Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 104
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Af siðleysi fyrrverandi Siðanefndar
og aðgerðarleysi Gerðardóms
Tímamótaúrskurður?
Við læknar eigum því láni að
fagna að geta haft Codex Eth-
icus (Siðareglur lækna) að leið-
arljósi í samskiptum okkar í
millum og við sjúklinga. Siða-
nefnd lækna og Gerðardómi er
ætlað að standa vörð um að
reglur Codex séu í heiðri hafð-
ar. Þessir aðilar axla mikla
ábyrgð, þar eð túlkun þeirra á
reglunum hverju sinni segir
læknum hvað þeir geta leyft sér
og hvað ei. Eitt mikilvægasta
hlutverk þeirra er að vinna gegn
því að læknar beri deilumál sín á
torg með því að fjalla um þau í
fjölmiðlum. Um þetta eru skýr
ákvæði í Codex, þar sem stend-
ur meðal annars: „Lækni er
skylt að auðsýna stéttarbróður
drengskap og háttvísi jafnt í við-
tali sem umtali, ráðum sem
gerðum. Honum ber að forðast
að kasta rýrð á þekkingu eða
störf stéttarbróður." (1. grein
III. kafla) Og: „Hann skal og
forðast ummæli, sem geti skap-
að .....órökstudda vantrú á
læknisstarfi á sjúkrahúsum eða
utan þeirra." (10 grein I. kafla)
Undirritaður hefur aldrei að
eigin frumkvæði tjáð sig opin-
berlega um læknadeilu þá, sem
upp kom á Isafirði fyrir fimm
árum. Hann svaraði hins vegar
nokkrum spurningum blaða-
manns í stuttu símaviðtali vorið
1989, þegar tveir af fjórum
heilsugæslulæknum á staðnum
sáu sig knúna til að flytjast á
brott vegna ósamkomulags við
yfirlækni heilsugæslustöðvar-
innar. Sem yfirlæknir sjúkra-
hússins taldi ég málið mér við-
komandi, þar sem heilsugæslu-
læknarnir voru jafnframt í
hlutastarfi á sjúkrahúsinu. Við-
tal þetta var kært til Siðanefnd-
ar af báðum eftirverandi heilsu-
gæslulæknum, enda þótt annar
þeirra, Bergþóra Sigurðardótt-
ir, væri þar hvergi nefnd á nafn.
Siðanefnd ályktaði að viðtalið
yrði „ekki talið fela í sér mat eða
vanmat á læknishæfileikum
þeirra Bergþóru Sigurðardóttur
og Geirs Guðmundssonar" en
úrskurðaði samt undirritaðan
brotlegan við 1. gr. III. kafla
Codex Ethicus. Ég var þannig
ekki dæmdur fyrir það sem ég
sagði, heldur fyrir að tjá mig op-
inberlega. Þótt ég væri mjög
ósáttur við þennan úrskurð,
ákvað ég að áfrýja honum ekki
til Gerðardóms vegna þess að
ég er hlynntur ströngum kröfum
um fylgni við ákvæði Codex.
Bergþóra Sigurðardóttir
skrifaði 18. desember 1989 grein
í blaðið „Bæjarins Besta" á ísa-
firði. Þar stóð meðal annars:
„Einar Hjaltason hafði drifið
upp ábyrga þjónustu á gamla
sjúkrahúsinu. Má það undrum
sæta hve miklu var þar áorkað
við tiltölulega ófullkomin skil-
yrði. Sá staðall, sem þar hafði
skapast hefur því miður ekki
haldist og það sættum við okkur
ekki við,“ og: „Viljið þið Vest-
firðingar góðir verða af allri
læknisþjónustu eða viljið þið
hjálpa okkur Geir að koma
læknisþjónustunni í það horf,
sem ríkti, er ég kom hér fyrst?“
Þegar þetta var skrifað var ég
yfirlæknir á F.S.Í. og hafði
tveimur árum áður tekið við af
Einari Hjaltasyni. Ég hélt því í
einfeldni minni að ummælum
þessum væri beint gegn mér og
taldi þau jafnframt lýsa órök-
studdri vantrú á starfsemi
sjúkrahússins, sem ég var
ábyrgur fyrir. Ég áleit því að
B. S. hefði gerst brotleg við bæði
þau ákvæði Codex, sem vitnað
er í hér að ofan, einkum með
hliðsjón af framangreindum úr-
skurði Siðanefndar. Mikil var
því undrun mín þegar sama
Siðanefnd og skipuð sama fólki
(en öðru en nú er) sá ekkert
athugavert við skrif Bergþóru.
Þar sem nefndin sýndi af sér það
siðleysi (að mínu mati) að rök-
styðja í engu niðurstöðu sína gat
ég ómögulega skilið forsendur
hennar og áfrýjaði til Gerðar-
dóms, sem nú hefur komist að
sömu niðurstöðu. Að dómurinn
tók sér 53 mánaða umhugsunar-
frest (hámark er níu mánuðir
samkvæmt Codex Ethicus) hlýt
ég að fyrirgefa. þar sem dóm-
endum hefur tekist það sem
Siðanefnd tókst ekki, nefnilega
að finna tilhlýðileg rök fyrir nið-
urstöðunni. Þeirbendaréttilega
á að nafn mitt er hvergi nefnt í
blaðagrein Bergþóru! Jafn-
framt hafi Bergþóra sjálf starfað
við sjúkrahúsið! Loks megi
greinilega ráða af upphafsorð-
um greinarinnar að hún sé skrif-
uð í allt öðrum tilgangi en að
sverta mannorð mitt. Ekki sjá
þeir ástæðu til að minnast á það
aukaatriði að Bergþóra sagði
upp störfum við sjúkrahúsið 30.
maí 1989, það er rúmlega hálfu