Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 219
Hitastigsmælingar
Eftir fyrsta aflesturinn, sem
var gerður í apríl 2000 var
yfirborðshitastigið borið sam-
an við hitastig á tveimur
nærliggjandi veðurstöðvum
Veðurstofunnar, annars vegar
Hvanneyri og hins vegar
Hafnarfjall. Samanburðurinn
er sýndur á myndum 3-1 og
3-2. Mjög gott samræmi er
milli lofthitans á brúnni og á
þessum tveimur stöðvum, en
það bendir til þess að upp-
setning tækjanna og virknin
sé nokkuð góð.
Mynd3-1. Samanburður
hitastigs á Hafnarfjalli og
á Borgarfjarðarbrú.
Mynd3-2. Samanburður
hitastigs á Hvanneyri og á
Borgarfjarðarbrú.
Á mynd 4 eru sýndar niðurstöður úr hitastigs-
mælingunum yfir tímabilið frá því að mælingar
hófust til 26-2-2001. Því miður virðist sem gögn hafi
tapast frá miðjum apríl og fram á mitt sumar. Af
þessum sökum er ekki hægt að fullyrða hve margir
frostakaflar voru á tímabilinu, því af myndinni að
dæma má búast við að einhverjir frostakaflar hafi
tapast.
Á tímabilinu frá 23-12-1999 til 26-2-2001 voru a.m.k.
66 frostakaflar á brúnni (lofthiti). Meðalhitastig allra
kaflana var -1,822 °C og þeir stóðu í 1,522 sólahringa
að meðaltali. í efri hluta kápusteypunnar á 5 cm
dýpi frá yfirborði reyndust vera 67 frostakaflar í
steypunni með -0,94 °C meðalhitastig og þeir voru
að meðaltali aðeins í 0,16 daga langir (3,9 tímar).
Hins vegar á 9 cm dýpi frá yfirborði skráðust 33
frostakaflar með -0,7 °C meðalhita og þeir stóðu
aðeins í um 0,15 daga (4,3 stundir). 1 neðri hluta
Kápusteypunnar fór hitastigið einungis þrisvar
sinnum niður fyrir núllið, í öll skiptin skemur en
einn tíma.
HHasltB i K.puileipii fil 13-11-1999 tl 19-1-1001
lUB, dl|
Mynd4. Niðurstöður úr hitastigsmælingum i
kápusteypunni.
Eitt af markmiðum með þessu verkefni var að mæla fjölda
frost/þíðukafla sem kápusteypan verður fyrir á hverju ári, en eins
og áður segir tapaðist hluti af mælingunum. Mælingarnar hófust
23-12-99 og þann 23-12-00 voru frostakaflarnir orðnir a.m.k. 55. Á
5 cm dýpi í efri hluta kápusteypunnar reyndust frostakaflarnir
hins vegar vera 36 talsins. Á 9 cm dýpi reyndust frostakaflarnir
vera einungis 10 talsins.
Nokkuð gott samband er á milli hitastigs á 5 cm dýpi og á 9 cm
dýpi, sjá mynd 5. í grófum dráttum má segja að hitastigið á 5 cm
dýpi sé um tvöfalt hærra en á 9 cm dýpi. Mjög athyglisvert er hve
langt hitasveiflurnar ná inn í steypuna. Við þessar aðstæður má
gera ráð fyrir að hitastig undir frostmarki nái a.m.k. niður á um
10 cm dýpi frá yfirborði. Þetta vekur upp spurningu hvenær stein-
steypa verður fyrir skemmdum af völdum frosts. Það er mjög
Mynd 5. Samband á mílli
hitastigs á 5 og 9 cm dýpi
í kápusteypunni.
Ritrýndar vísindagreinar
2 1 5