Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
63
þaö veldur togstreitu og spennu. Hvenær hætt-
ir lífið að vera líf?
Hér verður leitast við að draga útlínur þessa
viðfangsefnis með annarri skyldri spurningu.
Sú spurning er opin og verður vafalaust um
ófyrirséða framtíð. Hvenær er tímabært að
hætta að lækna samkvæmt hefðbundinni merk-
ingu þess orðs, það er að gera manninn heilan
heilsu og ráða bót á sjúkleika hans? Og hvenær
er þá tímabært að fara eingöngu að líkna, lina
þjáningar þess manns, sem ekki verður lækn-
aður? Hvenær verður líknin eina læknisverk-
ið?
Einhvers staðar á hinu virka meðferðarferli
hlýtur umboði læknisins til að lækna að ljúka,
hvenær gerist það og á hvaða forsendum? Hve-
nær hættir hjálpin til að endurheimta heilsu og
krafta að vera hjálp? Og er yfirleitt mögulegt
að tala um hjálp, þegar hjálpin er farin að vinna
gegn sjálfri sér? Það er fullljóst, að við getum
ekki krafist þess af neinum lækni, að hann noti
öll tiltæk læknisfræðileg úrræði til að lengja líf,
sem honum er falið til umönnunar. Hvenær þá,
ef nokkurn tímann, má læknirinn hætta að leit-
ast við að lengja lífið? Ákvörðun í þá veru
hlýtur að velta á því, hvort lífið sem hér um
ræðir geti orðið lengra um einhvern tíma og
hvort sá tími hafi þá tilgang og merkingu. Það
er í þessum punkti, sem við erum leidd út fyrir
landamæri fræðanna og knúin til að fá sem
víðtækasta sýn á manninn.
Hvað er það sem gerir manninn að manni,
hvað er það sem myndar mennskuna sem
læknirinn skuldbindur sig til að styðja sam-
kvæmt Hippókratesar eiðnum, og hvar eru
ntörkin dregin á milli lífs með inntaki og merk-
ingu og þess lífs, sem er án þessa og af hverjunt
eru þau mörk dregin? Svarið er einfalt þegar
úrskurða þarf mann látinn. Það er lagalegt
hlutverk læknisins að kveða upp úr um það. Og
einungis í örfáum tilvikum árlega hér á landi
þarf að beita skilgreiningu heiladauðans og þá
er það gert eftir mælanlegum leiðum og með
þekktum aðferðum. Hitt er jafn flókið og erfitt
siðfræðilegt álitamál, þegar við beinum spurn-
ingunni að tilvist mannsins og spyrjum: Hve-
nær hættir lífið að vera líf? Þannig myndast
spenna á milli þess sem stendur fyrir utan
valdsvið okkar, það er grundvallarmerking og
tilgangur mannnlegrar tilveru, og þess sem er á
okkar valdi, það er að segja nútímaþekking
læknavísindanna. Hér þurfum við því að leggja
saman læknisfræðina, guðfræðina, lögfræðina,
heimspekina. Listinn er engan veginn tæm-
andi. Við þurfum að nota þessi tæki, við þurf-
um að nota öll tiltæk meðul, í þjónustu við
manninn til að varpa ljósi á stöðu hans og
hjálpa honum til að gera upp hug sinn and-
spænis spurningunni: Hvenær hættir lífið að
vera líf?
Á Borgarspítalanum hafa verið settar saman
leiðbeiningar til að auðvelda vandasamar
læknisfræðilegar ákvarðanir. Þessar leiðbein-
ingar eru engan veginn tæmandi forsagnir um
það hvernig eigi undantekningarlaust að takast
á við erfið úrlausnarefni, heldur eru þær örlítil
viðleitni til að mæta ofangreindri spurningu.
Það mætti líka orða þetta svo að leiðbeining-
arnar séu aðferð til að hjálpa fólki að spyrja og
tala saman. Spurningarnar og samtalið eiga að
miðast við velferð og hag sjúklingsins. Leið-
beiningarnar eru samt engan veginn framvísun
á ábyrgð sem læknirinn ber, heldur stuðningur
við sjúklinginn, sem reynir að svara þessari
ævafornu spurningu: Hvað viltu að ég geri fyrir
þig?
Spurningin um endurlífgun er kjörin aðferð
til að nálgast þær grundvallarspurningar, sem
oft er erfitt að koma orðurn að. Ef því er að
skipta viltu þá að reynd verði endurlífgun á
þér? Það er ekki óalgengt að sá sem stendur
frammi fyrir slíku vali spegli þessa spurningu
og varpi henni aftur til læknisins eða annarra?
Hvað mundir þú gera? Unt leið er umræðan
vakin um það sem oft er innifalið án orða:
Hvenær hættir lífið að vera líf? Hvað get ég
sjálfur hugsað mér í þessu sambandi?
Þá erum við aftur komin að því sem vakið
var máls á í upphafi, það er að segja, afstaðan
veltur meðal annars á því hver það er sem spyr
og hvenær hann spyr. I spurningalista, sent var
lagður fyrir bandaríska lækna var viðhorf
þeirra kannað til líknardauða. Annars vegar
var spurt, hvort viðkomandi kysi aðstoð frá
starfsfélaga við að binda endi á líf sitt, ef lækn-
ing væri ekki möguleg og þjáningarnar óbæri-
legar. Hins vegar var leitað svara við því, hvort
menn myndu sjálfir gangast undir þá kvöð að
vinna þetta læknisverk fyrir aðra. Það kom
meðal annars fram í svörunum, að menn ætl-
uðu öðrum að framkvæma það sem þeir
treystu ekki sjálfum sér til að gera. Það sem
brennur á mér persónulega kann að blasa við
þér, sem ert álengdar fjær, á annan hátt. Hvað
viðkemur afstöðunni til endurlífgunar hafa er-
lendar rannsóknir leitt þessa sömu tilhneigingu