Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 307
Næst var boðinn út fyrri áfangi dýpkunar við nýja ferjulægið og voru tilboð opnuð þann
3. janúar 2002. Þrjú tilboð bárust, hið lægsta frá Björgun ehf., að upphæð kr. 18.095.000,
er nam 87,0% af kostnaðaráætlun hönnuða, og var gerður verksamningur við Björgun ehf.
Verkið hófst í lok febrúar 2002 og var tekið út þann 22. maí 2002. Magn dýpkunar nam
um 44.000 m3 og var efni úr dýpkuninni dælt í landfyllingu innan fyrirstöðugarðs eins og
lýst er hér að framan.
Um vorið bauð Vegagerðin út byggingu brúar yfir Fjarðará og var smíði hennar að svo
búnu falin lægstbjóðanda, Mikael ehf., fyrir kr. 34.416.100 er nam 79,6% af kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar. Framkvæmdum við brúna lauk í nóvember 2002. Brúin er
gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Hún spannar 28 m langt haf og er grunduð á tveimur
brúarstöplum er hvor um sig hvílir á 17 steyptum staurum, 20 m löngum, sem
Vegagerðin sá um að reka niður.
Bygging stálþilsbryggju ásamt seinni áfanga dýpkunar var boðin út í maí og samið við
lægstbjóðanda, Gáma- og tækjaleigu Austurlands ehf., sem bauð kr. 72.968.740 í verkið.
Nam sú upphæð 78,0% af kostnaðaráætlun Siglingastofnunar. Stálþil og festingar voru
keypt af Guðmundi Arasyni ehf. fyrir kr. 59.112.752 að undangengnu útboði. Vinna við
stálþilið hófst í júní. í júlí og ágúst var farg af hafnar- og brúarstæðinu fjarlægt. Síðan var
hafin römmun stálþils, fylling að þili og kantsteypa. Þilið er 170 m langt, hannað fyrir
10 m dýpi. Þvert á vesturenda þess kemur 34 m langt þil þar sem byggð var ekjubrú.
Hinn 16. júlí 2002 voru opnuð tvö tilboð sem fólu í sér lokaverkþætti við gerð ferju-
lægisins. Þar var annars vegar um að ræða byggingu þjónustuhúss og landgangs og hins
vegar gatna- og vegagerð, bílaplön og lagnir og þekju við stálþilið. Bárust tvö tilboð í
hvort verkið um sig en Malarvinnslan ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í bæði, kr.
137.401.597 í þjónustuhús, 1.000 m2 að stærð með 30 m landgangi, 108% af kostn-
aðaráætlun, og kr. 119.789.732 í götur, vegi, plön og þekju, 91% af kostnaðaráætlun hönn-
uða. Vegagerðin er aðili að síðara útboðinu ásamt hafnar- og bæjarsjóði Seyðisfjarðar.
Verksamningar við Malarvinnsluna voru undirritaðir um miðjan ágúst 2002 og hófust þá
framkvæmdir við þjónus-
tuhús og gerð bílastæða og
gatna. Framkvæmdum mið-
aði ágætlega framan af en
nokkuð dró úr framvindu
allra verka á svæðinu vegna
óhagstæðs tíðarfars í nóvem-
ber, en þá rigndi óvenju
mikið. Byggingin varð fok-
held fyrir jól og ágætlega
miðaði í jarðvinnu því veður-
far þessar vikurnar var óvenju
hagstætt til útivinnu miðað
við árstíma. Framvinda í
gatnagerð og bílastæðum var
því talsvert á undan áætlun
þegar vetrarveður létu loks til
sín taka.
Það var helsta keppikefli
framkvæmdaaðila að aðstað-
an yrði tilbúin svo hægt yrði
að afgreiða nýja Norrænu er
hún kæmi til Seyðisfjarðar í
reynsluferð þann 22. apríl
2003 og þetta tókst.
Yfirlitsmynd af ferjuhöfn á Seyðisfirði. Bílar á leið í ferjuna bíða innritunar
á nýjum bílastæðum við Fjarðargötu og Ránargötu. Með því er komið í veg
fyrir að umferðaröngþveiti skapist á götum Seyðisfjarðar þegar Norræna
liggur í höfn.
Tækni- og vísindagreinar
3 0 3