Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
21
7b
frumuæðabólgu til gúlmyndunar. Risafrumu-
æðabólga er þannig fjölkerfasjúkdómur.
Einkenni og teikn risafrumuœðabólgu: Yfir-
gnæfandi meirihluti (99%) sjúklinga er fimmt-
ugur eða eldri (30). Allir kvarta sjúklingar um
nýtilkominn höfuðverk. Tyggingaröng sem er
rnjög sérhæft (97,9%) einkenni en ekki ýkja
næmt, finnst hjá innan við helmingi sjúklinga
(38,5%). Stopul blinda (95,7%), þreifingar-
eymsli (99,6%) og púlsminnkun (97,9%) yfir
gagnaugaslagæð eru sérhæf einkenni og teikn.
Næntið er hins vegar mun síðra, þar eð þeirra
verður vart hjá langt innan við helmingi sjúk-
linga. Sökkhækkun umfrant 50mm/klst. er til-
tölulega næm rannsókn (86,5%). Sérhæfi
sökkhækkunar (47,7%) er hins vegar augljós-
lega lítið. Aðrar sermisrannsóknir vega létt,
ýmist vegna lítils sérhæfis eða lítils næmis eða
hvors tveggja. Sjúkdómsgangur er rykkjóttur.
Einkenni geta horfið urn alllangan tíma og
birzt síðan aftur. Alvarlegustu vefjaskemmdir
eru fyrst og fremst blinda vegna bólgu og stíflu
í augnslagæð. Barksteragjöf í nokkrar vikur
dregur að verulegu eða öllu leyti úr einkenn-
7d
Mynd 7. Risafrumuœðabólga.
a) Yfirlitsmynd. Blóðgangur œðarinnar (hvít ör) er þrengdur
í mjóa raufvegna bandvefsaukningar í œðaþeli. Svartar örvar
sýna upphaflegu innri þanþynnu og um leið ummál blóð-
gangs í bólgulausri œð. HE, 40X. b) Bólguíferð með marg-
kirndum risafrumum (hvítör) við innriþanþynnu. Bandvefs-
lokun blóðgangs (gild ör). Sléttvöðvi (stuttar örvar) ( mið-
hjúp. HE, 200X. c) Umfrymi einkjörnunga litast sterklega
(örvar) með and -ILl, 400X. d) Umfrymislitun (örvar) ein-
kjörnunga með and-lL6, 400X. C og d, immúnóperoxíðasi,
díamínóbenzidín-litvaki.
unt. Segja má, að öflugt svar við steragjöf sé
eitt greiningarskilmerkja, það er endurskoða
þurfi sjúkdómsgreiningu ef einkenni hverfa
ekki við lyfjameðferð.
Risafnimuœðabólga á íslandi: Rannsókn á
risafrumuæðabólgu í íslendingunt náði yfir sjö
ára tímabil, 1984-1990, og tók til flestra hliða
sjúkdómsins, þar með talið faraldsfræði, ein-
kenna og teikna sjúklinga og meinafræði og var
um leið fyrsta fjöldarannsóknin, sem fylgdi
skilmerkjum bandarísku gigtarsamtakanna
(38). Arlegt nýgengi risafrumuæðabólgu á Is-