Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 16
8
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 8-10
Ritstjórnargrein
Af rannsóknum
og siðfræði
Hvað vegur þyngst þegar hæfni góðs starfs-
manns í heilbrigðisþjónustu, læknis, hjúkrun-
arfræðings eða annars, ber á góma? Hann þarf
að hafa til bera góða faglega þekkingu byggða
á vísindalegum grunni, góða faglega þjálfun,
hafa rétt viðbrögð við hvers kyns vanda á hrað-
bergi. Hann þarf líka og ekki síður að geta sýnt
samhygð og samúð, geta talað við fólk án yfir-
lætis, geta tjáð sig um tilfinningar þess og sínar
eigin og geta tekið ákvarðanir sem byggja á
siðrænum grunni. Hann þarf að sameina raun-
vísindi og húmanisma.
Siðrænar ákvarðanir á heilbrigðisstofnunum
eru oft að nokkru byggðar á tilfinningum og
vissulega þarf að taka tillit til tilfinninga fólks
þegar siðrænar ákvarðanir eru teknar. Eigi að
síður verður að hafa hemil á tilfinningunum.
Ef tilfinningar réðu ferðinni, eða væru nægjan-
legar til að taka ákvarðanir sem ekki lytu
tæknilegum lögmálum, væri engin þ)örf á sið-
fræði eða siðfræðilegri rökræðu. Akvarðanir
væru teknar án umhugsunar, við brygðumst
við aðstæðum í samræmi við líðan okkar hverju
sinni. Siðferðilegar grundvallarreglur eru
nauðsynlegt leiðarljós í þessum efnum.
Siðfræði, ef ég skil hana rétt, er fræðigrein
þar sem að minnsta kosti hluti af rökhyggju
greinarinnar er sá að rökræða sé undanfari
ákvarðana. Siðareglur eru hvorki kreddu-
bundnar kennisetningar, né lausleg smekks-
atriði, heldur þarf ætíð rökræðu og samráðs við
fólk þegar leysa þarf siðræn álitamál.
Þess vegna er mikill fengur að greinaflokki
um siðfræði á borð við þann sem birtist í þessu
tölublaði Læknablaðsins. Greinarnar eru
byggðar á erindum sem haldin voru á ráðstefnu
í mars 1994 á vegum Siðfræðiráðs Læknafélags
íslands um siðfræði í heilbrigðisþjónustu. Um-
fjöllun um þessi efni meðal starfsfólks í heil-
brigðisþjónustu hefur farið mjög vaxandi hér-
lendis undanfarin ár. Það má að miklu leyti
þakka mikilvirkri forgöngu fyrrverandi aðal-
ritsjóra Læknablaðsins, Arnar Bjarnasonar.
Tveir íslenskir læknar hafa nýlega lokið námi í
læknisfræðilegri siðfræði. Veruleg umfjöllun
um þessi mál hefur lengi átt sér stað í guðfræði-
deild Háskóla íslands og ennfremur má mikils
vænta af tiltölulega nýstofnaðri Siðfræðistofn-
un Háskólans.
í þessu samhengi er ástæða til að vekja at-
hygli á tveimur atriðum sem lúta einkum að
siðfræði og vísindarannsóknum, en þau eru
annars vegar öflun upplýsts samþykkis (infor-
med consent) þátttakenda í rannsóknum áður
en þær eru framkvæmdar og hins vegar starfs-
vettvangur vísindasiðanefnda.
Við erum öll sammála um að þekking og
vinnulag á sviði heilbrigðisvísinda væri lítils
virði ef ekki væri byggt á vísindarannsóknum,
sem meðal annars er óhjákvæmilegt að gera á
mönnum. Mögulegur ávinningur rannsóknar
verður þó ávallt að vega þyngra en áhættan.
Hagsmunir einstaklings verða alltaf að ríkja
yfir þörfum vísinda og samfélags. Reynist
áhætta rannsóknar of mikil ber að stöðva hana.
Rannsóknir verða að vera í samræmi við viður-
kenndar vísindalegar vinnureglur. Rannsókn-
irnar verða að byggja á ýtarlegri þekkingu á
fyrri vitneskju um efnið og á stundum á tilraun-
um á rannsóknarstofu eða á dýratilraunum.
í því skyni að vernda rétt og hagsmuni þátt-
takenda í rannsóknum hafa verið settar ýtar-
legar siðareglur sem byggja að nokkru leyti á
siðareglum sem samþykktar voru í Nurnberg í
Þýskalandi árið 1947 eftir að vitneskja barst um
pyntingar og morð undir yfirskini vísindarann-
sókna sem læknar stunduðu á föngum í fanga-
búðum nasista á styrjaldarárunum. Vafalítið
ber þar hæst Helsinkiyfirlýsingu Alþjóðafélags
lækna, sem gerð var á 18. heimsþingi lækna í
Helsinki 1964 og breytt nokkrum sinnum síð-
an, síðast á 41. þinginu í Hong Kong 1989.