Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 36
28
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
verðar einkum samanborið við önnur lönd, svo
og til að fá yfirlit yfir umfang og þróun þjón-
usturannsókna innan heilbrigðisþjónustunnar
en öflun þeirra hefur lítið verið sinnt af hálfu
hins opinbera. Á þessu árabili hafa töluverðar
breytingar orðið á rannsóknatækni, sem valdið
hefur áherslubreytingum jafnt á sjúkrahúsum
sem heilsugæslustöðvum. Ennfremur hefur
margvísleg læknisþjónusta flust frá sjúkrahús-
um til einkarekinna læknastofa og samfara því
hefur einkareknum rannsóknastofum fjölgað
og þáttur þeirra í rannsóknum aukist.
Stöðlun eininga og viðmiðunargilda ásamt
gæðastjórnun á rannsóknastofum hefur verið í
brennidepli síðastliðinn áratug. Hérlendis var
gert átak í að breyta mælieiningum þjónustu-
rannsóknastofa yfir í SI einingar (Systéme Int-
ernational d’Unités) 1982 (2) enda mikil hag-
ræðing í því að allir noti sömu einingar, meðal
annars til að forðast misskilning. Var því
ákveðið að kanna nú hvort allir notuðu sama
einingakerfi svo og áhuga rannsóknastofanna á
samvinnu um ytra gæðamat og samræmingu
viðmiðunargilda um leið og aflað væri upplýs-
inga um fjölda mælinga á árinu 1990.
Efniviður og aðferðir
Síðla sumars 1991 var sendur spurningalisti
til allra aðila sem talið var að gerðu blóð-
meina-, meinefna- og bakteríurannsóknir hér á
landi. Þar á meðal voru allar ríkis- og einka-
reknar heilsugæslustöðvar, öll sjúkrahús,
hjúkrunar- og öldrunarstofnanir og einkarekn-
ar rannsóknastofur. Spurt var um tegundir og
fjölda rannsókna sem gerðar voru við hverja
stofnun árið 1990. Spurningalistar voru sendir
til 85 aðila. Spurningarnar voru ítrekaðar með
bréfi, símtali eða hvoru tveggja eftir sex til 18
mánuði ef svör höfðu ekki borist. Ef engin svör
höfðu þá fengist var fjöldi rannsókna áætlaður.
Áætlunin byggði á rannsóknafjölda sömu
stofnunar 1982 og var gert ráð fyrir hlutfalls-
lega sömu breytingum og urðu að meðaltali hjá
sams konar stofnunum á tímabilinu. Ef ekki
var vitað um rannsóknafjöldann 1982 var tekið
mið af rannsóknafjölda við stofnanir sem tald-
ar voru sambærilegar. Rannsóknafjöldi við
þær einkareknu rannsóknastofur, sem ekki
gáfu upplýsingar, var áætlaður með því að
deila með 7,0 í einingafjöldann sem Trygging-
astofnun ríkisins greiddi viðkomandi stofu
fyrir rannsóknir á árinu 1990 (3). Sú reiknings-
aðferð byggist á könnun á rannsóknum á sjúk-
lingum utan sjúkrahúsa við stofnun sem veitti
svipaða þjónustu.
Við uppgjör er stofnununum skipt í stór
sjúkrahús (Borgarspítali, FSA, Landakotsspít-
ali og Landspítali), önnur sjúkrahús, öldrunar-
og hjúkrunarstofnanir, heilsugæslustöðvar og
einkareknar rannsóknastofur. Skráningarað-
ferðir voru samræmdar eftir föngum. Megin-
reglan var að telja eina rannsókn að baki hverri
niðurstöðu með þeirri undantekningu að hóp-
ur rannsókna, sem gerðar eru samtímis á sama
sýnishluta, telst ein rannsókn. Þannig er þvag-
rannsókn með dýfuræmu talin ein rannsókn þó
að með henni fáist upplýsingar um mörg atriði í
einu. Sama gildir um mælingar á blóðgösum og
blóðhag sem eru gerðar með tækjum sem skila
mörgum niðurstöðum samtímis. Blóðflögu-
talning var talin sér þó að sum tæki gefi upp
blóðflögufjölda með blóðhag. Rannsóknir í
meinefnafræði voru taldar hver fyrir sig enda
þótt mörg tæki skili fleiri en einni niðurstöðu
samtímis, til dæmis natríum og kalíum. Sykur-
þol var talin ein rannsókn. Bakteríuræktun var
talin ein rannsókn óháð fjölda æta. Súrefnis-
firrð ræktun var talin sérstök rannsókn en ekki
tekið tillit til næmisprófa.
Rannsóknum var skipt í fimm flokka: Mein-
efnafræði, blóðmeinafræði, þvagrannsóknir,
bakteríurannsóknir og aðrar rannsóknir. Til
meinefnafræðirannsókna eru hér taldar mæl-
ingar á efnum sem uppleyst eru í sermi eða
plasma öðrum en þeim sem taka þátt í storkn-
un blóðs. Til blóðmeinafræði heyra talningar
og deilitalningar blóðkorna, sökkmæling og
storku-, blæðinga- og blóðtapparannsóknir.
Rannsóknir á þvagi, aðrar en bakteríurann-
sóknir, teljast til þvagrannsókna og til bakter-
íurannsókna allar bakteríuræktanir og rann-
sóknir til að sýna fram á bakteríur í sýnum. Til
annarra rannsókna eru taldar rannsóknir sem
ekki falla undir neinn af hinum flokkunum, til
dæmis blóðbankarannsóknir, þungunarpróf og
rannsóknir, aðrar en bakteríurannsóknir, sem
gerðar voru á öðrum sýnum en blóði og þvagi,
til dæmis mænuvökva, liðvökva, brjósthols-
vökva og svo framvegis.
Niðurstöður
Spurningalistar voru sendir til 85 aðila og
svör bárust frá 52 (61%). Fjöldi og svörun í
hverjum flokki stofnana kemur fram í töflu I.
Heimtur reyndust svipaðar og í könnuninni
1982. Athyglisvert er að sumir tóku fram að