Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 115
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
99
LÍ sem svari áskriftargjaldi
Læknablaðsins, og séu þeir þar
með áskrifendur blaðsins.
Nú greiðir gjaldskyldur félagi
ekki árgjald sitt til LÍ og er
stjóm félagsins þá heimilt að
svipta hann félagsréttindum,
uns hann hefur greitt gjaldið,
hafi hann verið aðvaraður með
minnst mánaðar fyrivara.
Reikningsár félagsins er al-
manaksárið.
VI. kafli:
Um aðildarfélög
13. grein
Aðild að svæðafélögum
Rétt til inngöngu í svæðafélag
hafa allir þeir, er lokið hafa kan-
dídatsprófi i læknisfræði og eru
búsettir og/eða starfandi á fé-
lagssvæðinu.
14. grein
Aðild að félögum íslenskra
lækna erlendis
Rétt til aðildar að félögum ís-
lenskra lækna erlendis eiga ís-
lenskir læknar, svo og erlendir
læknar með embættispróf frá
Háskóla fslands.
15. grein
Lög aðildarfélaga,
ársskýrslur o.fl.
Lög aðildarfélaga em þvi
aðeins gild. að þau hafi verið
samþykkt af stjóm LÍ.
Stjóm hvers aðildarfélags
skal senda stjóm LÍ ársskýrslu
sína ásamt skrá yfir félaga
minnst mánuði fýrir aðalfund
U.
Nú óskar aðildarfélag þess,
að aðalfúndur LÍ taki eitthvert
mál til meðferðar, og skal þá
tilkynning um það ásamt grein-
argerð send stjóm Ll minnst
fjörum vikum fýrir þann fúnd.
VII. kafli:
Um kjaramál, stöður
og vinnudeilur
16. grein
Kjarasamningar
LÍ sér um gerð kjarasamn-
inga lækna í samráði við svæða-
félög og önnur félög lækna, eftir
því sem við á hverju sinni.
Þeir einir greiða atkvæði um
kjarasamning sem taka laun eft-
ir honum.
Til að samræma kaup og kjör
lækna skal stjóm Læknafélags
íslands halda kjaramálafundi.
Til slíkra funda skal boða for-
menn svæðafélaga, samninga-
nefnda, Sérfræðingafélags ísl.
lækna, Félags yfirlækna, Félags
ísl. heimilislækna, Félags ungra
lækna, félags eldri lækna, svo og
aðra þá, sem stjómin telur
ástæðu tíl.
Kjaramálafund skal að jafn-
aði boða með 2ja vikna fyrir-
vara.
17. grein
Um stöður
Stjóm LÍ skal vara lækna og
viðkomandi atvinnurekendur
við stöðum eða embættum. sem
hún telur varhugaverð eða óað-
gengileg fýrir lækna.
Enginn félagsmaður má
sækja um eða taka við stöðu eða
embætti, nema þau hafi verið
auglýst til umsóknar með
minnst fjögurra vikna fýrirvara.
Með stöðu er hér átt við, að
stöðugildi sé a.m.k. 25%, ráðn-
ingartími a.m.k. 3 mánuðir og
að staðan falli utan kandídats-
árs ungra lækna. Það telst einn-
ig staða. sé stöðuhlutfall aukið
þannig, að það nái 25% stöðug-
ildi.
18. grein
Félagsskyldur í vinnudeilum
Ef LÍ eða aðildarfélag á í
deilu við sjúkrasamlag, Trygg-
ingastofnun ríkisins, bæjarfé-
lag, ríki eða aðra hliðstæða að-
ila, getur enginn félagi leyst sig
undan þeim skyldum, sem deil-
an leggur honum á herðar, með
því að segja sig úr félögunum.
VIII. kafli:
Um siðamál
19. grein
Siðareglur
Læknafélag íslands setur fé-
lagsmönnum siðareglur, Codex
Ethicus. Stjórnir LÍ og svæðafé-
laganna skulu hafa eftirlit með
og stuðla að því, að siðareglurn-
ar, svo og lög og samþykktir fé-
laganna, séu höfð í heiðri.
Stjómimar skulu vera læknum
til ráðuneytis um siðareglur
lækna og um samskipti lækna
innbyrðis og þær skulu fjalla um
meint brot á Codex Ethicus og á
lögum og samþykktum LÍ og
svæðafélaganna. Um meðferð
mála gilda reglur, sem eru í við-
auka við lög þessi.
20. grein
Siðanefnd LÍ
Á vegum félagsins starfar
Siðanefnd og er hlutverk henn-
ar að fjalla um siðamál, sem til
hennar er vísað.
Um skipan nefndarinnar og
starfshætti gilda reglur, sem em
í viðauka við lög þessi.
21. grein
Gerðardómur LÍ
Gerðardómur Læknafélags
Islands er áfrýjunardómstóll.
Dómurinn tekur til meðferðar
mál, sem vísað hefur verið til
Siðanefndar Læknafélags ís-
lands og úrskurði nefndarinnar
síðan verið skotið til dómsins.
Um skipan dómsins og um