Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 42
CÍFLOX
( cíprófloxacín )
-breiðvirkt sýklalyf
Ciflox (cíprófloxacín)
Framleiðandi: OMEGA FARMA hf., Kársnesbraut 108, 200 Kópavogur. Töfiur, J 01 M A 02. Hver
tafla inniheldur: Ciprofloxacinum INN, klóríð, mónóhýdrat, samsvarandi Ciprofloxacinum INN 250 mg
eða 500 mg. Eiginleikar: Lyfið er breiðvirkt sýklalyf af kinólónflokki. Verkunarmáti er að nokkru
óþekktur, en lyfið blokkar DNA-gýrasa, sem er sýklum nauðsynlegur til frumuskiptingar. Lyfið frásogast
um 70-80% frá meltingarvegi. Hámarks blóðþéttni næst eftir 2 klst. og helmingunartimi í blóði er um 4
klst. Um það bil helmingur lyfsins útskilst óbreytt iþvagi, en afgangurinn sem niðurbrotsefni i þvagi, galli
og saur. Lyfið verkar á margar sýklategundir, þar á meðal Gram-neikvæða stafi (einnig F>seudomonas
aeruginosa, Branhamella catarrhalis); einnig á Gram-jákvæða sýkla. Óviss verkun er á loftfælna sýkla.
Mjög virkt gegn Neisseria gonorrhoea. Ábendingar. Sýkingar af völdum næmra sýkla, t.d.
þvagfærasýkingar, iðrasýkingar (salmonella o.fl.), sýkingar i blöðruhálskirtli. Frábendingar. Ofnæmi fyrir
lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf. Varúð: Lyfið á ekki að gefa bömum á vaxtarskeiði vegna möguleika á
brjóskskemmdum af völdum lyfsins. Einnig ber að gæta varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með
tilhneigingu til krampa. Aukavcrkanir: Ogleði, uppköst og óljós magaóþægindi. Stöku sinnum
niðurgangur. Svimi, höfuðverkur og þreytutilfinning. Stöku sinnum sjóntruflanir og einstaka tilvik
ofskynjana. Húðútbrot. Timabundin hækkun lifrarenzýma hefur sést. Kristallamyndun i þvagi kemur fyrir,
ef þvag er basískt, en virðist þó ekki valda nýmaskemmdum. Milliverkanir. Lyfið hindrar niðurbrot
teófýllins og skyldra lyfja og hækkar þvi blóðþéttni þeirra. Ef nauðsynlegt erað gefa lyfin saman, þarf að
fylgjast vel með blóðþéttni teófýllins. Sýrubindandi Ivf, sem innihalda magnesium- eða
alúminiumhýdroxið, geta hindrað frásog lyfsins. Athugið: Onæmi getur myndast meðan á lyfjagjöf
stendur, t.d. við beinasýkingar. Skammtastærðir handa fullorðnum: Þvagfærasýkingan 100-250 mg
tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Lekandi: 250 mg gefið i einum skammti einu sinni. Iðrasýkingan 500
mg tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Beinasýkingan 750 mg tvisvar til þrisvar sinnum á dag. -Skammta
verður að minnka, ef kreatininclearance er undir 30 ml/mínútu. Lyfið er ekki ætlað bömum.
Pakkningar.
Töflur 250 mg: 10 stk.; 20 stk.; 100 stk.
Töflur 500 mg: 10 stk.; 20 stk.
o
OMEGA FARMA
íslenskt almenningshlutafélag
um lyfjaframleiðslu, stofnað 1990