Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Síða 137
10 til 15 árum. Þess vegna hefur stofnunin þróað
smátt og smátt og veitt atvinnulífinu og rannsókna-
stofum hér á landi svonefnda kvörðunarþjónustu.
Nú í upphafi 21. aldarinnar er ljóst að vegna sí-
vaxandi alþjóðavæðingar, aukinnar samkeppni og
áherslu á arðsemisjónarmið í rekstri fyrirtækja og
rannsóknastofnana fer nú eftirspurn vaxandi eftir
greiðum aðgangi að kvörðunarþjónustu. Telja má að
þessi þróun hafi af ýmsum ástæðum verið nokkuð
hægari hér á landi en erlendis. Aukin útrás íslenskra
fyrirtækja á erlenda markaði á allra síðustu árum
svo og vaxandi kröfur um gæðaeftirlit í framleiðslu,
t.d. á vettvangi ESB, munu ugglaust auka þörfina
fyrir slíka þjónustu hér á landi á allra næstu árum.
Hér á eftir vill því Löggildingarstofa kynna sérstak-
lega þá þjónustu sem stofnunin er í dag fær um að
veita á sviði kvörðunarþjónustu.
Ný 30 kg Mettler-samanburðarvog til að
kvarða 5,10 og 20 kg lóð. Deilingin er 1 mg
en óvissan 2 til 3 mg.
Mælitæki sem fást kvörðuð hjá Löggildingarstofu
Helstu mæligrunnar og kvörðunarbúnaður
Löggildingarstofu eru á sviði massa, hitastigs, þrýst-
ings og rafstærða. Hér er stutt yfirlit um þessar
kvarðanir, en yfirlit má einnig sjá á heimasíðu
Löggildingarstofu, www.ls.is
Lóð
Löggildingarstofa býður upp á kvörðun lóða frá 1 mg
upp í 500 kg.
Tafla 1 lýsir því hvaða lóð hægt er að kvarða, flokk-
að eftir þyngd lóðanna.
Hitamælar
Löggildingarstofa býður upp á kvörðun hitamæla á
sviðinu -80 °C til 1100°C. Þessar kvarðanir eru
gerðar með samanburði við mæligrunna í böðum
eða ofni. Löggildingarstofa á einnig tvo fastapunkta
ITS-90 hitakvarðans, þrífasapunkt vatns við
0,010(0)°C og bræðslumark gallíums við
29,764(6)°C, og getur því kvarðað mæla mjög
nákvæmlega við þau hitastig. Hægt er að fá flestar
gerðir hitamæla kvarðaðar, svo sem glerhitamæla,
viðnámshitamæla, hitatvinn sem og rafstærðir sjálfra
hitanemanna. I töflu 2 sést geta Löggildingarstofu í
hefðbundnum hitakvörðunum.
/■ Tafla 1. Lóð sem þyngd. \ hægt er að kvarða, flokkuð eftir
mælisvið* dæmigerð óvissa
1 mg til 100 g 0,05 mg
200 g til 2 kg 1,0 mg
5 kg til 20 kg 5 mg
50 kg til 500 kg !g
* lóð eru framleidd í stærðunum 1, 2 og 5, þ.e. næsta stærð ofan við 2 kg er t.d. 5 kg.
\
r \ Tafla 2. Nákvæmni í hefðbundinni hitakvörðun.
mælisvið lágmarksóvissa*
-80 til 5°C 0,07°C
5 til 90°C 0,02°C
90 til 200°C 0,07°C
200 til 500°C 0,1 °C
500 til 1100°C 2°C
*Hitanemar eru venjulega með viðnám eða útspennu sem fall af hitastigi. Óvissan er því í raun samsett úr mati á hitastigi kvörðunar- baðsins og mati á rafstærð hitanemans. v 9
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i133