Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 253
Flokkun á stýrimyndum
Eins og er notar Fyssa 9 stýrimyndir til þess að stýra dælum
og stýrilokum. Hver stýrimynd inniheldur mismarga
ramma og þeim er ætlað að keyra á mismunandi tímum. Til
þess að búa til hentugt gagnafylki sem inniheldur
upplýsingar frá öllum 9 stýrimyndunum þá er valið hæsta
gildi hverrar stýribreytu í sérhverri stýrimynd og þeim
upplýsingum raðað í gagnafylki fyrir stýrimyndirnar, sjá
töflu 2 fyrir dæmi um stýrimynd. Hæstu gildi stýribreyta
eru valin þar sem verið er að skoða hámarksáhrif hverrar
stýrimyndar. Hver lína gagnafylkisins táknar þá eina
stýrimynd.
Til þess að sjá hvernig stýrimyndir flokkast saman er stig-
veldisklösun og venjulegri klösun beitt og niðurstöður
bornar saman. Flokkun stýrimynda samkvæmt stigveldis-
klösun sýnir hvaða myndir eiga best saman, það er að segja
hvaða stýrimyndir eru næst hvor annarri ef miðað er við
jöfnu (1). Mynd 2 sýnir hvernig stýrimyndirnar flokkast
saman þegar miðað er við einföld tengsl milli þeirra, sbr. jöfnu (2). Þær stýrimyndir sem
eru líkastar hvor annarri eru stýrimyndir nr. 5 og 7 og stýrimyndir 8 og 9 eru ólíkastar
öllum öðrum þótt þær séu samt sem áður talsvert líkar hvor annari. Ef ákvarða á fjölda
hópa sem á að skipta stýrimyndunum niður í er valin ákveðin fjarlægð og skipt eftir
henni. Ef fjarlægðin er t.d. 30 fást þrír hópar. I hópi 1 eru stýrimyndir 5, 7, 1, 2, 4 og 3, í
hópi 2 er stýrimynd 6 og í hópi 3 eru stýrimyndir 8 og 9.
Mynd2. Flokkun stýrimynda
með stigveldisklösun.
Til samanburðar er hægt að athuga hvernig venjuleg klösun flokkar stýrimyndirnar. Gert
er ráð fyrir því að hópafjöldinn sé K = 3. Með því að nota fC-meðalaðferðina fást sömu
niðurstöður og áður.
Bent er á að með stigveldisklösun sést líka hvernig stýrimyndirnar flokkast saman, sem
gefur talsvert meiri vitneskju um kerfið en venjulega klösunin.
Með því að meta fyrsta og annan höfuðþátt gagnafylkisins
stýrimyndanna er hægt að finna út gildi hverrar stýri-
myndar. Þegar tvívíð höfuðþáttagildi eru komin sem deplar
inn á Bi-ritið, sbr. mynd 3, þarf að finna áhrif stýribreyta.
Það er gert með því að finna eiginvigrana sem svara til
tveggja stærstu eigingilda samdreifnifylkisins og stilla upp
tvívíðum vigrum sem byggja á þessum eiginvigrum út frá
völdum núllpunkti og finna hentugan margfaldara til þess
að hægt sé að bera staðsetningar stýrimynda og áhrif stýri-
breyta saman, sbr. mynd 3.
Á mynd 3 sést hvernig stýrimyndir 5, 7, 2 og 1 flokkast
saman og stýrmynd 3 frekar nálægt, stýrimynd 6 er ein og
sér og stýrimyndir 8 og 9 eru talsvert lengra frá. Einnig sést
hvernig stýribreytur hafa áhrif á kerfið. Áhrif frá A3, B3, Al,
A2, B2 og B1 stefna öll í svipaða átt, en TB, TA, A4 og B4
hafa áhrif í sitt hvora áttina. Tafla 3 sýnir eiginvigra sem
svara til tveggja stærstu eigingilda samdreifnifylkisins. Út
frá þessu má áætla að breytingar á einhverri af þeim stýri-
breytum hafi talsvert meiri áhrif.
Ritrýndar vísindagreinar
2 4 9