Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 200
Við botnrannsóknir kom í Ijós að 100 sjómílur
austur af Dalatanga er um 80 m hátt
þverhnípi á hafsbotni, sem sneiða þurfti
framhjá. Myndin sýnir þrívíddarkort af þessu
jarðfræðifyrirbæri, sem minnir á Ásbyrgi. Er
þarna fundið annað hóffar eftir Sleipni, hinn
áttfætta hest Óðins?
ISæsímastöð FARICE í Dunnet Bay í Skotlandi.
Sæstrengurinn var settur í land á Vestdalseyri,
norðanvert í Seyðisfirði.
Survey and Engineering GmbH), sem framkvæmdi
verkið haustið 2000. A þessum tíma var stefnt að því
að leggja þennan hluta strengsins sumarið 2001.
Fyrstu athuganir á leiðinni áfram frá Færeyjum
beindust að því að fara með strenginn suður með
vestanverðum eyjunum og síðan til austurs sunnan
við syðstu eyna, Suðurey. Meðal annars höfðu menn
þá í huga að á þessu svæði, milli Færeyja og
Hjaltlands, er olíuvinnsla á hafsbotni og vaxandi
þörf fyrir fjarskiptasambönd vegna þeirra. í gang
fóru viðræður við BP, sem er þarna með starfsemi á
nokkrum stöðum. Olíuvinnslan krefst æ meiri flutn-
ings á rannsóknargögnum frá nemum á hafsbotni til
tölvuvinnslu í landi. A þessum slóðum eru einnig
svæði þar sem færeyska landsstjórnin hefur út-
hlutað leyfum til olíuleitar. Það eru því líkur á því að
olíuvinnsla aukist og samfara því þörf fyrir fjar-
skipti, sem gaf tekjuvon fyrir sæstrenginn.
Allítarleg athugun var gerð á því hvort hægt væri að
tengja olíuvinnslustöðvar BP við strenginn. Það sem
gerði verkefnið erfitt var að vinnslustöðvarnar
standa ekki föstum fótum á hafsbotninum, heldur
eru þær fljótandi. Að endingu runnu þessar hug-
myndir út í sandinn með ákvörðun BP um að slá
málinu á frest um óákveðinn tíma árið 2001.
Það kom einnig í ljós við botnrannsóknir á þessari
leið að hafsbotninn er á köflum mjög erfiður til
strenglagningar. Kemur þar tvennt til: þarna er
þung fiskisókn og að í nánd við eyjarnar er botninn
svo harður að ómögulegt er að plægja niður streng-
inn. Þessar niðurstöður leiddu til þess að ákveðið
var að endurskoða strengleiðina í heild sinni. í stað
þess að fara í gegnum Færeyjar var afráðið að fara
með strenginn norðan eyjanna milli íslands og
Skotlands og tengja hann með grein til Færeyja.
Með þessu móti verður stærri hluti leiðarinnar á
miklu dýpi og þar með öruggari. Tengingin inn til
Færeyja verður einnig tryggari. Þetta leiddi einnig af
sér að eðlilegast var að ljúka verkinu öllu í einum
áfanga. Til þess þurfti hins vegar meiri tíma til
undirbúnings og hófst lagningin því ekki árið 2001
eins og fyrirhugað hafði verið miðað við að taka
verkið í tveimur áföngum.
Nokkrir lendingarstaðir í Skotlandi komu til álita í
fyrstu. Kannaðir voru staðir á vestur-, norður- og
jafnvel austurströndinni. En fyrsti möguleikinn, sem
skoðaður var til hlítar, var lending á Hjaltlandi. Það
kom til af því að Hjaltlendingar voru með áætlanir
um sæstreng milli Hjaltlands, Orkneyja og megin-
lands Skotlands. Hjaltlendingar hafa töluverðar
tekjur af olíuvinnslu við eyjarnar og var áhugi á því
að nýta þær til að bæta fjarskiptasambönd við
1 9 6 | Arbók VFl/TFl 2003