Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Side 81
O R K U M Á L
ORKA O G ORKUVERÐ
Orkunotkun og orkuvinnsla: Heildarvinnsla á orku og notkun á innfluttri orku nam
142,3 PJ á árinu 2002 á móti 142,3 PJ árið á undan. Þrátt fyrir aukna heildarorkunotkun
stóð orkunotkun á mann nánast í stað rnilli ára.
Raforkuvinnsla jókst um 4,8% frá fyrra ári, einkum vegna aukinnar stóriðju. Sala raforku
til stóriðju jókst um 5,4% og um 3,5% til almennings. Samtals nam raforkuvinnslan 8411
GWh eða 29,3 MWh á hvern íbúa, sem er meira en í nokkru öðru landi.
Hlutur vatnsorku í heildarorkunotkun landsmanna var 17,4%.
Vinnsla raforku með jarðhita var 1433 GWh á árinu 2002 á móti 1451 árið á undan.
Vinnsla jarðhita stóð nánast í stað og er hlutdeild jarðhitans í heildarorkunotkuninni
54,7%.
Hlutur innfluttrar orku (jarðefnaeldsneytis) í heildarbúskapnum nam 27,9% og hafði
hlutfallið staðið í stað frá fyrra ári.
Meðalorkunotkun hvers Islendings er sjöföld meðalnotkun annarra jarðarbúa.
Við vinnum rúmlega 70% af okkar orku úr endurnýjanlegum orkulindum, en hlutfall
slíkra orkulinda í orkubúskap heimsins er aðeins 10%.
Verðlag á orku: Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 3,0% 1. ágúst 2002. Niður-
greiðslur á rafhitun voru auknar svo húshitunarkostnaður lækkaði. Rafveitur hækkuðu
taxta sína til samræmis við hækkun Landsvirkjunar, nema á Húsavík og í Vestmanna-
eyjum, þar sem þeir voru óbreyttir, og á Sauðárkróki en þar tók taxti Rafmagnsveitna rík-
isins gildi eftir kaup þeirra síðarnefndu á Rafveitu Sauðárkróks. Bæjarveitur Vestmanna-
eyja urðu hluti af Hitaveitu Suðurnesja. Þar sem almennt neysluverð hafði hækkað álíka
á milli ára og verð á raforku var hlutur rafmagns í vísitölu neysluverðs óbreyttur.
Verðlag á heitu vatni hækkaði hjá flestum landsmönnum. Gjaldskrá Orkuveitu Reykja-
víkur hækkaði um 3%. Sama hækkun varð á Vestfjörðum, í Skagafirði og á Selfossi. í
Borgarnesi lækkaði verð á heitu vatni um fjórðung er veitan sameinaðist Orkuveitu
Reykjavíkur en hækkaði um 8% í Þorlákshöfn er verð var samræmt því í Reykjavík. Hjá
Akureyringum lækkaði vatnsverð um 8%, en hækkaði um 14% á Húsavík. Hjá mörgum
smærri veitum varð engin breyting. A mælikvarða vísitölu neysluverðs stóð húshitunar-
kostnaður í stað.
Eldneytisverð bæði hækkaði og lækkaði á árinu 2002. Dísilolía á bíla lækkaði um tæp 7%,
bensín hækkaði um rúm 4%. Svartolía hækkaði um tæp 3%, en skipaolía stóð í stað.
Vegna verðsveiflna innan viðmiðunaráranna var meðalverð á eldneyti þó 3-16% lægra
2002 en árið áður.
Tækniannáll