Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 9 Ennfremur má nefna Rdðleggingar ráðherra- nefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um lœknisfrœðilegar vísindarannsóknir á mönnum sem lagðar voru fram og samþykktar 1990. Veigamikið atriði í þessum og öðrum siðaregl- um er að þátttakandi í rannsókn veiti formlega samþykki sitt til þátttöku eftir að hafa fengið og skilið upplýsingar sem lúta að rannsókninni, tilgangi hennar, eðli og gerð, ábata og hættu. Lýsa þarf hvers er krafist af þátttakanda, eftir- liti, göngudeildarheimsóknum og svo framveg- is. Vert er að leggja áherslu á að ákvæði um upplýst samþykki lýtur að verndun líkamlegrar heilsu þátttakenda, ekki að verndun persónu- upplýsinga. Um þann þátt gilda hér á landi sérstök lög um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga (nr. 121/1989) og fer Tölvunefnd með framkvæmd þeirra. Allmargar forsendur geta legið að baki upp- lýstu samþykki: 1) Enda þótt upplýst samþykki geti átt sér stoð í lögum er grundvöllur þess siðferðilegur. 2) Siðferðilega gilt vitneskjusamþykki er grundvallað á sameiginlegri ákvörðun sem byggð er á gagnkvæmri virðingu þeirra sem hlut eiga að máli, en ekki plagg sem skrifað er undir eftir að lesinn hefur verið listi vandamála sem fram geta komið við tiltekna rannsókn. 3) Veita þarf nægilegar upplýsingar á skýran og greinargóðan hátt þannig að viðkomandi geti gert upp hug sinn. 4) Ganga þarf úr skugga um að viðkomandi hafi skilið þær upplýsingar sem honum voru veittar. 5) Viðkomandi þarf að geta haft samráð við fagfólk og aðra (ættingja, vini) sem hann kýs sér til halds og trausts. 6) Samþykki þarf að vera óþvingað og sjálf- viljugt. Viðkomandi þarf að fá nægilegan tíma til að gera upp hug sinn. 7) Viðkomandi þarf að vera hæfur til að veita samþykki sitt. Sé aðili ekki lögráða, ber að leita samþykkis lögráðanda. Ef viðkomandi er svo vanheill (andlega eða líkamlega) að ekki er unnt að afla samþykkis eða ef hann er undir lögaldri þarf leyfi forráðamanns eða foreldris. 8) Þegar rannsóknarmaður aflar samþykkis verður hann að gæta sérstakrar varúðar ef við- komandi er háður honum (til dæmis nemandi) eða möguleiki er á að hann gefi samþykki sitt nauðugur. Þá ætti einhver annar sem ekki er aðili að rannsókninni, að leita samþykkis. 9) Samþykki á helst að vera skriflegt. Á íslandi eru enn gerðar framsýnar rann- sóknir á mönnum án þess að upplýsts sam- þykkis hafi verið aflað. Þessum tilvikum fer þó fækkandi og þau sjálfsögðu mannréttindi sem upplýst samþykki er í reynd verða sífellt fleiri rannsóknarmönnum ljós. Hvenær skal þá afla upplýsts samþykkis til þátttöku í vísindarann- sókn? Allir eru sammála um að það skuli feng- ið þegar framsýn rannsókn leggur einhverjar kvaðir á sjúkling, til dæmis töku tilraunalyfs, nýja meðferð við sjúkdómi í samanburði við eldri, sérstakar rannsóknir til greiningar og svo framvegis. Umdeildara er hvort slíks sé þörf ef rannsóknin beinist eingöngu að því að halda til haga á framsýnan hátt venjulegum klínískum upplýsingum um sjúkdómsgang (til dæmis ferli sjúkdóms, niðurstöðum röntgenrannsókna, blóðrannsókna, sýklarannsókna og svo fram- vegis) án þess að nein áhrif séu höfð á meðferð sjúklings eða klínískar rannsóknir. Enn meiri vafi leikur á þörf upplýsts samþykkis ef upplýs- inga er aflað úr sjúkraskrám á afturskyggnan hátt. Reyndar gera íslensk lög ráð fyrir því að í þeim tilvikum nægi að afla samþykkis yfir- lækna viðkomandi deildar eða sjúkrastofnun- ar. í Helsinkisáttmálanum kemur fram að nið- urstöður tilrauna sem ekki eru framkvæmdar í samræmi við ákvæði sáttmálans eigi ekki að samþykkja til birtingar. Ritstjórn Læknablaðs- ins mun fylgja þessum ákvæðum og siðrænum þáttum rannsókna verður gefinn meiri gaumur en ef til vill hefur verið gert áður. I Helsinkisáttmálanum eru ennfremur ákvæði um að rannsókn skuli að öllu jöfnu byggja á sérstakri rannsóknaráætlun (proto- col) sem samþykkt hefur verið af sérstakri til þess skipaðri nefnd (vísindasiðanefnd). Hlut- verk slíkrar nefndar er að sannreyna að vís- indalegt gildi rannsóknar hafi verið metið af til þess hæfu fólki og að siðrænum skilyrðum sé fullnægt. Örðugt er að greina milli vísindalegs og siðfræðilegs gildis rannsókna og segja má að rannsókn sem ekki þolir að vera sett undir siðfræðilegt mæliker eigi ekki að gera, hvað sem segja megi um vísindalegt gildi að öðru leyti. Siðanefndir hljóta því bæði að fjalla um vísindalega og siðfræðilega hlið rannsóknar- innar. Rannsókn sem siðanefnd metur óhæfa með rökum á ekki að gera. í flestum löndum í nágrenni okkar starfa siðanefndir á einstökum sjúkrahúsum, öðrum heilbrigðisstofnunum eða fyrir tiltekin landsvæði. Þær starfa yfirleitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.