Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Blaðsíða 238
Svörunarróf
Uklndafræöllegtróf- 1300ár
Eurocode 8 róf- 1300 ár
Ukindafræöilegtróf- 820 ár
Eurocode 8 róf- 820 ár
Uklndafræöllegtróf- 475 ár
Eurocode 8 rúf-475ár
Með sömu aðferðafræði og hér að framan má reikna út svörunarróf fyrir notmarkaástand
og brotmarkaástand. Niðurstöður þessara útreikninga eru sýndar á mynd 7 fyrir brot-
markaástand. Rófin eru ákvörðuð fyrir 5% deyfihlutfalli og gilda fyrir lárétta hreyfingu á
klöpp. Til samanburðar eru einnig sýnd hönnunarróf sem byggð eru á staðaldrögunum
frá 2002 af gerð I í jarðvegsflokki A (e. Ti/pe I, Ground type A), [4]. Þessi róf eru kvörðuð
með hröðunargildunum úr töflu 4. Það má geta þess að óverulegur munur er á þessum
rófum og þeim sem gilda fyrir jarðvegsflokk A (soil
class A) í Eurocode 8 frá 1994 [1]. Eins og sést yfir-
stíga líkindafræðilegu rófin í öllum tilvikum staðal-
rófin við lága eiginsveiflutíma. Fyrir lengri eigin-
sveiflutíma snýst þetta við. Ástæðan fyrir þessu
liggur væntanlega fyrst og fremst í því að staðalrófin
ná ekki að herma eftir þeim nærsviðsáhrifum, sem
fram koma í líkindafræðilegu rófunum og byggð eru
á nærsviðsgögnum [10].
Á mynd 8 eru tvö líkindafræðilegu rófanna, þ.e.
fyrir 475 ára og 1300 ára meðalendurkomutíma,
borin saman við svörunarróf sem byggja á mæl-
ingum Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Islands í
jarðskjálftaverkfræði á þremur stöðum á klöpp í
Suðurlandsskjálftunum árið 2000, sjá nánar töflu 5
og heimild [17]. Fyrir hvern mælistað eru sýnd tvö
róf, þ.e. fyrir sitt hvorn lárétta stefnuþáttinn. Stærð
Suðurlandsskjálftanna er alveg við þau efri mörk
sem miðað er við að jarðskjálftar á Brennisteins-
fjallasvæðinu hafi. Af mynd 1 sést jafnframt að upp-
takafjarlægð getur orðið mjög sambærileg við þær
fjarlægðir sem fram koma í töflu 5. Af mynd 8 má
ráða að „mældu" svörunarrófin yfirstíga í sumum
tilfellum líkindafræðilegu rófin sem sýnir að lík-
indafræðilegu rófin virðast raunhæf miðað við þær
forsendur um stærð og upptakasvæði jarðskjálfta
sem líkindafræðilega hættumatið byggir á. Saman-
burðurinn sýnir að það er einkum við lengri sveiflu-
tíma sem „mældu" rófin yfirstíga líkindafræðilegu
rófin og því er rétt að taka tillit til þessa þegar
endanleg hönnunarróf eru ákveðin. Því má bæta við
að ef valdir hefðu verið mælistaðir frá Suðurlands-
skjálftunum árið 2000, þar sem ekki er mælt á klöpp
(t.d. Hella, Sólheimar eða vesturstöpull Þjórsár-
brúar) hefðu „mældu" rófin yfirstígið líkindafræði-
legu rófin mun meira en fram kemur á mynd 8.
Ástæðan liggur í bylgjumögnun í yfrirborðslögum
og setlögum, sjá nánar heimild [16].
Mynd 7. Líkindafræðileg svörunarróf (heilstrik-
aðar línur) ásamt hönnunarrófum (punktalínur),
sem byggja staðaldrögunum frá 2002 [4] (gerð I,
jarðvegsflokkur A).Staðalrófin eru kvörðuð með
hröðunargildum úr töflu 4. Rófin miðast við
5% deyfihlutfall og eru ákvörðuð fyrir 1300,820
og 475 ára meðalendurkomutíma.
— Llkindafræðilegtróf- 1300 ár
— Líkindafrasðllegt róf- 475 ár
Flagbjarnarholt - x-þáttur
Flagbjarnarholt - y-þáttur
' Kaldárholt - x-þáttur
T 1 6 Kaldárholt - y-þáttur
4 1.2 Austurstópull Þjórsárbrú - x-þáttur
to — Austurstópull Þjórsárbrú - y-þáttur
i 08 Á
S'
£ 04 - ~ ^ ■*
0.8 1.2
Eiginsveiflutlmi - (s)
Mynd8. Líkindafræðileg svörunarróf (deyfi-
hlutfall=0,05) fyrir 475 og 1300 ára meðal-
endurkomutíma ásamt mældum svörunar-
rófum í Suðurlandsskjálftunum 2000.
Tafla 5. Yfirlit mælinga á þremur stöðum (Suðurlandsskjálftunum árið 2000, sjá einnig heimild [17].
Jarðskjálfti Stærð Mælistaður Fjarlægð Fjarlægð frá PGA PGA
í upptök misgengi x-stefna y-stefna
{Mw) (km) (km) (g) (g)
17.jún( 2000 6,6 Flagbjarnarholt 5,4 4,6 0,32 0,34
21. júnf 2000 6,5 Kaldárholt 12 11,5 0,33 0,39
21.júní 2000 6,5 Þjórsárbrú austurstöpull 5,3 3,2 0,45 0,54
2 3 4
Árbók VFl/TFÍ 2003