Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 89

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 75 íðorðasafn Bacterial vaginosis (frh) Orðið skeið hefur unnið sér vissa hefð í læknisfræði sem ís- lenskt heiti á vagina, einkum í samsettum orðum eins og skeið- arstíll. Pað getur þó haft í för með sér vissa hættu á misskiln- ingi, samanber fyrirmælin: Tak- ist í skeið! Ólíklegt er enn frem- ur að þetta heiti hafi unnið sér fastan sess í daglegu máli al- mennings. Hins vegar fer það mjög vel í samsetningum, þegar víst er hvað við er átt. Vaginitis getur þannig heitið skeiðar- bólga og colposcopy á sama hátt skeiðarspeglun. Annað fræði- heiti á vagina er slíður, en það er mest notað um sina- eða taugaslíður og á ekki við hér. Orðfræðilega og merkingar- lega virðist lítill munur á því hvort heitið notað er, bacterial vaginosis (sjúklegt ástand í skeið sem stafar af bakteríu- vexti) eða vaginal bacteriosis (sjúklegur bakteríuvöxtur í skeið), en þarna getur þó verið um að ræða blæbrigðamun sem raunverulega skiptir máli í hug- um fræðimanna. Skeiðarsýklun Að lokum er lagt til að fyrir- bærið bacterial vaginosis fái heitið skeiðarsýklun á íslensku. Differential diagnosis Prófessor Ásmundur Brekk- an hringdi og var að ljúka við yfirferð á kennsluefni sínu. í því kom alloft fyrir hugtakið differ- ential diagnosis og hafði pró- fessorinn þar notað hina ís- lensku þýðingu íðorðasafns lækna, mismunargreining. Þó fór svo við yfirlestur að honum fannst þetta heiti „ekki fallegt lækna 61 orð á prenti" og óskaði eftir betri tillögu. Undirrituðum varð í fyrstu fátt um svör því að hann hefur sjálfur notað þetta heiti í sínu eigin kennsluefni og ekki séð ástæðu til að amast við því. Þó skal viðurkennt að stúd- entum virðist það ekki tamt og spyrja gjarnan hvað við sé átt þegar heitið kemur fyrst fyrir. Iðorðasafn lækna gefur einnig upp þýðinguna samanburðar- greining, en skilgreinir ekki hugtakið differential diagnosis nánar. Orðið diagnosis er komið úr grísku. Dia er forliður sem getur haft nokkrar merkingar, svo sem: gegnum, yfir, um allt, al- gjört, á milli eða sundur. Gnosis er hins vegar þekking, viska skilningur eða kunnátta. Heitið diagnosis gæti þvf upphaflega hafa verið notað um fulla eða algjöra þekkingu á einhverju sviði og vafalaust fullt eins vel um það að greina á milli eða þekkja sundur. Enda hefur svo farið í læknisfræði að heitið hef- ur verið notað um það að bera kennsl á, þekkja eða greina þann sjúkdóm sem hrjáir tiltek- inn sjúkling. Heitið er einnig notað um niðurstöðu grein- ingarferilsins, sjúkdóminn sem borin eru kennsl á með grein- ingu. Islenska heitið sjúkdóms- greining nær á sama hátt bæði yfir feril greiningar og niður- stöðu. Læknisfræðiorðabók Stedman’s lýsir því þannig að diagnosis felist í ákvörðun á náttúru sjúkdóms, en Alþjóða- orðabók Wiley’s í læknis- og líf- fræði bætir um betur og segir diagnosis felast í því að ákvarða náttúru eða eigind sjúkdóms, og að slíkt byggist einkum á athug- un á teiknum (signs), einkenn- urn (symptoms), sjúkrasögu og rannsóknaniðurstöðum. Samsetta heitið differential diagnosis hefur einnig tvær skyldar merkingar. Annars veg- ar er umað ræða feril sem felst í því að bera saman og sundur- greina einkenni, teikn, sögu og rannsóknarniðurstöður þeirra sjúkdóma, sem til greina gætu komið. Hins vegar er um að ræða beina upptalningu þeirra sjúkdóma, sem aðgreina þarf og útiloka undir tilteknum kring- umstæðum. Islenska heitið samanburðar- greining lýsir einkar vel því sem við er átt, sjúkdómsmerki eru borin saman og aðgreining sjúk- dórna gerð. Heitið mismunar- greining er ef til vill torræðara við fyrstu sýn, en verður þó vel skiljanlegt við nánari skoðun. Finna þarf mismun á teiknum og einkennum þeirra sjúkdóma sem til greina koma. Bæði þessi íslensku heiti eru styttri en er- lenda fræðiheitið og er það viss kostur. Aðgreining og sundur- greining koma ef til vill einnig til greina. Hins vegar er erfitt að deila um smekk. Það sem einum finnst fara vel, líkar öðrum ekki. Undirritaður bað þó pró- fessorinn bestra orða að nota ís- lenska heitið sem hann hafði upphaflega sett á blað. Það, að einhverjum líkar ekki, skapar spennu, sem getur orðið til þess að betri tillögur komi fram. Það að sletta er hins vegar merki um visst kæruleysi eða uppgjöf gagnvart málræktinni, uppgjöf sem ekki er í samræmi við þann metnað sem kemur fram í því að setja saman kennsluefni á ís- lensku. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.