Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Síða 332
Saga framkvæmda
Fyrirtæki Hojgaard og Schultz ber ábyrgð á gerð séruppdrátta og hefur annast
framkvæmd þessa mikla mannvirkis [1]. Valgeir Björnsson og verkfræðingar bæjarins
gerðu frumáætlun að hitaveitunni. Til að tryggja trausta hönnun leitaði fyrirtækið til
tæknimanna með þekkingu og reynslu á vatnsveitum, fjarhitun og mælingum á varma-
tapi hitaveitulagna.
Samkvæmt ákvæðum samningsins áttu mannvirki veitunnar að vera tilbúin til notkunar
haustið 1940, rúmu ári eftir upphaf framkvæmda. Heimsstyrjöldin braust út tveimur og
hálfum mánuði eftir að samningurinn var undirritaður og varð brátt ljóst að upprunaleg
vinnuáætlun gæti ekki staðist. A fyrstu 6-7 mánuðunum eftir upphaf stríðsins tókst að fá
allt nauðsynlegt efni og vélar afhent í Kaupmannahöfn og stór hluti þess var fluttur til
Islands fyrir 9. apríl 1940, og haustið 1939 hófust framkvæmdir í Reykjavík við hita-
veituna. Eftir hernám Danmerkur í apríl og Islands í maí 1940 hélt vinnan áfram meðan
efnisbirgðir entust, en um sumarið stöðvaðist vinnan þegar birgðir þraut.
Haustið 1941 sendi bæjarráð Valgeir Björnsson bæjarverkfræðing og Kay Langvad,
stjórnanda Hojgaard og Schultz, til New York til þess að reyna að útvega vélar og annað
efni í stað þess sem ekki var hægt að fá frá Danmörku. Það tókst og þegar efnið kom frá
Bandaríkjunum hófst vinna við verkið á ný þannig að hægt var að ljúka mannvirkinu að
fullu 1944, fjórum árum á eftir áætlun.
Heildarkostnaður kerfisins varð um 30 milljónir íslenskra króna, þ.e. nærri fjórum sirtn-
um hærri en reiknað var með í upphafi. Þetta var að hluta til vegna þess að greiða þurfti
hærra verð fyrir vélar, efni og flutning, en þó einkum vegna þess að vinnulaun á íslandi
hækkuðu allt að sexfalt frá þeim tíma er samningurinn var gerður þar til verkinu lauk.
Þrátt fyrir hinn háa stofnkostnað er hitaveitan góð eign fyrir Reykjavíkurbæ þar sem verð
á kolum hækkaði á stríðsárunum ennþá meira en stofnkostnaðurinn, frá 50 til 200 krónur
á tonn. Sé reiknað með að hvert tonn af kolum kosti 180 krónur og að árleg kolanotkun
sé 3000 tonn, er sparnaður í kolakaupum um 5,5 milljónir króna á ári, eða 18% af
stofnkostnaðinum. Auðvelt reyndist fyrir Reykjavíkurbæ að útvega stofnfé sem nauð-
synlegt var umfram upprunalega danska lánið. Fjármögnunin fékkst að hluta af tekjum
og að hluta með innlendum lánum. Með hitaveitunni hefur Island stigið stórt, einstætt
framfaraskref.
Hitafall í aðalæð frá Reykjum og í dreifikerfi
I framhaldi af þessari endursögn á lýsingu dönsku verkfræðinganna á hönnun og bygg-
ingu hitaveitunnar er fróðlegt að líta á niðurstöður allítarlegra mælinga á varmatapi og
hitafalli í kerfi hitaveitunnar sem höfundar þessarar greinar gerðu 1962-1963 [4].
Hitafall í aðalæðinni frá Reykjum var mælt í febrúar og
mars 1963. Hitinn var mældur bæði með nákvæmum
kvikasilfurshitamæli í kröftugri vatnsbunu frá krana á píp-
unum og með termóelementum sem límd voru utan á píp-
urnar. Köldu samskeytin voru í ísbaði þegar mælt var.
Hitinn var mældur á fimm jafnt dreifðum stöðum, á
Reykjum, við Blikastaði, við Grafarholt og við Elliðaár. Ein-
angrun á pípum var rofin, element límt á pípuna og ein-
angrað yfir. Termóspennan var mæld með míkróvoltmæli.
Óvissan í báðum mæliaðferðum var innan við 0,2 °C.
Hitafallið frá Reykjum að geymunum á Öskjuhlíð reyndist
vera 3,9 °C við 3°C útihita og við 270 1/s heildarrennsli
(sjá línurit).
3 2 8
Arbók VFl/TFl 2003