Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 113
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
97
Hamli forföll, sem stjórnin tek-
ur gild, er aðildarfélagi heimilt
að fela umboð sitt lækni eða
læknum, búsettum utan félags-
svæðisins; þó fer sami maður
einungis með eitt atkvæði.
Svæðafélög með færri en 20
félagsmenn og læknar með ein-
staklingsaðild kjósa ekki full-
trúa á aðalfund en þó skulu þau
svæðafélög sem voru í LÍ árið
1994 kjósa a.m.k. einn fulltrúa á
aðalfund. Ellefu félagar um-
fram margfeldi af 20 veita rétt til
fulltrúa. Jafnmargir fulltrúar
skulu kosnir til vara.
Félög íslenskra lækna erlend-
is með a.m.k. 10 félagsmenn
skulu eiga rétt á einum fulltrúa
hvert.
Sérhver læknir í svæðafélagi
hefur rétt til að kjósa fulltrúa á
aðalfund LÍ. Óski læknir eftir
að kjósa fulltrúa á aðalfund LÍ
hjá öðru félagi lækna (t.d. sér-
greinafélagi, starfsgreinafélagi,
félagi eldri lækna eða ung-
læknafélagi), sem starfar á
landsvísu - enda hafi aðalfundur
LÍ samþykkt lög viðkomandi fé-
lags - skal hann tilkynna stjórn
LI það bréflega fyrir 15. desem-
ber næsta ár á undan. Afrit
bréfsins skal senda viðkomandi
svæðafélagi og því félagi þar
sem læknirinn ætlar að nýta at-
kvæðisrétt sinn. Afturköllun
tekur gildi næstu áramót eftir
skriflega tilkynningu læknis til
viðkomandi félaga. Fjöldi
þeirra lækna sem nýta sér fram-
angrcindan rétt skal dreginn frá
skráðum meðlimafjölda við-
komandi svæðafélags við út-
reikning á fulltrúafjölda svæða-
félaganna. Um kjör samkvæmt
þessari málsgrein og fjölda full-
trúa fer samkvæmt ákvæðum í
2. mgr. þessarar greinar
Stjórn LI skal fvrir 1. janúar
ár hvert tilkynna viðkomandi
félögum, hvaða læknar hafa
flutt atkvæðisrétt sinn milli fé-
laga.
Einstaklingsaðild að LÍ gefur
ekki rétt til að kjósa fulltrúa á
aðalfund.
Bráðabirgðaákvcedi gilda fram
að aðalfundi 1995:
Stjórn LI samþykkir lög fé-
laga skv. 4. mgr. þessarar grein-
ar.
Frestir tilkynninga vegna
kjörs aðalfundarfulltrúa á aðal-
fund LÍ árið 1995 skulu vera
þessir:
Tilkynning læknis til LÍ og
viðkomandi félaga fyrir 15. jan-
úar1995:
Tilkynning LI til viðkomandi
félaga fyrir 20. janúar 1995.
7. grein
Þátttaka í aðalfundi,
útsending gagna o.fl.
Á aðalfundi eiga sæti með
málfrelsi, tillögurétti og at-
kvæðisrétti kjörnir fulltrúar
samkvæmt 6. grein.
Öllum læknum í LÍ er frjálst
að sitja aðalfund með málfrclsi
og tillögurétti en atkvæðisrétt
hafa eingöngu kjörnir fulltrúar
aðildarfélaga.
A fundinum eiga sæti stjórn-
armenn LI, ábyrgðarmaður
Læknablaðsins og fram-
kvæmdastjóri félagsins. Hafa
þeir málfrelsi og tillögurétt.
Stjórninni er heimilt að leyfa
eða bjóða öðrum starfsmönnum
félagsins fundarsetu og þátttöku
í umræðum. Hið sama á við um
aðra utanfélagsmenn, þcgar
sérstakar ástæður gera slíkt
æskilegt.
Tillögur til lagabreytinga og
ályktana skulu sendar stjórn LI
a.m.k. 4 vikum fyrir fundinn.
Tillögurnar skal birta í Lækna-
blaðinu fyrir aðalfund verði því
við komið.
Stjórn LÍ skal senda aðildar-
félögum eftirtalin gögn minnst 2
vikum fyrir aðalfund:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar liðins árs
3. Tillögur til lagabreytinga
4. Tillögur til ályktana
5. Önnur mál, sem borist hafa
6. Tillögur stjórnar um stjórn-
arkjör
Ályktunartillögur um þau
málefni, sem eru á dagskrá
fundarins, mega koma fram á
fundinum sjálfum. Aðrar tillög-
ur til ályktana, sem ekki hafa
verið kynntar skv. 4. tl., skal
bera fram, þegar áður innsend-
ar tillögur eru lagðar fram á
fundinum. Verða þær því
aðeins teknar á dagskrá, að
а. m.k. helmingur fulltrúa sam-
þykki.
Tillögur um kjör stjórnar-
manna skal senda stjórn LÍ eigi
síðar en sjö dögum fyrir fund-
inn.
Formaður tilnefnir fundar-
stjóra og fundarritara.
Aðalfundur er lögmætur, ef
hann er löglega boðaður.
Einfaldur meirihluti atkvæða
ræður úrslitum á fundinum,
nema annað sé tekið fram í lög-
um þessum.
Samþykktir aðalfundar eru
bindandi fyrir aðildarfélögin og
félagsmenn.
8. grein
Verkefni aðalfundar
Þessi mál skulu tekin fyrir á
aðalfundi LÍ:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Ákvörðun árgjalds félags-
manna fyrir næsta ár
4. Áætlun um framkvæmdir og
fjárhag félagsins
5. Kosning stjórnarmanna, eft-
ir því sem lög mæla fyrir um
б. Kosning annars tveggja
lækna í Siðanefnd og vara-
manns til 2ja ára í senn
7. Kosning annars tveggja
lækna í Gerðardóm skv.
Codex Ethicus og vara-
manns til 2ja ára í senn