Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Side 34
1.3.2 Skýrslur sameiginlegra fastanefnda TFÍ/VFÍ
starfsárið 2002-2003
Útgáfunefnd TFÍ og VFÍ
VFÍ og TFÍ standa sameiginlega að útgáfunefnd félaganna. I útgáfunefnd hafa starfað á
áinu 2002-2003: Frá VFÍ: Kristinn Andersen formaður, Ólafur Pétur Pálsson og Ragnar
Ragnarsson, ritstjóri Árbókar. Frá TFÍ: Einar H. Jónsson og Óli Jón Hertervig.
Blaðnefnd Verktækni var óbreytt frá fyrra ári, en þar störfuðu fulltrúar útgáfunefndar,
Kristinn Andersen frá VFÍ sem formaður og Einar H. Jónsson frá TFÍ. Að auki starfaði í
nefndinni Árni Geir Sigurðsson frá SV, sem stendur að blaðinu ásamt fyrrnefndum
félögum, og Sigrún Hafstein hefur gegnt störfum ritstjóra Verktækni undanfarin ár. Öfl-
uga og reglubundna útgáfustarfsemi blaðsins ber ekki síst að þakka henni. Ragnar
Ragnarsson hefur ritstýrt Árbók VFÍ/TFÍ og útgáfa hennar hefur verið með prýði. Þessi
tvö rit hafa nú, eins og undanfarin ár, verið þungamiðjan í útgáfumálum á vegum nefnd-
arinnar.
Við útgáfu Árbókar var fylgt eftir nýjum samningi, sem gerður hefur verið til fimm ára
við ritstjóra. Gerð var nokkur breyting á útliti bókarinnar, kápa var endurhönnuð og efni
var dregið saman þar sem kostur var. Þá verður bókin framvegis merkt því ári sem hún
er í vinnslu. Þannig varð nýjasta hefti Árbókar, hið fjórtánda, merkt Árbók 2002, en þrett-
ánda heftið hafði verið fyrir starfsárið 2000/2001. Loks ber að nefna að Árbókin er núna
öll prentuð í lit.
Fjórtánda hefti Árbókar VFÍ/TFÍ, fyrir árið 2002, kom út í byrjun desember 2002. Árbókin
er samtals 322 síður og upplagið um 2000 eintök, sem er hvort tveggja ámóta og árið á
undan. Allir félagar VFÍ og TFI fá bókina afhenta heim og er hún innifalin í félagsgjöldum
félaganna. Árbókin hefst á köflum um félagsmál Tæknifræðingafélagsins, Verkfræðinga-
félagsins og tengdra félaga. Þá taka við kaflar um tækniannál og kynningar fyrirtækja og
stofnana. Ritrýndar vísindagreinar eru tíu og aðrar tækni- og vísindagreinar eru átta.
Utgáfa Verktækni er einn meginþátta í starfsemi TFÍ og VFÍ. Blaðið er gefið út mánaðar-
lega utan tveggja sumarmánaða. Mánaðarlegt upplag blaðsins var um 2800 eintök og
blaðinu var dreift endurgjaldslaust til félagsmanna. Að auki var því dreift til fjölmiðla,
auglýsenda og ýmissa fyrirtækja og stofnana. Ritstjórn og rekstur blaðsins er í góðum
farvegi og fjármál Verktækni hafa í meginatriðum gengið eftir áætlunum og eru
reikningar blaðsins endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda félaganna.
TOS -Tækni og skóli
Á Tæknidögum 2002 í Smáralind var nemendum úr 8.-10. bekk í Lindarskóla í Kópavogi
boðið til kynningar þar sem þeim voru sýnd hagnýt not stærðfræðinnar við talningu og
hegðunarmynstur gesta í Smáralindinni. Kynning þessi féll í góðan jarðveg hjá nem-
endum og kennurum.
í framhaldi af góðri reynslu af Tæknidögum undirrituðu TFÍ, VFÍ, Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur og Peacon ehf. haustið 2002 samstarfssamning sem miðar að því að efla
áhuga grunnskólanema á raungreinum.
3 0 i Arbók VFf/TFÍ 2002