangi verkfræðistéttarinnar með því
að hvetja til góðrar nýtingar þess mannauðs sem saman er kominn undir merkjum henn-
ar. Því leggur félagið áherslu á að hver félagsmaður geti þroskast í starfi og verið metinn
á faglegum forsendum, óháð fjölskyldustöðu, kyni, þjóðerni eða öðrum þáttum sem ekki
flokkast undir faglega hæfni.
Stefnumið: Verkfræðistörf hafi góða ímynd með tilliti til jafnræðis. Verkfræðistörf krefjist
almennt ekki óhóflegra fórna á sviði fjölskyldu- og einkalífs. Félagsmenn verði með-
vitaðir um kosti jafnræðis og fjölskylduvæns starfsumhverfis. Félagsmenn kunni skil á
samþættingu jafnræðissjónarmiða við verkfræðistörf og notist við hana þegar við á.
Félagsmenn sem teljast til minnihlutahópa innan verkfræðistéttarinnar njóti stuðnings
VFI til að þróast og eflast faglega. Hæfustu aðilar hverju sinni verði skipaðir í nefndir og
starfshópa á vegum félagsins en jafnframt verði gætt að sem fjölbreyttustum bakgrunni
fulltrúa.
Félagsmá
V f I / T F I