Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 74
62 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 62-5 Hvenær hættir lífið að vera líf? Sigfinnur Þorleifsson Hvenær hættir lífið að vera líf? Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram, sem er næsta sjálfgefið, að sá sem þetta ritar veit ekki svarið við þeirri spurningu, sem er yfir- skrift þessara orða og þekkir raunar engan, sem veit það. Sú staðreynd breytir þó engu um nauðsyn þess að spyrja og hún brýnir okkur raunar til að leita svara við þessari spurningu með öllum tiltækum ráðum. í helgiriti gyðinga, Talmud, segir af föru- manni, sem fór út fyrir borgarmúrana. Hann gekk lengi dags í auðninni þar sem fátt var um kennileiti og fyrr en varði var hann orðinn rammvilltur og vissi ekki hvert skyldi stefna til að rata aftur heirn. Hann hélt samt áfram að leita þar til hann var orðinn örmagna og úrkula vonar. Þá sá hann ógreinilega þúst bera við sjóndeildarhringinn og þegar þústin færðist nær endurnærðist hann til líkama og sálar. Þetta var þá förumaður eins og hann. Og hann hraðaði sér til móts við komumann fagnandi skrefum: Loksins, loksins gæti hann fengið hjálp til að komast aftur heill heim. En komu- maður reyndist einnig vera villtur. Tveir veg- villtir menn í auðninni tóku tal saman og fundu styrk í hvor öðrum. í sameiningu gætu þeir útilokað margar leiðir, sem höfðu endað í veg- leysu og í sameiningu gætu þeir verið vonbetri um að finna réttu leiðina heim. Frammi fyrir siðfræðilegum álitamálum er okkur líkt farið og þessum mönnum helgisög- unnar. Við erum utan borgar og náum í hæsta lagi forgörðum hennar hérna megin grafar. Innan guðfræðinnar er þetta fyrirbæri kallað: hér og nú, en þó ekki enn. Það er þegar við fáum rétt í svipinn að skyggnast um að tjalda- baki inn í heim frummyndarinnar, sem Platon Höfundur er sjúkrahúsprestur á Borgarspítalanum. Byggt á erindi sem haldiö var á ráðstefnu Siöfræðiráðs Læknafélags íslands 18. mars 1994. kallar svo, þar sem hinn algildi og eilífi raun- veruleiki býr. Nú sjáum við svo sem í skuggsjá, segir postulinn, en seinna munum við sjá aug- liti til auglitis. Á meðan við erum hér verður sannleikurinn alltaf samofinn réttlætinu og það er aldrei um það að ræða, að við búum yfir algildum svörum, sem eru alltaf rétt og alltaf sönn. Því er mest um vert að spyrja hvert skuli stefna og sameina kraftana til þess að geta betur náð áttum. Hvenær hættir lífið að vera líf? Þessi spurn- ing er meðal annars vakin af staðhæfingu, sem oft heyrist látin í ljósi andspænis aðstæðum, sem enginn maður getur hugsað sér að lenda í sjálfur eða þá óskað öðrum. Þetta er ekkert líf, er þá gjarnan sagt og sú fullyrðing felur ekki í sér neina nákvæma rökfræðilega útlistun eða fræðilega úttekt á lífinu sem slíku. Flesta býður þó í grun hvað í þessari yfirlýsingu felst al- mennt talað þó í raun sé það bæði óljóst og óskilgreint. Sérstaklega verður spurningin, hvenær hættir lífið að vera líf, erfið viðureign- ar, þegar þeir eiga í hlut sem okkur eru ná- komnir og kærir. Þá kann að vera, að við látum okkur jafnvel duga, að minnsta kosti tíma- bundið, það sem gæti orðið eða réttara sagt það sem við viljum að verði. Með öðrum orð- um ræðst spurningin meðal annars af því hver spyr og hvar og hvenær er spurt. Lúther spurði á sinni tíð í orðastað margra: Hvers virði er lífið, þegar það er orðið bragð- laust og kryddið í tilverunni hefur meira en dofnað? Þessar vangaveltur hafa í mörgum greinum orðið áleitnari eftir því sem tækninni hefur fleygt fram. Það er ekki aðeins vegna þessa að við höfum orðið að skilgreina dauð- ann með lagasetningu. heldur verður það sí- fellt vandasamara að vita hvenær hætta ber virkri meðhöndlun til að viðhalda lífinu. Eng- inn hefur allt svarið á reiðurn höndum og kannski er þrautin þyngri en svo að hún verði nokkurn tímann fullkomnlega leyst. Geta mannsins er ósamstíga því sem maðurinn er og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.