Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 70
58 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Samkvæmt 31. gr. lögræðislaganna ræður lögráðamaður ósjálfráða manns persónulegum högum hans nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum. Lögmæt ráðstöfun lögráðamanns bind- ur ósjálfráða mann svo sem sjálfráða hefði hann gert hana. Með vísan til ofannefndra lagaákvæða má spyrja hvort lögráðamaður ósjálfráða manns eða foreldrar barns sem er ósjálfráða fyrir æsku sakir geti tekið þá ákvörðun að meðferð sem haldið hefur lífi í hinu sjúka barni eða hinum sjúka ósjálfráða manni verði hætt. Telja verður að þrátt fyrir ákvæði lögræðislaganna um að lögráða menn ráði persónulegum hög- um ólögráða manna, þá geti þeir ekki tekið þessa ákvörðun fyrir sjúkling. Mannslífið er friðheilagt. Það getur enginn annar tekið þessa ákvörðun löglega fyrir sjúklinginn. I leiðbein- ingum um takmörkun meðferðar sem gildir á Borgarspítalanum segir að verði ágreiningur milli lækna og aðstandenda um takmörkun meðferðar skuli leita úrskurðar landlæknis. Ekki verður séð af þeim lögum sem gilda um landlækni, það er 3. gr. laga um heilbrigðis- þjónustu og reglugerð nr. 411/1973 um land- lækni og landlæknisembættið, að landlæknir geti skorið úr um það hvort meðferð skuli hætt eða takmörkuð. Landlæknir er ekki lögum samkvæmt réttur aðili til að taka slíka ákvörð- un. Það er ekkert í lögum sem heimilar honum að taka svona ákvarðanir. Þetta ákvæði í þess- um leiðbeiningarreglum á sér því ekki stoð í lögum. Nefna má hér dæmi um sænskan dóm (7). Áttræð kona fékk heilablæðingu. Hún missti meðvitund og heilaskaðinn var staðfestur. Að höfðu samráði við fjölskyldu konunnar lét yfir- læknir sjúkrahússins hætta að gefa konunni næringu í fljótandi formi. Sex dögum seinna dó konan. Læknirinn var ákærður en ekki fyrir manndráp, heldur fyrir brot í starfi. Hann var hins vegar sýknaður þar sem talið var að áframhaldandi meðferð hefði ekki haft neitt læknisfræðilegt- eða mannúðarmarkmið. Það má segja að í íslenskum lögum séu engar skýlausar reglur sem tryggja mönnum rétt til þess að deyja enda þótt þeir kjósi það helst af öllu. Nauðsyn lagabreytinga Er ástæða til að breyta íslenskum lögum á þá lund að hægt sé að forða því að starfsfólk heil- brigðisstétta verði dæmt fyrir að takmarka meðferð við lok lífs, eða endurlífga sjúklinga ekki, eða taka leiðslur sem halda sjúklingum á lífi úr sambandi? Það hefur ekki staðið til hér á landi að breyta lögunum. Það er almenn refsi- lækkunarheimild og heimild í lögum til að láta refsingu falla niður. Það hefur ekki verið vilji til þess hjá löggjafarvaldinu að lögleiða refsi- leysi vegna hverskonar athafna eða athafna- leysis sem nú falla undir líknardráp. Hins vegar getur verið að kringumstæður kunni að vera slíkar að refsivörslukerfið þoli slíkt með því að bregðast við af umburðarlyndi eftir atvikum hverju sinni. Það sem einkum hefur verið fært fram gegn lögleiðingu refsileysis; 1. Slíkt ákvæði myndi brjóta gegn grundvall- arhugmyndum um friðhelgi lífsins og virðingu fyrir því. 2. Slíkt ákvæði getur leitt til misnotkunar. Þegar meðvitundarlaus manneskja sem er haldin ólæknandi sjúkdómi er „réttdræp", þá er hætta á að skrefið verði stigið lengra og til dæmis mjög vanskapaður og þroskaheftur ein- staklingur yrði talinn falla undir ákvæðið. Menn óttast það að mörkin muni smám saman færast út og ákvæðin gætu ýtt undir hugmyndir um mismunun mannslífa eftir verðleikum. 3. Þessi ákvæði geta leitt til þess að sjúkling- ar fyllist vantrausti og ótta gagnvart starfsfólki heilbrigðisstétta og vandamönnum. Þá má benda á að von um arf getur alltaf átt þátt í ákvarðanatöku vandamanna. Svo sem áður sagði þá hefur ekkert mál risið hér á landi út af svona málum. Svona tilfelli hefur aldrei verið kært til ríkissaksóknara eða rannsóknarlögreglu. Eðlilegast er að refsi- vörslukerfið taki á þessu þegar og ef að því kemur, frekar en að lögunum verði breytt. Það er hins vegar kannski ástæða til að skoða það hvort breyta eigi lögunum með það fyrir aug- um að einhver annar en sjúklingur sjálfur geti tekið þessa ákvörðun, eins og til dæmis að dómstólar geti fyrirskipað að meðferð verði hætt. HEIMILDIR 1. Laxness H. íslandsklukkan. Reykjavík: Helgafell, 1969: 127. 2. Safn greinargerða við almenn hegningarlög. Úlfljótur 1989: 47. 3. Þórmundsson J. Líknardráp. Úlfljótur 1976; 3: 160. 4. Greve V. Om læger og euthanasi. Juristen og Ökonomen 1974: 381-9. 5. Ugeskrift for Retsvæsen 1993: 437. 6. Ugeskrift for Retsvæsen 1917: 600-1. 7. Svensk Juristtidning 1965:77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.