Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 62
50
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 50-4
Siðferðileg vandamál
tengd ákvarðanatöku
Ástríður Stefánsdóttir
Inngangur
Umfjöllunarefni mitt eru spurningar sem
vakna þegar ákveðið er að breyta um markmið
meðferðar á dauðvona sjúklingi. Hér á ég við
það þegar ekki er lengur stefnt að því að
„lækna“ sjúklinginn heldur verður markmið
meðferðarinnar fremur að „líkna“ sjúklingn-
um.
Ganga má út frá því sem grundvallarreglu að
leiki einhver vafi á því hvernig haga beri með-
ferð dauðvona sjúklings, þá eigi fyrst og fremst
að virða óskir og vilja sjúklingsins sjálfs. I
þessu erindi ætla ég í fyrsta lagi að fjalla um þá
stöðu sem upp kemur þegar vafi leikur á því
hvort sjúklingurinn ráði við að taka þátt í
ákvörðununt unt eigin meðferð. í öðru lagi
ræði ég þann vanda sem við blasir eftir að orðið
er ljóst að sjúklingurinn er óhæfur til að taka
þátt í ákvörðun meðferðar. í slíkum tilvikum
er nauðsynlegt að tilnefna staðgengil viðkom-
andi. Við það vakna spurningar eins og hver
eigi að tilnefna slíkan aðila, hvern eigi að til-
nefna og hvað staðgengill sjúklingsins eigi að
hafa að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Að end-
ingu mun ég svo víkja að áríðandi máli sem er
mjög mikilvægt þegar verið er að leggja drög
að meðferð við lok lífs, en það er mat á gagn-
semi meðferðarinnar.
Hæfni sjúklings til ákvarðanatöku
Þegar skorið er úr um hvort sjúklingurinn sé
hæfur til að taka þátt í ákvörðun um eigin
meðferð er mikilvægt að standa vörð um tiltek-
Höfundur er læknir. Fyrirspurnir, bréfaskriftir, Ástríöur Ste-
fánsdóttir, Laugarásvegi 53, 104 Reykjavík.
Byggt á erindi sem flutt var á ráöstefnu Siðfræöiráös
Læknafélags (slands 18. mars 1994.
in siðferðileg gildi. Annars vegar er brýnt að
virða sjálfræði sjúklingsins og hins vegar verð-
ur að taka mið af velferð hans (1). Ef sjúklingur
er hæfur til að taka ákvörðun um eigin meðferð
er mikilvægt að troða ekki á rétti hans til
sjálfsákvörðunar. Á hinn bóginn er einnig áríð-
andi að vernda þá sem ekki ráða við að taka
slíka ákvörðun og forða þeitn frá niðurstöðum
sem hugsanlega gætu skaðað þá. Til að geta
virt þessi siðferðilegu gildi verður því að greina
á milli þeirra sem eru hæfir til að taka ákvarð-
anir af þessu tagi og hinna sent ekki eru hæfir.
Yfirleitt er talað um þrjú grundvallarskilyrði
fyrir því að einstaklingur geti tekið vel upplýsta
ákvörðun (2). í fyrsta lagi þarf sjúklingurinn að
skilja það sem við hann er sagt og hann þarf að
geta tjáð vilja sinn. í öðru lagi þarf hann að
geta vegið og metið þær upplýsingar sem hann
hefur og dregið af þeim rökréttar ályktanir. I
þriðja lagi þarf sjúklingurinn að hafa einhverj-
ar hugmyndir um það hvað hann telur vera sér
til góðs. Hann þarf með öðrum orðum að hafa
ákveðið gildismat.
Ef eitthverju þessara þriggja skilyrða er
ábótavant, þá dregur það verulega úr hæfni
sjúklingsins til þess að taka ákvarðanir. Fyrsti
þátturinn sem var nefndur, það er skilningur
og tjáning, leiðir hugann að mikilvægi þess að
hafa nákvæm og góð samskipti við sjúklinginn
svo ekki komi upp misskilningur. Ef hann talar
ekki sama tungumál og þeir sem annast hann,
er mjög brýnt að njóta aðstoðar góðra túlka.
Sama má segja ef viðkomandi þjáist af til dæm-
is tauga- eða vöðvasjúkdómi sem hefur áhrif á
talfæri. Þá er nauðsynlegt að gefa sér góðan
tíma í öll tjáskipti. Rétt er að taka fram að
dæntin sem ég hef hér dregið fram lýsa ekki
sjúklingum þar sem hæfni þeirra til að taka
sjálfa ákvörðunina er ábótavant. Á hinn bóg-
inn er sjúkdómur þeirra þess eðlis að gera
verður aukna kröfu til umhverfisins til að