Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Side 225
Hvassahraunsflugvöllur (HHA)
Hugmyndir um byggingu flugvallar í Hvassahrauni, um 20 km frá miðbæ Reykjavíkur
hafa verið skoðaðar (Hönnun, 2001). Svæðið er hentugt, 40-50 m yfir sjávarmáli og aðflug
tiltölulega gott. Öndverð sjónarmið eru varðandi veðurfar á svæðinu, en margir flug-
menn telja svæðið óheppilegt vegna sviptivinda. Þetta er athyglisvert því svæðið er
nálægt Keflavík, þar sem veðurskilyrði eru með ágætum. Flugvöllur myndi hafa talsverð
áhrif á umhverfið. Svæðið er nánast ósnortið 11 alda gamalt hraun, lítt gróið. Kostnaður
við flugbrautir yrði hóflegur, hraunið er auðunnið og gott sem undirstaða, en byggja
verður allt frá grunni, flugstöð, flugskýli, bílastæði og aðkomu. Ferðatími að og frá flug-
velli lengist, nema úr Hafnarfirði. Breikkun Keflavíkurvegar stendur nú yfir, en umferð
innan þéttbýlis verður áfram hæg. Valkosturinn kallar ekki á fjárfestingu í umferðar-
mannvirkjum, en búast má við fjölgun umferðarslysa vegna lengri aksturs að og frá þess-
um nýja flugvelli.
Millilandaflugvöllur í Keflavík (KIA)
Keflavíkurflugvöllur hefur verið stækkaður og endurbyggður margsinnis frá því hann
var byggður í seinni heimstyrjöldinni. Arið 1987 leysti ný og glæsileg flugstöð gömlu
braggabygginguna af hólmi. Þó að tilkoma flugstöðvarinnar hafi verið bylting, varð hún
brátt of lítil, m.a. vegna vegabréfaeftirlits tengdu Schengensamningi um ytri landamæri
Evrópu, og hefur hún nú verið stækkuð verulega. Keflavíkurflugvöllur er að mörgu leyti
áhugaverður fyrir innanlandsflugið, viðhald hans er gott og nýtingarstuðull hár. Byggja
þyrfti nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið því útilokað er að samnýta núverandi flugstöð
með millilandafluginu. Aukinn ferðatími er neikvæður fyrir innanlandsfarþega, og þær
raddir heyrast að flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur sé dauðadómur þess í
núverandi mynd. Því hefur og verið haldið fram að málið megi leysa með hraðlest milli
Reykjavíkur og Keflavíkur. Kannanir sýna að kostnaður við slíka lausn verði yfirþyrm-
andi og varla raunhæfur. Breikkun Keflavíkurvegar í fjórar akreinar mun stytta ferðatíma
um 20 mínútur, en hann verður þó áfram mun lengri en fólk á Reykjavíkursvæðinu er
vant. Umferðarslysum vegna lengri aksturs að og frá flugvelli mun fjölga, öryggi eykst
hins vegar með breikkuninni, en áhætta verður samt meiri en í öðrum valkostum. Að
lokun má nefna að umhverfisáhrif verða lítil, þar sem mannvirkjagerð verður hlutfalls-
lega lítil.
Mat á valkostum
Valkostirnir fjórir eru mjög ólíkir hvað varðar umhverfisáhrif og hagræna þætti, og ekki
sjálfgefið hvaða þættir henta til samanburðar. Þetta tengist vinsun, þ.e. vali sviða og þátta
til greiningar í matsferli, sem oft er framkvæmd af hópi sérfræðinga (Canter, 1996). 1 þess-
ari umfjöllun er metið öryggi, áhrif á samfélag og áhrif á umhverfi, sem er túlkað fremur
þröngt. Hagkvæmni staðar-
vals með tilliti til fjárfestinga
og reksturs er metin sérstak-
lega og gert ráð fyrir hag-
kvæmustu útfærslu hvers val-
kosts, sem þó er ekki sjálfgefið
vegna hugsanlegra pólitískra
afskipta. Umfjöllun um tækni-
leg atriði er sleppt. Mynd 2
sýnir þrepaskipt ákvarðana-
ferli, sem notað er til þess að
velja besta valkost án tillits til
fjárfestinga og reksturs.
f Öryggi Tjón á jöröu vegna flugslysa N
/ Umferðarslys vv ~~>R W
Innanlandsflugvöllur/ , Félagsleg áhrif ^ *+ Breytingar á skipulagi /O RLA
lyrir Reykjavik y~ önnur mikilvæg landnotkun 4*0 Þjónustustig Va v>HHA
\ Hávaða- og önnur mengun //'
' Umhverfisáhrif^* Sjónræn áhrif _3kia
Áhrif á náttúrufar og Jífríki vegna mannvirkja ajoróu Áhrif á náttúmfar og lífríki vegna flugvéla
V
Mynö2. Þreparit fyrir,„Umhverfisþætti“.l
Ritrýndar vísindagreinar
2 2 1