Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 114
98
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
8. Kynning á stöðu:
a. Domus Medica
b. Ekknasjóðs
c. Lífeyrissjóðs lækna
d. Læknablaðsins
e. Námssjóðs lækna
f. Orlofsheimilasjóðs
9. Kosinn einn endurskoð-
andi og annar til vara
10. Ákveðinn fundarstaður
fyrir næsta aðalfund
11. Önnur mál
9. grein
Formannafundur
Stjórn LÍ skal halda fund með
formönnum aðildarfélaganna
eða fulltrúum þeirra, a.m.k.
einu sinni milli aðalfunda.
Á fundi þessum skal stjórnin
gera grein fyrir afgreiðslu sinni
á ályktunum síðasta aðalfund-
ar, stöðu helstu mála og annarri
starfsemi félagsins.
Óski meirihluti formanna
svæðafélaga eftir slíkum fundi,
skal hann haldinn innan fjög-
urra vikna.
Formannafund skal boða
skriflega með a.m.k. 2ja vikna
fyrirvara.
Á formannafund skal bjóða
formönnum samninganefnda og
annarra hclstu starfsnefnda fé-
lagsins svo og formönnum Fé-
lags eldri hekna, Félags ísl.
heimilislækna, Félags ungra
lækna, Félags yfírlækna og Sér-
fræðingafélags ísl. lækna.
IV. kafli:
Um stjórn félagsins
10. grein
Skipan og kjör stjórnar
Stjórn félagsins skipa 8 menn,
formaður, ritari, varaformaður,
féhirðir og fjórir meðstjórnend-
ur, kosnir á aðalfundi úr hópi
félagsmanna. Stjórnarmenn
skulu vera frá a.m.k. 2 svæðafé-
lögum. Stjórnarkosning skal
vera skrifleg, óski einhver aðal-
fundarfulltrúi þess.
Formaður, ritari, varafor-
ntaður og féhirðir skulu kosnir
hver fyrir sig til 2ja ára í senn.
Annað árið skal kjósa formann
og féhirði, en hitt árið ritara og
varaformann. Séu fleiri en 2 í
framboði og falli atkvæði jafnt,
skal kjósa aftur milli þeirra, sem
flest atkvæði hlutu. Verði at-
kvæði aftur jöfn, eða hafi 2
verið í kjöri og atkvæði fallið
jafnt, skal hlutkesti ráða.
Fjórir meðstjórnendur skulu
kosnir til eins árs í senn. Verði
atkvæði jöfn við kjör þeirra,
skal hlutkesti ráða.
Kjósa skal einn endurskoð-
anda og annan til vara úr hópi
félagsmanna til eins árs í senn.
11. grein
Verksvið stjórnar,
allsherjaratkvæðagreiðslur,
vantraust á stjórn
Stjórn félagsins fer með mál-
efni þess milli aðalfunda.
Stjórnin er ábyrg gagnvart
aðalfundi.
Verksvið stjórnar er að sjá
um daglegar framkvæmdir,
vera á verði um hag íslensku
læknastéttarinnar, félaga henn-
ar og einstaklinga, og sjá um
framkvæmdir á samþykktum
aðalfundar. Hún kemur fram út
á við sem fulltrúi félagsins. Hún
semur árlega skýrslu um starf
félagsins og leggur fyrir aðal-
fund ásamt reikningum félags-
ins endurskoðuðum af tveim
mönnum, en annar þeirra skal
vera löggiltur endurskoðandi,
er stjórnin fær til þess starfs með
kjörnum endurskoðanda úr
hópi félagsmanna. Hún skal
gera áætlun um fjárhag og starf
félagsins fyrir næsta ár.
Stjórn félagsins ræður fram-
kvæmdastjóra, sem veitir skrif-
stofu félagsins forstöðu. Fram-
kvæmdastjóri ræður aðra starfs-
menn í samráði við stjórnina.
Óski a.m.k. 100 félagsmenn
eftir allsherjaratkvæðagreiðslu
allra lækna í svæðafélögum milli
aðalfunda ber stjórn LÍ að láta
fara fram slíka atkvæðagreiðslu
innan fjögurra vikna. Meiri-
hlutasamþykkt í slíkri atkvæða-
greiðslu verði bindandi fyrir
stjórn LÍ svo fremi a.m.k. helm-
ingur skráðra félagsmanna
svæðafélaganna hafí tekið þátt í
atkvæðagreiðslunni. Meirihluti
aðalfundar getur á sama hátt
skotið málum til slíkrar allsherj-
aratkvæðagreiðslu.
Vantraust á stjórnina skal
borið fram skriflega og undirrit-
að af minnst helmingi kjörinna
fulltrúa á næsta aðalfundi á und-
an. Stjórninni er skylt að boða
til aukaaðalfundar um van-
traustið innan tvegga vikna, og
skal fundurinn boðaður með
fjögurra vikna fyrirvara. Sam-
þykki a.m.k. 2/3 kjörinna full-
trúa vantraustið, skal fundurinn
kjósa bráðabirgðastjórn til
næsta reglulegs aðalfundar.
V. kafíi:
Um fjármál félagsins
12. grein
Árgjöld
Aðalfundur ákveður árgjald
til LÍ fyrir hvern gjaldskyldan
félaga og hluta svæðafélagsins í
því. Árgjöld þeirra lækna sem
eiga beina einstaklingsaðild að
LÍ renna óskipt til félagsins.
Stjórn LÍ getur ákveðið, að
læknar, sem verið hafa virkir fé-
lagar í 40 ár eða hætt störfum
fyrir aldurs sakir eða heilsu-
brests, svo og illa stæðir læknar,
megi vera undanþegnir félags-
gjöldum. Stjórn LÍ getur veitt
öðrum félagsmönnum sams
konar undanþágur. Læknar,
sem eru sjötugir eða eldri, skulu
vera gjaldfríir.
Félagar LI erlendis eru und-
anþegnir fullum félagsgjöldum,
en greiða þess í stað árgjald til