Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 337
í mörgum sölum er snemmendurkastahlutinn einnig mjög mikilvægur. Snemm-
endurköst frá hliðum auka skýrleika, sem er mikilvægt fyrir greinileika tónlistar og
skiljanleikagráðu talaðs máls. Það er því einnig æskilegt að VRA-kerfi geri kleift að
enduruppbyggja hliðarendurköst.
Hönnun snemmendurkastakerfis (Early Reflection) ER-kerfis hefur það að markmiði að
auka styrk beina hljóðsins miðað við ómsviðshljóðið eða heildarhljóðaflsins sem berst
áheyrandanum D50. Þetta næst með því að:
• Setja stefnuvirka hljóðnema nálægt öllum hljóðgjöfum á sviði salarins. Þetta gefur
hátt hlutfall á milli beins hljóðs og ómhljóðs.
• Setja upp stefnuvirka hátalara sem senda mögulegan hámarkshljóðstyrk að sætum
salarins. Best er að þessi styrkur sé jafn um allan salinn þannig að skýrleiki verði
svipaður hjá öllum áheyrendum.
Á hinn bóginn, ólíkt því sem gerist í venjulegu hljóðkerfi, skal hljóðið frá ER-kerfi ekki
vera merkjanlegt og trufla áheyrendur. Mikilvægt er að gera hljóðnemakerfi ER-kerfis
þannig úr garði að það nemi vel allt sem gerist á sviðinu þó svo að flytjendur hreyfi sig
um sviðið. Einnig skal gæta þess að hátalarakerfið sé þannig gert að ekki sé hægt að
staðsetja ákveðna hátalara með hlustun, þar sem ER-kerfið er gert til þess að bera hlust-
andanum eðlilegt hljóð, án þess að staðsetning flytjandans breytist í vitund hans. Hér
verður ekki tíundað hvernig þessum markmiðum er náð, en til eru fræðilegar forsendur
og reynsla sem hönnunin byggist á.
Hér hefur verið fjallað um hljóðnemakerfið og
hátalarakerfið aðskilið. Auðvitað eru þetta samofin
kerfi með flóknu rafrænu og hljóðflutningslegu
sambandi sín á milli.
Hér gefst ekki rúm til að fara nákvæmlega ofan í
saumana á því hvernig þessi kerfi eru sameinuð í
eitt kerfi. I VRAS eru forrit í hraðvirkum tölvum
ER- og RT-kerfanna til að líkja eftir þeim þáttum í
fari sala sem lýst er hér að ofan.
Mynd 1 sýnir grundvallaruppbyggingu VRA-kerfis,
VRAS. Hljóðnemarnir M eru hinir óstefnuvirku
djúptónahljóðnemar RT-kerfisins sem fæða djúp-
tónahátalarana M. Hljóðnemarnir m, til mN eru
hinir stefnuvirku hljóðnemar ER-kerfisins annars-
vegar og hinir óstefnuvirku ómhljóðnemar RT-kerf-
isins hinsvegar. I Y,-einingunni er hægt að blanda
saman í stýranlegum hlutföllum hljóðnema-
merkjum ER- og RT-kerfanna. I Y2-einingunni er
hægt að blanda saman í stýranlegum hlutföllum
endurunnum merkjum ER- og RT-kerfanna áður en
þau eru send til viðeigandi hátalara ER- og RT-kerf-
anna.
VRA-kerfi (VRAS) hafa verið sett upp á fjölmörgum
stöðum með frábærum árangri.
Hér verður lítillega lýst Vernott and District
Performing Arts Centre í British Columbia í Kanada,
þar sem VRA- kerfi hefur verið sett upp. Húsið er
fjölmenningarhús. Salur hússins hefur 750 sæti, þar
af rúmlega 200 á svölum. Sinfóníuhljómsveit
staðarins heldur sína tónleika í salnum, en auk þess
Mynd2. Vernon and District Performing Arts
Centre í British Columbia í Kanada.
Tækni- og vísindagreinar |333
(