Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 61 læknar sem annast deyjandi sjúklinga, gera vel í því að ræða við sjúklinga sína um lífsviðhorf og óskir þeirra þegar lífslok nálgast. Sumar sérgreinar virðast lengra komnar en aðrar að þessu leyti, ef marka má þessa erlendu rann- sókn. Geta leiðbeiningar um takmörkun á með- ferð skapað vandamál? Já vissulega, sérstak- lega ef þeim er beitt hugsunarlítið og án þess að nálgast ákvörðunina með þeim hætti sem gert er ráð fyrir. Fátt eitt í heimi hér er fullkomið en spyrja má á móti, hvernig staðan væri án leið- beininga(l). Ljóst er að full meðferð að endur- lífgun útilokar ekki tímabundna innlögn á gjör- gæsludeild, en ég man eftir því, af persónulegri reynslu erlendis frá, að mótbárur væru hafðar í frammi við flutning sjúklinga undir þessum kringumstæðum. Þar þarf ábyrgur læknir að fylgja málum sinna sjúklinga eftir og skýra mál- in. Það getur skapað vandamál ef sjúkdómur og horfur eru ekki vel skilgreind, þannig að sjúklingurinn er ekki í raun deyjandi, en settur á líknandi meðferð í stað endurhæfingar. Mögulega gæti þetta komið fram á fyrsta sólar- hringi eftir alvarlegt heilaáfall, til dæmis helft- arlömun með málstoli þar sem sjúklingurinn getur í fyrstu litið út fyrir að vera verri en tíminn leiðir síðan í ljós. Þá mega fyrirmæli unr líknandi meðferð ekki leiða til þess að sjúkling- urinn sé yfirgefinn. Líknandi meðferð krefst fullrar athygli og ákveðinnar þjálfunar. Þar eru skilin milli vísinda og listar í læknisfræðinni. Vandamálum má mæta og fyrirbyggja með fræðslu, til dæmis væri æskilegt að hafa starf- andi þverfaglega siðanefnd innan sjúkrahús- anna, sem viðhéldi fræðslu, leiðbeiningum og eftirliti með þessum og öðrum siðfræðilegum málum. Loks vil ég benda á athyglisverða grein frá Bandaríkjunum, sem fjallar um algengan mis- skilning varðandi lögfræðileg atriði sem snerta fyrirmæli um takmörkun á meðferð (10). Mis- skilningur af þessu tagi getur á stundunr leitt til hryggilegrar niðurstöðu fyrir lækninn, sjúkra- húsið, sjúklinginn og ættingja hans. Hafa verð- ur í huga að íslensk lög byggja á öðrum hefðum en þau bandarísku, en engu að síður er um lærdómsríkar athugasemdir að ræða. Misskiln- ingurinn sem nefndur er er eftirfarandi: 1. Allt sem ekki er sérstaklega skráð í lögum er ólög- legt. 2. Það jafngildir manndrápi eða sjálfsvígi að taka öndunarvél úr sambandi. 3. Sjúklingur þarf að vera á banabeði til þess að draga í land með meðferð. 4. Það er leyfilegt að halda að sér höndum með hátæknimeðferð, en ekki al- genga gamalreynda meðferð. 5. Það er réttlæt- anlegt að halda að sér höndum með meðferð sem ekki hefur verið hafin, en rangt að stöðva meðferð þá þegar hún hefur verið hafin. 6. Það er lögfræðilega alvarlegra að stöðva sondu- fæðu en aðra meðferð. 7. Það þarf að krefjast dómsúrskurðar til þess að stöðva meðferð. 8. Lífserfðaskrár eru ólöglegar. Siðfræðilegar spurningar geta verið erfiðar, en þær má ekki flýja. Niðurstaða gaumgæfi- legrar íhugunar um siðfræðileg mál getur aukið mjög á fullnægingu í starfi og leitt til bættrar umönnunar og meðferðar sjúklingsins. Platon mun hafa sagt að læknisfræðin væri stunduð af kostgæfni, þegar hún hefði siðfræðilega við- miðun. Arþúsundum síðar er þessi hugsun jafn sönn. HEIMILDIR: 1. Jónsson PV. Að takmarka meðferð við lífslok. Lækna- blaðið 1989; 75: 179-81. 2. Greinargerð með leiðbeiningum um takmörkun á með- ferð. Frá læknaráði Borgarspítalans. Læknablað- ið/Fréttabréf lækna 1992; 10(4): 14-5. 3. Stanley JM, editor: The Appleton International Cönfer- ence: Developing guidelines for decisions to forgo life- prolonging medical treatment. J Med Ethics: 1992, 18, supplement: 1-22. 4. Jonsson PV, McNamee M, Campion EW. The „Do Not Resuscitate" Order. A Profile of It’s Changing Use. Arc Intern Med 1988; 144: 2373-5. 5. Frampton MW, Mayewski RJ. Physicians’and Nurses’ Attitudes Toward Witholding Treatment in a Communi- ty Hospital. J Gen Intern Med 1987; 2: 394-9. 6. Starr TJ. Pearlman RA, Uhlmann RF. Quality of Life and Resuscitation Decisions in Elderly Patients. J Gen Intern Med 1986; 1: 373-9. 7. Flanagan JC. Measurement of Quality of Life: Current State of the Art. Arch Phys Med Rehabil 1982; 63: 56-9. 8. Bedell SE, Delbanco TL. Choices about cardiopulmon- ary resuscitation in the hospital — when do physicians talk with patients? N Engl J Med 1984; 310: 1089. 9. Wachter RM, Luce JM, Hearst N, Lo B. Decisions about Resuscitation: Inequities among Patients with Different Diseases but Similar Prognosis. Ann Intern Med 1989; 111: 525-32. 10. Meisel A. Legal Myths about Terminating Life Support. Arch Intern Med 1991; 151: 1497-1502.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.