Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 58
48 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 góð röksemdafærsla og siðferðileg dómgreind er betri við ákvarðanatöku en blind lögmáls- hyggja. Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu A síðustu árum hafa orðið nokkrar breyting- ar á heilbrigðisþjónustunni. Þær helstu hafa verið aukin tæknivæðing og fleiri meðferðar- möguleikar. A sama tíma hefur orðið stöðnun eða samdráttur í fjárveitingum til heilbrigðis- kerfisins. Það hefur leitt til vandamála innan kerfisins því í rauninni er hægt að gera meira en þjóðfélagið telur sig hafa efni á. Meira er því talað um nauðsyn forgangsröðunar í heilbrigð- iskerfinu en áður var. Samdrátturinn vekur spurningar um það hvernig takmörkuðu fjár- magni verði skipt á sem réttlátastan hátt. Er til dæmis réttlátt að eyða miklum fjármunum í dýra meðferð sem gagnast fáum? Getur þörf ákveðins einstaklings eða sjúklingahóps fyrir meðferð verið það sem máli skiptir eða þurfum við um leið að vega og meta þörf annarra ein- staklinga eða hópa fyrir meðferð? Á samdráttartímum er deyjandi fólk við- kvæmur sjúklingahópur hvað varðar meðferð. Það er auðvelt að benda á að þessi hópur er ekki þjóðhagslega hagkvæmur, því hann legg- ur ekki lengur fram neina vinnu og veldur oft verulegum kostnaði. Hugsanlegt er að fram komi krafa um að fólk sjái sóma sinn í að deyja ódýrt, þannig að spöruð verði dýr eða tæknileg meðferð hjá dauðvona sjúklingum án tillits til þess hvort hún geti létt þeim síðustu stundirn- ar. Er þetta vissulega nokkurt áhyggjuefni. Hugsanlegt er að í framtíðinni munum við sjá aldurstengdar ákvarðanir þar sem reynt verður að spara fé sem annars væri eytt í með- ferð aldraðra og að við þær ákvarðanir verði ekki tekið tillit til þess hvort aldraðir geti notið einhverra gæða í lífi sínu. Dæmi um þetta má finna í Danmörku þar sem erfitt eða ógerlegt er fyrir fólk yfir áttrætt að fá gerviliði þó það sé fullfrískt að öðru leyti. Ákvarðanir sem tengjast meðferð ákveð- inna sjúkdóma eru líka hugsanlegar svo sem að ákveðnir sjúkdómar verði ekki meðhöndlaðir eða að ákveðin einkenni sjúkdóma verði ekki meðhöndluð. Þá er tvennt til, annars vegar að ákveðið verði að þessi þjónusta verði ekki veitt innan heilbrigðiskerfisins eða að sjúklingurinn þurfi að borga allan kostnaðinn við meðferðina sjálfur. Sumar lýtalækningaaðgerðir gætu fall- ið undir þennan flokk. En huga ber að fleiru þegar litið er á tengsl fjármála og meðferðar. í fyrsta lagi að ákvörð- unin um hvort einhver meðferð er veitt er ekki bara faglegt eða læknisfræðilegt mat sem bygg- ist á óskum sjúklingsins, ástandi hans og horf- um, heldur er hún líka háð efnahag einstak- lingsins og efnahag þjóðfélagsins. Þetta má meðal annars sjá í ákvörðunum um líffæra- flutninga í Oregon í Bandaríkjunum (12) og hugsanlega í notkun mjög dýrra lyfja á íslandi. Önnur tengsl geta líka verið milli efnahags og ákvörðunar á gagnsemi meðferðar svo sem að meta gagnsemina út frá hagfræðilegum út- reikningum á kostnaði og hagnaði. Dæmi um þetta getur verið að ákveða að ekki sé gagn í meðferð sem gefur minna en 5% líkur á ár- angri en ári seinna er talið að 10% líkur á árangri sé nauðsynlegt til að réttlæta dýra með- ferðxz>. Lokaorð Hér hefur verið stiklað á stóru um siðferði- leg verðmæti og meðferð. Hvorugu verður gerð tæmandi skil í svo stuttu erindi. Hins veg- ar vonast ég til að spjall verði kveikja að frekari umræðu um þessi mál bæði í ræðu og riti. HEIMILDIR 1. Mappes T, Zembaty JS. Relevant concepts and princi- ples. In: Mappes T, Zembaty JS. eds. Biomedical Eth- ics. 3rd ed. New York: McGraw-Hill Inc., 1991: 24-39. 2. Outka G. Social justice and equal access to health care. In: Munson R, ed. Intervention and Reílection. Basic Issues in Medical Ethics. 4th ed. Belmont, California: Wadsworth Publishing Company, 1991: 594-603. 3. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Rann- sóknarstofnun í siðfræði, 1993: 68. 4. Læknaeiðurinn. Siðamál lækna. Læknablaðið 1977; 63/ Fylgirit 1: 3-4. 5. Kristinsson S. Siðareglur. Greining á siðareglum ásamt skráðum siðareglum starfsgreina á íslandi. Reykjavfk: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1991: 17-31. 6. Cranford RE. The persistent vegetative state: The med- ical reality. (Getting the facts straight). Hastings Center Report 1988; Feb-Mar: 27-32. 7. Executive Board, American Academy of Neurology. Position of the American Academy of Neurology on certain aspects of the care and management of the per- sistent vegetative state patient. Neurology 1989; 39; 125-6. 8. McCormick RA. To save or let die. The dilemma of modern medicine. JAMA 1974; 229; 172-6. xz) Það sem hér er kallað gagnsemi er í rauninni fjárhags- legt mat á því hvað er hagkvæmt eða hvað þjóðfélagið telur sig hafa efni á. Annað nafn væri því hugsanlegt. Hér er ekki verið að tala um það sama og kallað er gagnsemi meðferðar eða futility. (Sjá erindi Ástríðar Stefánsdóttur, bls. 50-4.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.