Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
19
bólgu. Á síðstigi sjúkdómsins sést eingöngu
bandsvefsþykknun í æðinni, oft að viðbættri
segamyndun.
Risafruinuœðabólga: I dagsins önn nefna
læknar þennan sjúkdóm arteritis temporalis
eða risafrumuæðabólgu (giant cell arteritis).
Hvorug nafngiftin lýsir sjúkdómnum að gagni,
enda naumast til þess ætlazt að í heiti sjúkdóms
felist skilgreining hans. Þannig krefjast skil-
merki bandarísku gigtarsamtakanna hvorki
risafrumuíferðar né yfirleitt bólgu í grunnlægri
gagnaugaslagæð til þess að greina megi risa-
frumuæðabólgu. Á hinn bóginn greinist ósjald-
an hvort tveggja, æðasjúkdómar með risa-
frumubólgu (27) og bólgusjúkdómar í grunn-
lægri gagnaugaslagæð (28), án þess að fyrir
liggi sjúkdómurinn risafrumuæðabólga. Því fer
fjarri, að þessi aðgreining sé hugsanaleikur eða
fræðileg hártogun. Til dæmis leggst drepœða-
bólga ósjaldan á gagnaugaslagæð og í hmiða-
geri Wegeners sést oft æðabólga með risafrum-
um. Ranggreining þegar þannig stendur á get-
ur augljóslega haft alvarlegar afleiðingar. Þá er
þess að geta, að sjúkdómar, sem virðast með
öllu óskyldir risafrumuæðabólgu, svo sem
fjölkerfaútfellingar sterkjulíkis, geta farið sam-
an með þessari æðabólgu (29). Bandarísku
gigtarsamtökin ákvörðuðu að næmi skilmerkja
sinna væri 93,5% og sérhæfið 91,2% (30) (tafla
VII). Við greiningu einstakra sjúklinga er lík-
lega réttast að skilgreina risafrumuæðabólgu
sem hnúðbólgu í ósœð og megingreinum henn-
ar, með sérstakri sœkni í grunnlœga gagnauga-
slagæð. Sjúklingar eru langflestir yfir fimmtugt
og tengslin við gigtvöðvabólgu eru ndin en ekki
•:• V.. •‘..- •■ .
6b
Mynd 6. Takajasú-œdabólga.
a) Bjúglaga útvíkkun á fallmeginœd; þrengsli í hœgri sam-
hálsslagœð. Skuggaefnisrannsókn á ósœð. b) Hnattfrumu-
íferð (ör) og bandvefsummyndun í miðhjúp ósæðar. Trafsegi
í blóðgangi (örvaroddur). HE-litun, 100X.
Tafla VI. Skilmerki ACR til flokkunar Takajasú-æðabólgu*.
Skilmerki Skilgreining
1. Aldur við sjúkdómsupphaf 40 ár
2. Útlimaöng
3. Púlsminnkun í upparmsslagæð
4. Blóðþrýstingsmunur > 10 mm Hg
Einkenni og teikn tengd Takajasú-æðabólgu gera vart við sig um eða
innan við fertugt
Þreyta og óþægindi við áreynslu í vöðvum að minnsta kosti eins útlims,
einkum í handleggjum
Púlsminnkun í annarri eða báðum upparmsslagæöum
Blóðþrýstingsmunur > 10 mm Hg í slagbili milli upparmsslagæða
5. Þrusk yfir viðbeinsslagæðum eða ósæð Þrusk heyrist við hlustun yfir annarri eða báðum viðbeinsslagæðum
eða kviðarhluta ósæðar
6. Afbrigði við skuggaefnisrannsókn Þrenging eöa stífla ósæðar, megingreina hennar eða stórra slagæða í
á slagæð nærhlutum útlima. Afbrigðin verði ekki rakin til æðahörðnunar, hnúð-
þrengsla eða skyldra fyrirbæra; afbrigðin eru oftast staöbundin
* Til þess aö sjúkdómur tiltekins sjúklings megi flokkast sem Takajasú-æðabólga veröa aö nást fram þrjú af sex ofanskráðum skilmerkjum. Séu að
minnsta kosti þrjú skilmerki fyrir hendi telst næmi 90,5% og sérhæfi greiningar 97,9%.