Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Blaðsíða 228
Hagkvæmni og kostnaðarmat á valkostunum fjórum
Hagkvæmniathugun fyrir hina fjóra valkosti var gerð af nemendahópi í námskeiðinu
Hagverkfræði (Anna Jónsdóttir og fl., 2001). Reiknaður var út kostnaður í hverju tilviki,
þar með talinn fórnarkostnaður vegna landnotkunar (fórnarkostnaður farþega felst í
þjónustustigi flugvallar), ferðakostnaður á landi og mismunandi kostnaður vegna flug-
tíma. Reiknað var núvirði yfir 25 ára tímabil. Þetta kostnaðarmat var m.a. byggt á fyrir-
liggjandi skýrslum (t.d. Hönnun, 2001) og viðtölum við lykilmenn. Gerð var næmni-
athugun fyrir mikilvægustu atriðin. Helstu niðurstöður þessarar athugunar er að finna í
töflu 5. Hinn hái kostnaður við fyrsta kostinn,
RVA, þ.e. að halda núverandi staðsetningu, er
fyrst og fremst fórnarkostnaður vegna þess, að
ekki er hægt að nýta það landrými til annarra
þarfa, þar sem flugvöllurinn er nú. Kostur RLA,
þ.e. landfylling á Lönguskerjum, er dýrastur
vegna mikils stofnkostnaðar, en flutningur til
Keflavíkur (KIA) er ódýrastur þar eð aðeins þarf
að byggja flugstöð fyrir innanlandsflug og útbúa
brautir fyrir kennslu- og æfingaflug.
Margar aðferðir hafa verið notaðar við viðfangsefni af þessu tagi, þar sem taka þarf tillit
til hagkvæmni, en einnig annarra sjónarmiða. I doktorsritgerð Pans (1999) er að finna
ítarlegt og gott yfirlit yfir margmarkmiðaaðferðir (e.: multi-attribute-decision-making,
MADM) og enn fremur mikinn fjölda tilvísana. í ritgerð sinni notar Pan nokkrar aðferðir,
þar á meðal AHP-aðferðina, en einnig svonefnda „Robust Planning" aðferð við stefnu-
mótun um framleiðslu og dreifingu raforku. I þessari athugun væri hægt að meðhöndla
hagkvæmniþáttinn á sama hátt og hina þættina, þ.e. félagslega þáttinn, umhverfisþáttinn
og öryggisþáttinn. Þetta krefst formlegs samanburðar og vigtunar allra fjögurra þátta og
einkunnagjafar fyrir hagræna þáttinn (Solnes, 2003). Önnur nálgun væri að meta
umhverfisáhrifin samhliða með forhönnun og rökstyðja val á „bestu" lausn með
hagkvæmnigreiningu (Day & Gupta, 2000). Þriðja aðferðin er að leita að „Pareto
Optimal" lausnum (Winston, 1994) á formi framfalls (e.: tradeoff curve or frontier of solu-
tions), en þessi aðferð hefur stundum verið kölluð „Robust Planning". Þessi síðastnefnda
aðferð við að finna hagkvæmustu lausnina út frá bæði umhverfislegum og hagrænum
sjónarmiðum varð fyrir valinu.
Samkvæmt þessari aðferð (Winston, 1994) er lausn B ríkjandi yfir A ef hún er a.m.k. jafn
góð og A hvað hvert einstakt markmið snertir, og betri en A í a.m.k. einu tilliti. Þannig eru
Pareto-lausnir mengi allra leyfilegra lausna, sem
aðrar lausnir ríkja ekki yfir. Séu markmiðin aðeins
tvö, svo sem umhverfisgæði og núvirtur kostnaður,
þá er hægt að teikna Pareto-lausnir í hnitakerfi, þar
sem markmiðin eru ásarnir. Lágmörkun kostnaðar
(x-ás) samfara hámörkun umhverfisgæða (y-ás)
þýðir að framfall (efficient frontier, tradeoff curve)
Pareto-lausna er „norð-vestur brún" lausna-
mengisins, og þær ríkja yfir öðrum lausnum neðar
og lengra til hægri. Mynd 3 sýnir framfall Pareto-
lausna. Pareto-framfallið er nánast lárétt vegna þess
að skali á Y-ás sýnir minni mun á umhverfisgæðum
valkosta en hann er í raun. Samkvæmt myndinni
væri því ódýrasta lausnin jafnframt besta lausnin,
þ.e. KIA með flutningi innanlandsflugs til
Keflavíkur, en þessu túlkun er varhugaverð af áður-
greindum ástæðum. Það vekur athygli að kostur
HHA, Hvassahraun, er í öðru sæti, en núverandi
(0 6.0
o
æ
w 4.0
•e
2.0
Reykjavíkurflugvöllur
Hagkvæmni og umhverfisgæöi
Pareto framfall
RVA 50% RVA
Kl/ □ RLA
HHA
0.0
04 8 12 16 20
Núvirtur stofnkostnaöur m.m. og 25 ára rekstrarkostnaður
(Milljaröar króna)
Mynd 3. „Pareto Optimal"
lausn fyrir besta valkost.
Tafla 5. Núvirtur heildarkostnaður mismunandi valkosta. \
Valkostur Núvirtur heildarkostnaður milljón ISK
Reykjavíkurflugvöllur RVA 18.475
Lönguskerjaflugvöllur RLA 19.935
Hvassahraunsflugvöllur HHA 11.438
Keflavíkurflugvöllur KIA 8.553
V J
2 2 4 i Arbók VFl/TF( 2003