Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Blaðsíða 282
Ætli þessar tölur svari ekki spurningunni í fyrirsögninni. Tap vegna launakostnaðar í 100
manna fyrirtæki er því u.þ.b. 31 milljón krónur á ári.
f þessum einföldu útreikningum er ekki tekið tillit til annarra þátta, t.d. einbeitingar-
skorts sem getur orsakað slitrótta vinnu, lengri hlé, minni áhuga á viðskiptavinum, færri
vinnutíma og fleiri veikindadaga. Spyrja má:
Hvað starfa margir við skrifstofu-, hugvits- eða skapandi störf á íslandi?
Hvað ætli fyrirtæki í landinu séu í raun að tapa miklum verðmætum?
Er ekki skynsamlegast að hugsa um velferð og heilbrigði hjá starfsfólki, með því má
draga úr veikindadögum og fjarvistum í vinnu og auka afkastagetu verulega.
Hægt er að fara ýmsar leiðir til að leysa umrædd vandamál er tengjast innivist og er það
í höndum hönnuða, eigenda og yfirmanna að meta vandamálið hverju sinni.
Það á við nýbyggingar eða eldri byggingar með engin loftræsi- og/eða kælikerfi eða
gömul kerfi sem þurfa á upplyftingu og hreinsun að halda.
„Þó ég vilji", ætla ég ekki að fara djúpt í saumana á hinum ýmsu lausnum, en vil í lokin
minnast á að val á byggingarefnum hefur mikla þýðingu vegna mengunarálags í bygg-
ingum. Með því að velja mengunarminni byggingarefni er hægt að draga úr loftræsiþörf
til að uppfylla kröfur um loftgæði.
Heimildir
[1] KJ: McCartney and MA. Humphreys. Thermal Comfort And Productivity. Oxford Centre for Sustainable Development,
Oxford Brookes University.Oxford, UK
[2] P. Wargocki, DP. Wyon and PO. Fanger. Pollution Source Control and Ventilation Improve Health. Comfort and Productivity.
International Centre for Indoor Environment and Energy,Technical University of Denmark.
[3] R.Djukanovic,P.Wargocki and PO.Fanger.Cost-BenefitAnalysisoflmprovedAirQualityinanOfficefiuMng.lnternational
Centre for Indoor Environment and Energy, DTU, Denmark; EnPlus, Belgrade, Yugoslavia.
[4] L. Fanger, G. Clausen and P.O. Fanger. Impact of Temperature and Humidity on the Perception of Indoor Air Quality.
International Centre for Indoor Environment and Energy, DTU, Denmark,
[5] Zs Bakó-Biró, P. Wargock, C. Weschler and P.O. Fanger. Personal Computers Pollute Indoor Air: Effects on Perceived Air
Quality, Sbs Symptoms and Productivity in Offices. International Centre for Indoor Environment and Energy, DTU,
Denmark. Department of Building Service Engineering I., Budapest University ofTechnology and Economics, Hungary.
Department of Environmental and Community Medicine, UMDNJ/Robert Wood Johnson Medical School, USA.
[6] P. Wargocki, D.P. Wyon, Yong K. Baik, G. Clausen and P.O. Fanger. Perceived Air Quality, Sick Building Syndrome (SBS),
Symptoms and Productivity in an Office with Two Different Pollution Loads. Indoor air.
[7] L. Lagercrantz,T.Witterseh,J.Sundell, D.P.Wyon.SubjectivePerceptions,Symptom IntensityandPerformance. P.Wargocki,
International Centre for Indoor Environment and Energy, DTU, Denmark. Indoor air 2002
2 7 8
A
bók VFÍ/TFÍ 2003