Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Síða 328
Saga undirbúnings
Notkun hveravatns er ekki nýlunda á íslandi. Elstu minjar þess eru í Reykholti þar sem
97°C heitt vatn frá Skriflu rann eftir 100 m löngum stokki í hlaðna baðlaug. Álitið er að
Snorri Sturluson hafi staðið fyrir þessum framkvæmdum fyrir um 700 árum. Hverir
finnast víða um landið og hefur vatn frá þeim verið notað nokkuð á síðustu áratugum til
hitunar á bóndabæjum, skólum og heilsuhælum.
Þegar undirbúningur hitaveitunnar hófst hafði Reykjavíkurbær frá 1930 nýtt hveri í
grennd bæjarins til að hita 70 íbúðarhús, Landspítalann, tvo skóla og síðar sundlaug.
Reynslan af þessari litlu veitu gaf bæjarstjórninni áræði til að takast á við mun stærra
verkefni af sama toga, að hita upp alla Reykjavík með vatni frá hverum og borholum.
Saga hitaveitunnar hófst árið 1933 þegar Reykjavíkurbær gerði samning við eigendur
jarðanna Reykja og Reykjahvols í Mosfellssveit sem heimilaði bænum að bora eftir heitu
vatni og kaupa hitarétt fyrir ákveðið verð, ef bærinn óskaði þess síðar [3]. í framhaldi af
þessu gerðu verkfræðingar bæjarins áætlanir og frumteikningar fyrir hitaveitu í
Reykjavík og voru þær fullgerðar haustið 1937.
I fyrstu hafði ekki reynst auðvelt að afla lánsfjár til þessara miklu framkvæmda, en vorið
1939 fór Pétur Halldórsson bæjarstjóri ásamt öðrum áhrifamönnum til Kaupmanna-
hafnar að leita eftir lánafyrirgreiðslu svo koma mætti hitaveitumálinu áfram. Vegna
ábyrgða sem ríkisstjómir Danmerkur og íslands veittu tókst á stuttum tíma að tryggja
framgang málsins og um miðjan júní 1939 var gerður samningur milli Reykjavíkurbæjar
og fyrirtækis Höjgaard og Schulz um framkvæmdir við hitaveitukerfið. Með fjárhagslegri
aðstoð Kobenhavns Handelsbank gat fyrirtækið boðið Reykjavíkurbæ hagstæða fjár-
mögnun fyrir hitaveituna. Þannig var allt fjármagn sem þurfti til framkvæmdanna, um
átta milljónir króna, veitt af dönskum aðilum. Lánið átti að endurgreiða á átta árum af
tekjum veitunnar.
Hönnunarforsendur
Fyrsta skrefið var að áætla varmaþörf bæjarins og finna jarðhitasvæði þar sem hægt væri
að fá nægilegt magn af heitu vatni. Varmaþörfin var áætluð út frá eftirtöldum forsendum:
1) Hita skal öll hús bæjarins, síðar einnig hús sem eru á skipulagsuppdrætti. Alls munu
45.000 íbúar njóta veitunnar, um þriðjungur landsmanna.
2) Heita vatnið verður notað allan sólarhringinn, en einungis til upphitunar húsa, en
bakrennslið frá ofnum má nota til matargerðar, baða og pvotta. Þetta skilyrði er þó
ekki uppfyllt í núverandi tillögu að hústengingu, þar er kranavatnið fengið beint úr
heimæo.
3) Reiknað er með 20°C hita innanhúss og -10°C lægsta útihita. Meðalhiti sólarhrings
síðustu 11 árin hefur aðeins þrisvar sinnum farið undir þetta mark.
4) Gert er ráð fyrir að á veturna geti verið fullur hiti á ofnum í 14 klst. en næturrennslið
verði 25% ar dagrennslinu í 10 klst.
5) Kæling vatnsins í ofnunum verði að jafnaði 35°C, þ.e. að hiti bakrennslis verði 45°C
þegar mntakshitinn er 80°C.
Út frá ofangreindum forsendum er reiknað með að mesta álag verði 50 milljón kaloríur á
klukkustund, en það svarar til 400 1/s (1.430 m3 á kls) af heitu vatni, og dreifikerfið er
hannað fyrir þetta hámarksálag. Reiknað er með að mesta rennsli í aðalæðinni verði 3301/s.
Yið mikið álag verður þess vegna að fá það vatn sem á vantar úr hæðargeymunum í
Öskjuhlíð. Að nóttu til verður notkunin minni og þá rennur meira vatn í geymana en frá
þeim.
3 2 4
Arbók VFl/TFl 2003