Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 112
96
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Lög Læknafélags íslands
Lög LÍ samþykkt á aukaaðal-
fundi 25. nóvember 1994. Ný og
breytt ákvæði feitletruð.
I. kafli:
Heiti félagsins, heimili
og tilgangur
1. grein
Heiti félagsins, heimili og varn-
arþing
Félagið heitir Læknafélag Is-
lands, skammstafað LI. Lög-
heimili þess og varnarþing er í
Kópavogi.
2. grein
Tilgangur
Tilgangur félagsins er:
1. Að efla hag og sóma hinnar
íslensku læknastéttar og
auka kynni og stéttarþroska
félagsmanna.
2. Að stuðla að aukinni mennt-
un lækna og glæða áhuga
þeirra á því, er að starfi
þeirra lýtur.
3. Að efla samvinnu lækna um
allt, sem horfir til framfara í
heilbrigðismálum.
4. Að beita sér fyrir bættu
heilsufari landsmanna.
II. kafli:
Aðild að félaginu
3. grein
Aðildarfélög/einstaklingar
LÍ er heildarsamtök íslenskra
lækna. Aðild aö LÍ geta átt félög
lækna og einstakir læknar sam-
kvæmt eftirfarandi reglum:
1. Svæðafélög:
Svæðisbundin félög lækna
innanlands, en þau eru:
1. Læknafélag Reykjavíkur,
2. Læknafélag Vesturlands,
3. Læknafélag Vestfjarða,
4. Læknafélag
Norðvesturlands,
5. Læknafélag Akureyrar,
6. Læknafélag
Norðausturlands,
7. Læknafélag Austurlands,
8. Læknafélag Suðurlands.
Ný svæðafélög geta gerst aðil-
ar að LÍ enda sé hið nýja félag
bundið við sýslu(r), kaupstað(i)
eða afmarkað landsvæði og öll-
um læknum sem starfa á svæð-
inu sé heimil aðild að félaginu.
2. Félög íslenskra lækna erlend-
is:
Félög íslenskra lækna erlend-
is geta gerst aðilar að LI óháð
fjölda félagsmanna en þó aðeins
eitt félag frá hverju landi.
3. Einstaklingsaðild:
Einstakir læknar sem kjósa
að eiga ekki aðild að framan-
töldum félögum lækna geta átt
beina aðild að LÍ. Hið sarna
gildir um íslenska lækna, sem
vcgna vinnu og búsetu erlendis
geta hvorki verið meðlimir
svæðafélaga né félaga íslenskra
lækna erlendis. Slíkri aðild að
LI fylgir ekki kosningaréttur
eða kjörgengi sem fulltrúi á að-
alfundi LI en hins vegar önnur
réttindi til jafns við aðra lækna
þar með möguleikar til að sitja í
nefndum og ráðum LI.
Aðild nýrra félaga og ein-
staklinga er háð samþykki aðal-
fundar.
4. grein
Heiðursfélagar
Aðalfundur getur kosið sem
heiðursfélaga LÍ lækna eða
aðra, sem þess teljast maklegir.
Skal það gert á lögmætum aðal-
fundi og þarf samþykki a.m.k.
3/4 fulltrúa.
III. kafli:
Um aðalfund og formannafund
5. grein
Aðalfundur — aukaaðalfundur
Aðalfundur fer með æðsta
vald í málefnum félagsins.
Aðalfund skal halda ár hvert
á tímabilinu apríl-nóvember.
Aðalfund skal halda eigi sjaldn-
ar en þriðja hvert ár utan höfuð-
borgarsvæðisins. Stjórnin getur
kvatt til aukaaðalfundar, ef hún
telur þess þörf. Óski a.m.k. 100
félagsmenn eftir að aðalfundar-
fulltrúar verði kallaðir saman
til aukaaðalfundar ber stjórn LÍ
að verða við því.
Stjórnin boðar til aðalfundar
með minnst tveggja mánaða
fyrirvara og til aukaaðalfundar
með minnst fjögurra vikna
fyrirvara.
6. grein
Kjör fulltrúa á aðalfund
Aðildarfélögin skulu senda
fulltrúa á aðalfund LÍ. Kjör full-
trúa og varafulltrúa skal vera í
samræmi við lög aðildarfélaga
og skulu þau tilkynna nöfn full-
trúa til stjórnar LÍ eigi síðar en
fjórum vikum fyrir aðalfund.